Enginn skriflegur samningur heldur handsalað samkomulag Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. júlí 2020 15:12 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/Vilhelm Enginn skriflegur samningur var gerður milli Íslenskrar erfðagreiningar og stjórnvalda um skimun fyrir kórónuveirunni. Það þykir óvenjulegt en ekki var endilega tilefni til samningsgerðar – og það jafnframt ekki staðið til boða. Þetta kom fram á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. Íslensk erfðagreining (ÍE) tilkynnti í gær að fyrirtækið myndi hætta allri aðkomu að skimunum eftir mánudaginn 13. júlí. Nú er því komin upp nokkur óvissa um framhaldið, enda annar veirufræðideild Landspítala aðeins um 500 sýnum á dag. Þó stendur til að halda óbreyttri skimun út júlí með ýmsum leiðum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna nú síðdegis að það hefði verið óvænt að ÍE hætti aðkomu að skimunum svo snemma. Yfirvöld hafi búist við því að ÍE myndi halda áfram að skima út júlí. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/vilhelm Inntur eftir því hvort skriflegur samningur hafi verið gerður milli ÍE og stjórnvalda um skimun sagði Þórólfur að svo hefði ekki verið. Þetta hafi allt verið „handsalað“. Þá var Páll Þórhallsson verkefnastjóri hjá forsætisráðuneytinu, sem verið hefur í forsvari fyrir landamæraskimun síðustu vikna, inntur eftir því af hverju ekki hafi verið gerður skriflegur samningur um aðkomu ÍE að skimununum. Hann sagði að ákveðið hefði verið í maí að stefna að opnun landamæra og það hafi meðal annars hugmynd frá Kára Stefánssyni forstjóra ÍE að halda úti skimun á landamærum. Sóttvarnalæknir tók undir það. Kári hefði auk þess lagt áherslu á að stjórnvöld ættu að standa undir verkefninu en ljóst hefði verið að stjórnvöld væru ekki tilbúin til þess alveg strax. Til hafi staðið að bæta úr því. Páll Þórhallsson, verkefnisstjóri hjá forsætisráðuneytinu.Vísir/vilhelm Þá hefði það auðvitað verið óvenjulegt að ekki hefði verið gerður skriflegur samningur. Það megi hins vegar velta fyrir sér um hvað sá samningur hefði átt að vera. Í raun og veru gekk samkomulagið út á að allir hjálpuðust að. Páll var einnig inntur eftir því hvort það væri ásættanleg nálgun fyrir svo stórt verkefni að skrifa ekki undir samning. Hann sagði að það mætti spyrja sig að því en ekki hefði verið í boði að gera skriflegan samning. Á þessum tímapunkti hafi verið mikill þrýstingur á stjórnvöld að stíga skref í átt að opnun landamæra og ÍE hafi boðið fram aðstoð sína. Þá bætti Þórólfur við að í upphafi, þegar ÍE kom að skimunum allra fyrst, hafi fyrirtækið gert svokallaðan „skriflegan vinnslusamning“ við veirufræðideild Landspítala. Þannig hafi ÍE verið að vinna með sóttvarnalækni samkvæmt sóttvarnalögum. Það hefði staðist og gengið vel. Engin ástæða hefði þótt til að útbúa annan samning að þessu samstarfi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Sjö smit greindust við skimun á landamærum Einn greindist með virkt smit, fjórir með mótefni og er beðið eftir niðurstöðu úr mótefnamælingu í tilviki tveggja. 7. júlí 2020 11:02 Björn Ingi segir Kára kominn í fýlu og einhver verði að kyngja ælunni Björn Ingi Hrafnsson Viljanum er kominn í startholurnar fyrir upplýsingafundinn á morgun. 6. júlí 2020 21:55 Segir möguleika á að kórónuveiran berist með lofti Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum segir að kórónuveiran geti mögulega borist með lofti, en þegar faraldurinn barst hingað til lands voru dæmi um að fólk smitaðist eftir að hafa verið á kóræfingu. 