Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Karl Lúðvíksson skrifar 4. júlí 2020 08:52 Urriðafoss er aflahæsta veiðisvæðið það sem af er sumri. Mynd: Iceland Outfitters Vikulegar veiðitölur birtast á vefsíðu Landssambands Veiðifélaga og sína stöðuna í ánum hverju sinni og það er gaman að sjá hvað það gengur vel víða. Veiðisvæðið við Urriðafoss í Þjórsá er á toppnum með 509 laxa á land á aðeins fjórar stangir svo það er ekki nóg með að svæðið sé það aflahæsta yfirheildina, það er líka með lang hæsta aflann á stöng. Þessar tölur eiga þó líklega eftir að breytast þegar líður á tímabilið en þó er líklegt að aðeins heildartalan sé í hættu. Heildarveiðin í einhverri ánni gæti og fer líklega yfir Urriðafoss en það er ólíklegt að nokkur á nái þessari meðalveiði á stöng. Norðurá er í öðru sæti með 312 laxa og þar gengur veiðin vel en eins og víða á vesturlandi er þess beðið með mikilli spennu að sjá hvað stóri júlí straumurinn sem er 9. júlí skilar í árnar en þetta er yfirleitt sá straumur sem skilar stærstu smálaxagöngunum. Þverá og Kjarrá eru komnar í 241 lax sem er ekki nema 54 löxum undir veiðinni 2015 en það sumar fór veiðin í 2.364 laxa svo þarna gætu Þverá og Kjarrá átt mikið inni en góðar göngur eru í árnar þessa dagana. Næstu ár á listanum eru Eystri Rangá með 163 laxa og þar gengur mjög vel og það er stígandi í göngum í ána eins og annars staðar. Haffjarðará er svo í fummta sæti með 135 laxa. Listann í heild sinni má finna á www.angling.is Stangveiði Mest lesið Sjóbleikjan mætt í Flókadalsá Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Hreggnasi framlengir samning um Svalbarðsá Veiði Skiptir stærðin svona miklu máli? Veiði Fanta sjóbirtingsveiði í Tungufljóti Veiði 50% afsláttur í Ytri Rangá Veiði Fréttir af fyrstu vöktum laxveiðiánna Veiði Laxá í Aðaldal stefnir í sitt lélegasta sumar Veiði
Vikulegar veiðitölur birtast á vefsíðu Landssambands Veiðifélaga og sína stöðuna í ánum hverju sinni og það er gaman að sjá hvað það gengur vel víða. Veiðisvæðið við Urriðafoss í Þjórsá er á toppnum með 509 laxa á land á aðeins fjórar stangir svo það er ekki nóg með að svæðið sé það aflahæsta yfirheildina, það er líka með lang hæsta aflann á stöng. Þessar tölur eiga þó líklega eftir að breytast þegar líður á tímabilið en þó er líklegt að aðeins heildartalan sé í hættu. Heildarveiðin í einhverri ánni gæti og fer líklega yfir Urriðafoss en það er ólíklegt að nokkur á nái þessari meðalveiði á stöng. Norðurá er í öðru sæti með 312 laxa og þar gengur veiðin vel en eins og víða á vesturlandi er þess beðið með mikilli spennu að sjá hvað stóri júlí straumurinn sem er 9. júlí skilar í árnar en þetta er yfirleitt sá straumur sem skilar stærstu smálaxagöngunum. Þverá og Kjarrá eru komnar í 241 lax sem er ekki nema 54 löxum undir veiðinni 2015 en það sumar fór veiðin í 2.364 laxa svo þarna gætu Þverá og Kjarrá átt mikið inni en góðar göngur eru í árnar þessa dagana. Næstu ár á listanum eru Eystri Rangá með 163 laxa og þar gengur mjög vel og það er stígandi í göngum í ána eins og annars staðar. Haffjarðará er svo í fummta sæti með 135 laxa. Listann í heild sinni má finna á www.angling.is
Stangveiði Mest lesið Sjóbleikjan mætt í Flókadalsá Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Hreggnasi framlengir samning um Svalbarðsá Veiði Skiptir stærðin svona miklu máli? Veiði Fanta sjóbirtingsveiði í Tungufljóti Veiði 50% afsláttur í Ytri Rangá Veiði Fréttir af fyrstu vöktum laxveiðiánna Veiði Laxá í Aðaldal stefnir í sitt lélegasta sumar Veiði