Hluti áhafnar Herjólfs boðar til verkfalls Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. júlí 2020 12:09 Hluta áhafnar Herjólfs hefur boðað til verkfalls. Vísir/Vilhelm Verkfall hluta áhafnar Herjólfs hefur verið boðað frá og með miðnætti á þriðjudaginn næstkomandi og mun það standa í sólarhring. Næsta vinnustöðvun mun standa yfir í tvo sólarhringa og stendur frá miðnætti 14. júlí. Þá mun þriðja vinnustöðvun standa yfir í þrjá sólarhringa og hefjast á miðnætti 28. júlí. Kosning fór fram um vinnustöðvunina í síðustu viku meðal áhafnarmeðlima á Herjólfi sem eru félagsmenn í Sjómannafélagi Íslands. Alls eru 21 áhafnarmeðlimur í félaginu og greiddu 17 þeirra atkvæði og studdu þeir allir vinnustöðvunina. Jónas Garðarsson hjá Sjómannafélagi Íslands segir í samtali við Eyjafréttir að málið sé nú í Félagsdómi. Deilan snúist fyrst og fremst um það að Herjólfur ohf. hafi ekki sinnt því að mæta til fundar um kjaramál þrátt fyrir að félagið hafi ítrekað leitað eftir því. „Gerður hefur verið samningur við Sjómannafélagið Jötunn sem þeir líta þannig á að sé gildandi kjarasamningur fyrir alla en einungis tveir áhafnarmeðlimir eru félagar í Jötni,“ segir Jónas. Ekki náðist tal af Jónasi við gerð þessarar fréttar. Telja verkfallið ólöglegt „Félagið hefur aldrei hafnað einu eða neinu en það þurfa að liggja fyrir einhverjar beiðnir um einhverja tiltekna hluti þannig að við höfum ekki hafnað neinu,“ segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs í samtali við fréttastofu. Hann segir jafnframt að samninganefnd Herjólfs og Sjómannafélagsins hafi fundað hjá ríkissáttasemjara fyrir tveimur vikum síðan. „Félagið er með gildandi kjarasamning við Sjómannafélagið Jötunn í Vestmannaeyjum fyrir undirmenn á Herjólfi. Starfsmenn hafa þennan rétt að vera félagsmenn í hvaða félagi sem er en í þessum kjarasamningi við Sjómannafélagið Jötunn þá hafa þeir forgangsréttarákvæði og við teljum okkur vera með kjarasamning á bak við þá ráðningarsamninga sem við erum með.“ Þá segir hann eðlilegt að ef fleiri stéttarfélög telji sig eiga rétt á að vera með kjarasamning við Herjólf sé það tekið fyrir hjá Félagsdómi. „Við leifum þessum bara að fara fyrir Félagsdóm og sjáum hvað kemur út úr því.“ Málinu var stefnt fyrir Félagsdóm á þriðjudaginn og þingfest sama dag. Boðað hefur verið til dómsuppkvaðningar hjá Félagsdómi á mánudaginn og segir Guðbjartur þá koma í ljós hvort af vinnustöðvun verði. „Við teljum að [verkfallið] sé ólöglegt og fáum bara félagsdóm til að skera úr um það hvort að það sé einhver réttur til verkfallsins eða réttur til að krefja félagið um gerð kjarasamnings,“ segir Guðbjartur. Kjaramál Herjólfur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Tekjufall Herjólfs vegna kórónuveirunnar mikið Þeim ferðum sem Herjólfur hefur þurft að sigla til Þorlákshafnar vegna óhagstæðra skilyrða í Landeyjahöfn hefur fækkað til muna með nýju skipi. Vegna kórónuveirunnar er fyrirséð að farþegum fækki mikið á þessu ári. 8. júní 2020 07:38 Ekki ljóst hve langan tíma mun taka að gera við Baldur Bilun kom upp í Breiðafjarðarferjunni Baldri í gær sem varð þess valdandi að fjöldi fólks sat fast út í Flatey. 30. júní 2020 14:12 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Fleiri fréttir Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn Sjá meira