6. júlí 2020 14:19 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Enginn skriflegur samningur var gerður milli Íslenskrar erfðagreiningar og stjórnvalda um skimun fyrir kórónuveirunni. Það þykir óvenjulegt en ekki var endilega tilefni til samningsgerðar – og það jafnframt ekki staðið til boða. Þetta kom fram á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. Íslensk erfðagreining (ÍE) tilkynnti í gær að fyrirtækið myndi hætta allri aðkomu að skimunum eftir mánudaginn 13. júlí. Nú er því komin upp nokkur óvissa um framhaldið, enda annar veirufræðideild Landspítala aðeins um 500 sýnum á dag. Þó stendur til að halda óbreyttri skimun út júlí með ýmsum leiðum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna nú síðdegis að það hefði verið óvænt að ÍE hætti aðkomu að skimunum svo snemma. Yfirvöld hafi búist við því að ÍE myndi halda áfram að skima út júlí. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/vilhelm Inntur eftir því hvort skriflegur samningur hafi verið gerður milli ÍE og stjórnvalda um skimun sagði Þórólfur að svo hefði ekki verið. Þetta hafi allt verið „handsalað“. Þá var Páll Þórhallsson verkefnastjóri hjá forsætisráðuneytinu, sem verið hefur í forsvari fyrir landamæraskimun síðustu vikna, inntur eftir því af hverju ekki hafi verið gerður skriflegur samningur um aðkomu ÍE að skimununum. Hann sagði að ákveðið hefði verið í maí að stefna að opnun landamæra og það hafi meðal annars hugmynd frá Kára Stefánssyni forstjóra ÍE að halda úti skimun á landamærum. Sóttvarnalæknir tók undir það. Kári hefði auk þess lagt áherslu á að stjórnvöld ættu að standa undir verkefninu en ljóst hefði verið að stjórnvöld væru ekki tilbúin til þess alveg strax. Til hafi staðið að bæta úr því. Páll Þórhallsson, verkefnisstjóri hjá forsætisráðuneytinu.Vísir/vilhelm Þá hefði það auðvitað verið óvenjulegt að ekki hefði verið gerður skriflegur samningur. Það megi hins vegar velta fyrir sér um hvað sá samningur hefði átt að vera. Í raun og veru gekk samkomulagið út á að allir hjálpuðust að. Páll var einnig inntur eftir því hvort það væri ásættanleg nálgun fyrir svo stórt verkefni að skrifa ekki undir samning. Hann sagði að það mætti spyrja sig að því en ekki hefði verið í boði að gera skriflegan samning. Á þessum tímapunkti hafi verið mikill þrýstingur á stjórnvöld að stíga skref í átt að opnun landamæra og ÍE hafi boðið fram aðstoð sína. Þá bætti Þórólfur við að í upphafi, þegar ÍE kom að skimunum allra fyrst, hafi fyrirtækið gert svokallaðan „skriflegan vinnslusamning“ við veirufræðideild Landspítala. Þannig hafi ÍE verið að vinna með sóttvarnalækni samkvæmt sóttvarnalögum. Það hefði staðist og gengið vel. Engin ástæða hefði þótt til að útbúa annan samning að þessu samstarfi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Sjö smit greindust við skimun á landamærum Einn greindist með virkt smit, fjórir með mótefni og er beðið eftir niðurstöðu úr mótefnamælingu í tilviki tveggja. 7. júlí 2020 11:02 Björn Ingi segir Kára kominn í fýlu og einhver verði að kyngja ælunni Björn Ingi Hrafnsson Viljanum er kominn í startholurnar fyrir upplýsingafundinn á morgun. 6. júlí 2020 21:55 Segir möguleika á að kórónuveiran berist með lofti Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum segir að kórónuveiran geti mögulega borist með lofti, en þegar faraldurinn barst hingað til lands voru dæmi um að fólk smitaðist eftir að hafa verið á kóræfingu. 6. júlí 2020 14:19 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Sjö smit greindust við skimun á landamærum Einn greindist með virkt smit, fjórir með mótefni og er beðið eftir niðurstöðu úr mótefnamælingu í tilviki tveggja. 7. júlí 2020 11:02
Björn Ingi segir Kára kominn í fýlu og einhver verði að kyngja ælunni Björn Ingi Hrafnsson Viljanum er kominn í startholurnar fyrir upplýsingafundinn á morgun. 6. júlí 2020 21:55
Segir möguleika á að kórónuveiran berist með lofti Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum segir að kórónuveiran geti mögulega borist með lofti, en þegar faraldurinn barst hingað til lands voru dæmi um að fólk smitaðist eftir að hafa verið á kóræfingu. 6. júlí 2020 14:19