„Augljós sóun á almannafé“ að Landspítalinn verji milljörðum í skimanir Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. júlí 2020 14:24 Ragnar Freyr Ingólfsson er yfirlæknir á Covid-göngudeild Landspítalans. Vísir/Samsett Yfirlæknir á Covid-göngudeild Landspítalans segir það augljósa sóun á almannafé að Landspítalinn verji milljörðum í skimanir fyrir kórónuveirunni. Hann telur óþarfi að skima erlenda ferðamenn og segir að mestur árangur næðist með stuttri sóttkví og skimun að henni lokinni. Nokkur óvissa hefur ríkt um framtíðarfyrirkomulag skimana hér á landi eftir að Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar tilkynnti að fyrirtækið myndi hætta allri aðkomu að þeim eftir 13. júlí, nokkru fyrr en áætlað var. Í framhaldinu hafa stjórnvöld gefið það út að þau vilji halda sýnatöku við landamærin óbreyttri út júlímánuð. Þó komi til greina að hætta að skima ferðamenn frá fleiri löndum en Grænlandi og Færeyjum, sem og að takmarka fjölda ferðamanna hingað til lands. Þá sagði Páll Matthíasson forstjóri Landspítala í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að sýkla- og veirufræðideild spítalans ætti að ráða við að taka sýni úr þeim ferðamönnum sem koma daglega hingað til lands með breyttum vinnubrögðum. Ragnar Freyr Ingvarsson yfirlæknir á Covid-göngudeild Landspítalans fjallar um skimanir í pistli á Facebook-síðu sinni í dag. Þar lýsir hann því sem „furðulegri hugmynd“ að Landspítalinn taki að sér að „skima fríska ferðamenn við landamæri.“ „Hvað er næst, að við sinnum þrifum í Smáralind?“ spyr Ragnar. Það sé ekki hlutverk háskólasjúkrahússins, hvar starfsfólk hafi næg verkefni á sinni könnu nú þegar, að sinna frísku fólki. Ráðstafanirnar nú taki ekki mið af þeirri þekkingu sem heilbrigðisstarfsfólki hafi aflað sér á liðnum vikum og mánuðum. Ragnar bendir á að það séu ekki erlendu ferðamennirnir sem beri veiruna til landsins heldur Íslendingarnir, nokkuð sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur raunar ítrekað bent á síðustu mánuði. „Ferðamenn virðast ekki smita að neinu ráði. Væri það staðreyndin þá væru tilfelli að dúkka upp hér og þar í samfélaginu. Ég dreg alltént þá ályktun að það sé óþarfi að skima þá. Og kostar fúlgur fjár. Íslendingar og aðrir sem eiga ríkt tengslanet eru líklegri til að smita. Gögnin okkar sýna það kristaltært,“ skrifar Ragnar. Þannig þrói flestir með sér einkenni fjórum til fimm dögum eftir að þeir smitast. „Einstaka tilfelli fara fram yfir það og allt að 13 dögum. PCR prófin eru nákvæm þegar fólk er með einkenni. Við myndum ná langstærstum hluta með 5 daga sóttkví og skimun þá eða lengri sóttkví fyrir þá sem ekki vilja skimun eða reynist jákvæðir. Það að LSH verji milljörðum í skimanir er augljós sóun á almannafé!“ skrifar Ragnar. Færslu Ragnars má sjá hér fyrir neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fjölgar um fjóra í einangrun Sjö greindust með kórónuveiruna við landamærin síðasta sólarhringinn. 8. júlí 2020 11:10 WHO viðurkennir möguleika á að smit berist með lofti Opið bréf hóps vísindamanna hefur orðið Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) tilefni til að viðurkenna að frekari vísbendingar komi nú fram um að nýtt afbrigði kórónuveiru gæti smitast með lofti. 7. júlí 2020 18:11 Kári fór á fund Katrínar í morgun Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar kom á fund Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í Stjórnarráðinu skömmu fyrir klukkan ellefu í morgun. 