Grunar að brunavörnum hafi verið ábótavant Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. júní 2020 18:16 Brunarústir hússins að Bræðraborgarstíg 1. Vísir/vilhelm Grunur leikur á að brunavörnum í húsinu að Bræðraborgarstíg 1, þar sem þrír létust í bruna í lok síðustu viku, hafi verið ábótavant. Þar bjó fjöldi erlends verkafólks og voru alls 73 skráðir með lögheimili í húsinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, HMS. HMS fundaði í dag með Jóni Viðari Matthíassyni slökkviliðsstjóra á höfuðborgarsvæðinu og Nikulási Úlfari Mássyni, byggingarfulltrúa í Reykjavík þar sem farið var yfir stöðu brunaeftirlits og brunavarna. Tilefni fundarins var áðurnefndur eldsvoði á Bræðraborgarstíg 1. Í tilkynningu segir að samhljómur hafi verið á fundinum um mikilvægi brunavarna og að „fullt tilefni sé til að vinna saman aðfrekari úrbótum á regluverki og verklagi.“ Rannsókn HMS á brunanum á Bræðraborgarstíg er jafnframt í fullum gangi. Davíð Snorrason yfirmaðurbrunaeftirlits hjá stofnuninni. Í tilkynningu segir að niðurstöður rannsóknarinnar gætu legið fyrir síðar á árinu. „Samhliða hefur HMS til skoðunar aðrar aðgerðir, meðal annars hvort hindra megi að svo margir hafi skráð lögheimili á einum stað, til dæmis með bættri skráningu leiguhúsnæðis. Með tilkomu leiguskrár HMS, sem ákvæði er um í frumvarpi að breytingu á húsaleigulögum sem lagt hefur verið fram á Alþingi, verður til ný leið til að safna upplýsingum og koma auga á frávik. Eins og staðan er í dag eru stjórnvöld eingöngu með yfirsýn yfir þann hluta leigumarkaðarins sem er á höndum sveitarfélaga eða þegar til staðar eru þinglýstir leigusamningar, sem er því miður yfirleitt ekki raunin í tilfelli herbergjaleigu til erlends verkafólks.“ Á fundinum kom jafnframt fram að næsta skref í kjölfar hans sé að hefja þessa vinnu og fá fleiri aðila að borðinu til að ræða úrbætur. „Sérstaklega er horft til Sambands íslenskra sveitarfélaga, Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og félagsmálaráðuneytisins en Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra lýsti því yfir í dag að hann vilji skoða lagabreytingar til að eflabrunaeftirlit. Ráðherra fól HMS í lok maímánuðar síðastliðnum að fara í sérstakt átak á sviði brunamála. Í átakinu felst meðal annars að fjölgað verður sérfræðingum sem sinna þessum málaflokki sérstaklega hjá stofnuninni.“ Slökkvilið Bruni á Bræðraborgarstíg Tengdar fréttir Rannsókn geti tekið tvo til þrjá mánuði Bruninn á Bræðraborgarstíg gefur hugsanlega tilefni til að gera breytingar á lögum og reglum um brunavarnir og verklag að sögn forstöðumanns hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. 29. júní 2020 13:14 „Þessi harmleikur er ekkert slys“ Mikil sorg og reiði ríkir í vesturbæ Reykjavíkur en hátt í fjögur hundruð manns komu saman í dag til að votta þeim sem létust í brunanum á Bræðraborgarstíg á fimmtudag virðingu sína og mótmæla bágri stöðu erlends verkafólks hér á landi. 28. júní 2020 23:08 Hafa ekki enn borið kennsl á hin látnu Kennslanefnd ríkislögreglustjóra vinnur enn að því að bera kennsl á þau þrjú sem létust í eldsvoða á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu í vesturbæ Reykjavíkur á fimmtudag. 