Lýðræði í netheimum og afstaða til Kína á norðurslóðum meðal viðfangsefna í nýrri skýrslu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. júlí 2020 19:09 Björn Bjarnason vann skýrsluna ásamt Jónu Sólveigu Elínardóttur. Vísir/Baldur Sameiginlegar reglur til að tryggja lýðræði í netheimum og sameiginleg afstaða til Kína á norðurslóðum eru meðal tillagna sem settar eru fram í nýrri skýrslu um norrænt samstarf á sviði utanríkis- og öryggismála. Björn Bjarnason var í haust fenginn til að skrifa skýrslu um þróun samstarfs Norðurlandanna á sviði utanríkis- og öryggismála. Skýrslan hefur nú verið afhent utanríkisráðherrum ríkjanna. „Nú er spurningin hvað verður gert með skýrsluna, hvað verður gert með þessar fjórtán tillögur. Þær fjalla um loftslagsmál, þær fjalla um netöryggismál og allt sem varðar upplýsingatæknina og öryggi hennar og það er fjallað um fjölþjóðasamskipti og alþjóðalög,“ segir Björn. Meðal annars er lagt til að Norðurlöndin móti sér sameiginlega afstöðu til umsvifa Kínverja á Norðurslóðum. Hafa þessi ríki ekki verið að ganga í takt hvað það varðar? „Þau hafa gengið í takt í höfuðatriðum, hins vegar þarf að greina vel og átta sig á því hvað er að gerast á norðurslóðum. Við erum þarna að fjalla um þetta undir merkjum loftslagsbreytinganna, hvernig Kínverjar koma inn á svæðið í rannsóknir og áhuga á siglingum, hvað gerist næst,“ segir Björn. Þá leggur Björn til að ríkin móti sér sameiginlegar reglur hvað lítur að lýðræði á internetinu og óeðlilegum tilraunum til að hafa áhrif á skoðanamyndun. „Þetta er mikið til umræðu. Og var mikið til umræðu 2016 í kosningunum í Bandaríkjunum og það er mikið til umræðu. Er verið að nota samfélagsmiðlana til að hafa áhrif og er verið að miðla upplýsingum inn í samfélög, opin samfélög, sem eru til þess fallnar að hafa áhrif á skoðanamyndun,“ segir Björn. Hann vísar til þess að á vegum þjóðaröryggisráðs sé nú starfandi hópur sem rannsakar upplýsingaóreiðu. „Við göngum kannski skrefi lengra í þessa átt og teljum nauðsynlegt að Norðurlöndin móti sér helst sameiginlega stefnu,“ segir Björn. „Því að ef að svona árásir eru gerðar þá er mjög vandasamt að finna sökudólginn. En ef að ríki taka sig saman og lýsa einhverju yfir, því enginn vill kannast við að hann sé að beita þessum aðferðum, en ef að ríki komast að sameiginlegri niðurstöðu um einhvern aðila sem standi að baki slíkum aðferðum að þá styrkir það stöðu þeirra sem að vilja berjast gegn þeim,“ segir Björn. Hann telji raunhæft að Norðurlöndin geti mótað sér sameiginlega stefnu í þeim efnum. Ítarlegra viðtal við Björn um efni skýrslunnar er að finna í spilaranum hér að neðan. Utanríkismál Varnarmál Netöryggi Norðurslóðir Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Sameiginlegar reglur til að tryggja lýðræði í netheimum og sameiginleg afstaða til Kína á norðurslóðum eru meðal tillagna sem settar eru fram í nýrri skýrslu um norrænt samstarf á sviði utanríkis- og öryggismála. Björn Bjarnason var í haust fenginn til að skrifa skýrslu um þróun samstarfs Norðurlandanna á sviði utanríkis- og öryggismála. Skýrslan hefur nú verið afhent utanríkisráðherrum ríkjanna. „Nú er spurningin hvað verður gert með skýrsluna, hvað verður gert með þessar fjórtán tillögur. Þær fjalla um loftslagsmál, þær fjalla um netöryggismál og allt sem varðar upplýsingatæknina og öryggi hennar og það er fjallað um fjölþjóðasamskipti og alþjóðalög,“ segir Björn. Meðal annars er lagt til að Norðurlöndin móti sér sameiginlega afstöðu til umsvifa Kínverja á Norðurslóðum. Hafa þessi ríki ekki verið að ganga í takt hvað það varðar? „Þau hafa gengið í takt í höfuðatriðum, hins vegar þarf að greina vel og átta sig á því hvað er að gerast á norðurslóðum. Við erum þarna að fjalla um þetta undir merkjum loftslagsbreytinganna, hvernig Kínverjar koma inn á svæðið í rannsóknir og áhuga á siglingum, hvað gerist næst,“ segir Björn. Þá leggur Björn til að ríkin móti sér sameiginlegar reglur hvað lítur að lýðræði á internetinu og óeðlilegum tilraunum til að hafa áhrif á skoðanamyndun. „Þetta er mikið til umræðu. Og var mikið til umræðu 2016 í kosningunum í Bandaríkjunum og það er mikið til umræðu. Er verið að nota samfélagsmiðlana til að hafa áhrif og er verið að miðla upplýsingum inn í samfélög, opin samfélög, sem eru til þess fallnar að hafa áhrif á skoðanamyndun,“ segir Björn. Hann vísar til þess að á vegum þjóðaröryggisráðs sé nú starfandi hópur sem rannsakar upplýsingaóreiðu. „Við göngum kannski skrefi lengra í þessa átt og teljum nauðsynlegt að Norðurlöndin móti sér helst sameiginlega stefnu,“ segir Björn. „Því að ef að svona árásir eru gerðar þá er mjög vandasamt að finna sökudólginn. En ef að ríki taka sig saman og lýsa einhverju yfir, því enginn vill kannast við að hann sé að beita þessum aðferðum, en ef að ríki komast að sameiginlegri niðurstöðu um einhvern aðila sem standi að baki slíkum aðferðum að þá styrkir það stöðu þeirra sem að vilja berjast gegn þeim,“ segir Björn. Hann telji raunhæft að Norðurlöndin geti mótað sér sameiginlega stefnu í þeim efnum. Ítarlegra viðtal við Björn um efni skýrslunnar er að finna í spilaranum hér að neðan.
Utanríkismál Varnarmál Netöryggi Norðurslóðir Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira