Flottar göngur í Elliðaárnar Karl Lúðvíksson skrifar 2. júlí 2020 06:47 Það eru flottar laxagöngur í Elliðaárnar þessa dagana Mynd: KL Það er ekki langt síðan Elliðaárnar opnuðu fyrir veiði og júlí sem er gjarnan besti tíminn í ánni rétt gengin í garð. Það hafa verið mjög góðar göngur í Elliðaárnar og staðan í teljaranum í morgun var 514 laxar. Næsti stóri straumur er 9. júlí og fram að þeim degi er vaxandi straumur og því nokkuð víst að það verður stígandi í göngunum. Það er lax farinn að sýna sig um alla á og eins og vatnsstaðan í henni er núna er varla hægt að hugsa sér auðveldari veiðiferð en nákvæmlega í perlu borgarinnar. Veiðireglum var breytt fyrir sumarið samkvæmt ráðleggingum fiskifræðinga og nú er öllu sleppt ásamt því að aðeins má veiða á flugu. Þetta þýðir bara að það verður nóg af laxi í ánni í sumar því engin lax verður tekinn á land og hirrtur, en annað sem þetta gerir, þ.e.a.s. breytingin á veiðireglum varðandi fluguna er að með nóg af laxi í ánni og aðeins leyfð fluga er þetta frábært tækifæri að skreppa í ána og kenna upprennandi veiðimönnum að fluguveiða þessa skemmtilegu á í borginni okkar. Reykjavík Stangveiði Mest lesið Sjóbleikjan mætt í Flókadalsá Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Fanta sjóbirtingsveiði í Tungufljóti Veiði Skemmtileg dagskrá fyrir unga veiðimenn Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði 50% afsláttur í Ytri Rangá Veiði Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Hreggnasi framlengir samning um Svalbarðsá Veiði Skiptir stærðin svona miklu máli? Veiði Veiðifélög mótmæla Þingvallanefnd Veiði
Það er ekki langt síðan Elliðaárnar opnuðu fyrir veiði og júlí sem er gjarnan besti tíminn í ánni rétt gengin í garð. Það hafa verið mjög góðar göngur í Elliðaárnar og staðan í teljaranum í morgun var 514 laxar. Næsti stóri straumur er 9. júlí og fram að þeim degi er vaxandi straumur og því nokkuð víst að það verður stígandi í göngunum. Það er lax farinn að sýna sig um alla á og eins og vatnsstaðan í henni er núna er varla hægt að hugsa sér auðveldari veiðiferð en nákvæmlega í perlu borgarinnar. Veiðireglum var breytt fyrir sumarið samkvæmt ráðleggingum fiskifræðinga og nú er öllu sleppt ásamt því að aðeins má veiða á flugu. Þetta þýðir bara að það verður nóg af laxi í ánni í sumar því engin lax verður tekinn á land og hirrtur, en annað sem þetta gerir, þ.e.a.s. breytingin á veiðireglum varðandi fluguna er að með nóg af laxi í ánni og aðeins leyfð fluga er þetta frábært tækifæri að skreppa í ána og kenna upprennandi veiðimönnum að fluguveiða þessa skemmtilegu á í borginni okkar.
Reykjavík Stangveiði Mest lesið Sjóbleikjan mætt í Flókadalsá Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Fanta sjóbirtingsveiði í Tungufljóti Veiði Skemmtileg dagskrá fyrir unga veiðimenn Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði 50% afsláttur í Ytri Rangá Veiði Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Hreggnasi framlengir samning um Svalbarðsá Veiði Skiptir stærðin svona miklu máli? Veiði Veiðifélög mótmæla Þingvallanefnd Veiði