28. júní 2020 18:20 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Grunur leikur á að brunavörnum í húsinu að Bræðraborgarstíg 1, þar sem þrír létust í bruna í lok síðustu viku, hafi verið ábótavant. Þar bjó fjöldi erlends verkafólks og voru alls 73 skráðir með lögheimili í húsinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, HMS. HMS fundaði í dag með Jóni Viðari Matthíassyni slökkviliðsstjóra á höfuðborgarsvæðinu og Nikulási Úlfari Mássyni, byggingarfulltrúa í Reykjavík þar sem farið var yfir stöðu brunaeftirlits og brunavarna. Tilefni fundarins var áðurnefndur eldsvoði á Bræðraborgarstíg 1. Í tilkynningu segir að samhljómur hafi verið á fundinum um mikilvægi brunavarna og að „fullt tilefni sé til að vinna saman aðfrekari úrbótum á regluverki og verklagi.“ Rannsókn HMS á brunanum á Bræðraborgarstíg er jafnframt í fullum gangi. Davíð Snorrason yfirmaðurbrunaeftirlits hjá stofnuninni. Í tilkynningu segir að niðurstöður rannsóknarinnar gætu legið fyrir síðar á árinu. „Samhliða hefur HMS til skoðunar aðrar aðgerðir, meðal annars hvort hindra megi að svo margir hafi skráð lögheimili á einum stað, til dæmis með bættri skráningu leiguhúsnæðis. Með tilkomu leiguskrár HMS, sem ákvæði er um í frumvarpi að breytingu á húsaleigulögum sem lagt hefur verið fram á Alþingi, verður til ný leið til að safna upplýsingum og koma auga á frávik. Eins og staðan er í dag eru stjórnvöld eingöngu með yfirsýn yfir þann hluta leigumarkaðarins sem er á höndum sveitarfélaga eða þegar til staðar eru þinglýstir leigusamningar, sem er því miður yfirleitt ekki raunin í tilfelli herbergjaleigu til erlends verkafólks.“ Á fundinum kom jafnframt fram að næsta skref í kjölfar hans sé að hefja þessa vinnu og fá fleiri aðila að borðinu til að ræða úrbætur. „Sérstaklega er horft til Sambands íslenskra sveitarfélaga, Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og félagsmálaráðuneytisins en Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra lýsti því yfir í dag að hann vilji skoða lagabreytingar til að eflabrunaeftirlit. Ráðherra fól HMS í lok maímánuðar síðastliðnum að fara í sérstakt átak á sviði brunamála. Í átakinu felst meðal annars að fjölgað verður sérfræðingum sem sinna þessum málaflokki sérstaklega hjá stofnuninni.“
Slökkvilið Bruni á Bræðraborgarstíg Tengdar fréttir Rannsókn geti tekið tvo til þrjá mánuði Bruninn á Bræðraborgarstíg gefur hugsanlega tilefni til að gera breytingar á lögum og reglum um brunavarnir og verklag að sögn forstöðumanns hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. 29. júní 2020 13:14 „Þessi harmleikur er ekkert slys“ Mikil sorg og reiði ríkir í vesturbæ Reykjavíkur en hátt í fjögur hundruð manns komu saman í dag til að votta þeim sem létust í brunanum á Bræðraborgarstíg á fimmtudag virðingu sína og mótmæla bágri stöðu erlends verkafólks hér á landi. 28. júní 2020 23:08 Hafa ekki enn borið kennsl á hin látnu Kennslanefnd ríkislögreglustjóra vinnur enn að því að bera kennsl á þau þrjú sem létust í eldsvoða á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu í vesturbæ Reykjavíkur á fimmtudag. 28. júní 2020 18:20 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Rannsókn geti tekið tvo til þrjá mánuði Bruninn á Bræðraborgarstíg gefur hugsanlega tilefni til að gera breytingar á lögum og reglum um brunavarnir og verklag að sögn forstöðumanns hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. 29. júní 2020 13:14
„Þessi harmleikur er ekkert slys“ Mikil sorg og reiði ríkir í vesturbæ Reykjavíkur en hátt í fjögur hundruð manns komu saman í dag til að votta þeim sem létust í brunanum á Bræðraborgarstíg á fimmtudag virðingu sína og mótmæla bágri stöðu erlends verkafólks hér á landi. 28. júní 2020 23:08
Hafa ekki enn borið kennsl á hin látnu Kennslanefnd ríkislögreglustjóra vinnur enn að því að bera kennsl á þau þrjú sem létust í eldsvoða á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu í vesturbæ Reykjavíkur á fimmtudag. 28. júní 2020 18:20