8. júlí 2020 13:45 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Yfirlæknir á Covid-göngudeild Landspítalans segir það augljósa sóun á almannafé að Landspítalinn verji milljörðum í skimanir fyrir kórónuveirunni. Hann telur óþarfi að skima erlenda ferðamenn og segir að mestur árangur næðist með stuttri sóttkví og skimun að henni lokinni. Nokkur óvissa hefur ríkt um framtíðarfyrirkomulag skimana hér á landi eftir að Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar tilkynnti að fyrirtækið myndi hætta allri aðkomu að þeim eftir 13. júlí, nokkru fyrr en áætlað var. Í framhaldinu hafa stjórnvöld gefið það út að þau vilji halda sýnatöku við landamærin óbreyttri út júlímánuð. Þó komi til greina að hætta að skima ferðamenn frá fleiri löndum en Grænlandi og Færeyjum, sem og að takmarka fjölda ferðamanna hingað til lands. Þá sagði Páll Matthíasson forstjóri Landspítala í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að sýkla- og veirufræðideild spítalans ætti að ráða við að taka sýni úr þeim ferðamönnum sem koma daglega hingað til lands með breyttum vinnubrögðum. Ragnar Freyr Ingvarsson yfirlæknir á Covid-göngudeild Landspítalans fjallar um skimanir í pistli á Facebook-síðu sinni í dag. Þar lýsir hann því sem „furðulegri hugmynd“ að Landspítalinn taki að sér að „skima fríska ferðamenn við landamæri.“ „Hvað er næst, að við sinnum þrifum í Smáralind?“ spyr Ragnar. Það sé ekki hlutverk háskólasjúkrahússins, hvar starfsfólk hafi næg verkefni á sinni könnu nú þegar, að sinna frísku fólki. Ráðstafanirnar nú taki ekki mið af þeirri þekkingu sem heilbrigðisstarfsfólki hafi aflað sér á liðnum vikum og mánuðum. Ragnar bendir á að það séu ekki erlendu ferðamennirnir sem beri veiruna til landsins heldur Íslendingarnir, nokkuð sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur raunar ítrekað bent á síðustu mánuði. „Ferðamenn virðast ekki smita að neinu ráði. Væri það staðreyndin þá væru tilfelli að dúkka upp hér og þar í samfélaginu. Ég dreg alltént þá ályktun að það sé óþarfi að skima þá. Og kostar fúlgur fjár. Íslendingar og aðrir sem eiga ríkt tengslanet eru líklegri til að smita. Gögnin okkar sýna það kristaltært,“ skrifar Ragnar. Þannig þrói flestir með sér einkenni fjórum til fimm dögum eftir að þeir smitast. „Einstaka tilfelli fara fram yfir það og allt að 13 dögum. PCR prófin eru nákvæm þegar fólk er með einkenni. Við myndum ná langstærstum hluta með 5 daga sóttkví og skimun þá eða lengri sóttkví fyrir þá sem ekki vilja skimun eða reynist jákvæðir. Það að LSH verji milljörðum í skimanir er augljós sóun á almannafé!“ skrifar Ragnar. Færslu Ragnars má sjá hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fjölgar um fjóra í einangrun Sjö greindust með kórónuveiruna við landamærin síðasta sólarhringinn. 8. júlí 2020 11:10 WHO viðurkennir möguleika á að smit berist með lofti Opið bréf hóps vísindamanna hefur orðið Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) tilefni til að viðurkenna að frekari vísbendingar komi nú fram um að nýtt afbrigði kórónuveiru gæti smitast með lofti. 7. júlí 2020 18:11 Kári fór á fund Katrínar í morgun Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar kom á fund Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í Stjórnarráðinu skömmu fyrir klukkan ellefu í morgun. 8. júlí 2020 13:45 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Fjölgar um fjóra í einangrun Sjö greindust með kórónuveiruna við landamærin síðasta sólarhringinn. 8. júlí 2020 11:10
WHO viðurkennir möguleika á að smit berist með lofti Opið bréf hóps vísindamanna hefur orðið Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) tilefni til að viðurkenna að frekari vísbendingar komi nú fram um að nýtt afbrigði kórónuveiru gæti smitast með lofti. 7. júlí 2020 18:11
Kári fór á fund Katrínar í morgun Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar kom á fund Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í Stjórnarráðinu skömmu fyrir klukkan ellefu í morgun. 8. júlí 2020 13:45