Verkfall hluta áhafnar Herjólfs hefur verið boðað frá og með miðnætti á þriðjudaginn næstkomandi og mun það standa í sólarhring. Næsta vinnustöðvun mun standa yfir í tvo sólarhringa og stendur frá miðnætti 14. júlí. Þá mun þriðja vinnustöðvun standa yfir í þrjá sólarhringa og hefjast á miðnætti 28. júlí. Kosning fór fram um vinnustöðvunina í síðustu viku meðal áhafnarmeðlima á Herjólfi sem eru félagsmenn í Sjómannafélagi Íslands. Alls eru 21 áhafnarmeðlimur í félaginu og greiddu 17 þeirra atkvæði og studdu þeir allir vinnustöðvunina. Jónas Garðarsson hjá Sjómannafélagi Íslands segir í samtali við Eyjafréttir að málið sé nú í Félagsdómi. Deilan snúist fyrst og fremst um það að Herjólfur ohf. hafi ekki sinnt því að mæta til fundar um kjaramál þrátt fyrir að félagið hafi ítrekað leitað eftir því. „Gerður hefur verið samningur við Sjómannafélagið Jötunn sem þeir líta þannig á að sé gildandi kjarasamningur fyrir alla en einungis tveir áhafnarmeðlimir eru félagar í Jötni,“ segir Jónas. Ekki náðist tal af Jónasi við gerð þessarar fréttar. Telja verkfallið ólöglegt „Félagið hefur aldrei hafnað einu eða neinu en það þurfa að liggja fyrir einhverjar beiðnir um einhverja tiltekna hluti þannig að við höfum ekki hafnað neinu,“ segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs í samtali við fréttastofu. Hann segir jafnframt að samninganefnd Herjólfs og Sjómannafélagsins hafi fundað hjá ríkissáttasemjara fyrir tveimur vikum síðan. „Félagið er með gildandi kjarasamning við Sjómannafélagið Jötunn í Vestmannaeyjum fyrir undirmenn á Herjólfi. Starfsmenn hafa þennan rétt að vera félagsmenn í hvaða félagi sem er en í þessum kjarasamningi við Sjómannafélagið Jötunn þá hafa þeir forgangsréttarákvæði og við teljum okkur vera með kjarasamning á bak við þá ráðningarsamninga sem við erum með.“ Þá segir hann eðlilegt að ef fleiri stéttarfélög telji sig eiga rétt á að vera með kjarasamning við Herjólf sé það tekið fyrir hjá Félagsdómi. „Við leifum þessum bara að fara fyrir Félagsdóm og sjáum hvað kemur út úr því.“ Málinu var stefnt fyrir Félagsdóm á þriðjudaginn og þingfest sama dag. Boðað hefur verið til dómsuppkvaðningar hjá Félagsdómi á mánudaginn og segir Guðbjartur þá koma í ljós hvort af vinnustöðvun verði. „Við teljum að [verkfallið] sé ólöglegt og fáum bara félagsdóm til að skera úr um það hvort að það sé einhver réttur til verkfallsins eða réttur til að krefja félagið um gerð kjarasamnings,“ segir Guðbjartur.
Kjaramál Herjólfur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Tekjufall Herjólfs vegna kórónuveirunnar mikið Þeim ferðum sem Herjólfur hefur þurft að sigla til Þorlákshafnar vegna óhagstæðra skilyrða í Landeyjahöfn hefur fækkað til muna með nýju skipi. Vegna kórónuveirunnar er fyrirséð að farþegum fækki mikið á þessu ári. 8. júní 2020 07:38 Ekki ljóst hve langan tíma mun taka að gera við Baldur Bilun kom upp í Breiðafjarðarferjunni Baldri í gær sem varð þess valdandi að fjöldi fólks sat fast út í Flatey. 30. júní 2020 14:12 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Fleiri fréttir Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn Sjá meira
Tekjufall Herjólfs vegna kórónuveirunnar mikið Þeim ferðum sem Herjólfur hefur þurft að sigla til Þorlákshafnar vegna óhagstæðra skilyrða í Landeyjahöfn hefur fækkað til muna með nýju skipi. Vegna kórónuveirunnar er fyrirséð að farþegum fækki mikið á þessu ári. 8. júní 2020 07:38
Ekki ljóst hve langan tíma mun taka að gera við Baldur Bilun kom upp í Breiðafjarðarferjunni Baldri í gær sem varð þess valdandi að fjöldi fólks sat fast út í Flatey. 30. júní 2020 14:12