Mun Man Utd sjá eftir því að leyfa ungstirninu að fara frítt líkt og Pogba á sínum tíma Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. júní 2020 22:30 Brandon Williams, Mason Greenwood og Angel Gomes eftir leik gegn Norwich City í vetur. Gomes er nú á förum frá félaginu. Tom Purslow/Getty Images Hinn 19 ára gamli Angel Gomes neitaði mjög góðu samningstilboði frá enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester United og mun því yfirgefa félagið þegar samningur hans rennur út á morgun. Ástæðan er sú að Gomes vill fá fleiri mínútur á vellinum en hann hefur fengið hjá enska félaginu á þessari leiktíð. The Athletic greinir frá. Gomes var enn aðeins 16 ára gamall þegar hann kom inn af varamannabekk Manchester United í sínum fyrsta leik fyrir félagið er liðið lagði Crystal Palace 2-0 á Old Trafford í lokaumferð tímabilsins 2016-2017. Aðeins Duncan Edwards var yngri en Gomes þegar hann lék sinn fyrsta leik fyrir félagið árið 1951. Gomes kom inn á fyrir Wayne Rooney. Héldu margir að þarna væru fortíðin og framtíðin að mætast. Svo reyndist ekki vera. Síðan þá hefur Gomes fengið fá tækifæri, bæði hjá José Mourinho og Ole Gunnar Solskjær. Þó samningaviðræður milli umboðsmanns leikmannsins og félagsins hafi staðið í marga mánuði þá náðist ekki samkomulag og hefur Gomes ákveðið að róa á önnur mið. Leikmaðurinn hefur verið orðaður við ýmis lið en það virðist þó sem hann sé búinn að taka ákvörðun. Feti hann í fótspor ungra og efnilegra Englendinga kæmi ekki á óvart ef hann myndi færa sig um set til Þýskalands. Gomes hluti af U-17 ára landsliði Englands sem vann HM í þeim aldursflokki fyrir nokkrum árum. Jadon Sancho - þáverandi leikmaður Manchester City- gekk í raðir Borussia Dortmund eftir mótið og hefur blómstrað í þýsku úrvalsdeildinni. Phil Foden var einnig í liðinu en hann er fyrst núna að gera sig gildandi í liði Manchester City. Man Utd hefur áður gert þau mistök að leyfa ungum leikmanni að fara frítt en Paul Pogba fór til Juventus á sínum tíma og enska félagið keypti hann svo til baka á metfé sumarið 2016. Hvort saga Gomes verði svipuð verður að koma í ljós. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Sjá meira
Hinn 19 ára gamli Angel Gomes neitaði mjög góðu samningstilboði frá enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester United og mun því yfirgefa félagið þegar samningur hans rennur út á morgun. Ástæðan er sú að Gomes vill fá fleiri mínútur á vellinum en hann hefur fengið hjá enska félaginu á þessari leiktíð. The Athletic greinir frá. Gomes var enn aðeins 16 ára gamall þegar hann kom inn af varamannabekk Manchester United í sínum fyrsta leik fyrir félagið er liðið lagði Crystal Palace 2-0 á Old Trafford í lokaumferð tímabilsins 2016-2017. Aðeins Duncan Edwards var yngri en Gomes þegar hann lék sinn fyrsta leik fyrir félagið árið 1951. Gomes kom inn á fyrir Wayne Rooney. Héldu margir að þarna væru fortíðin og framtíðin að mætast. Svo reyndist ekki vera. Síðan þá hefur Gomes fengið fá tækifæri, bæði hjá José Mourinho og Ole Gunnar Solskjær. Þó samningaviðræður milli umboðsmanns leikmannsins og félagsins hafi staðið í marga mánuði þá náðist ekki samkomulag og hefur Gomes ákveðið að róa á önnur mið. Leikmaðurinn hefur verið orðaður við ýmis lið en það virðist þó sem hann sé búinn að taka ákvörðun. Feti hann í fótspor ungra og efnilegra Englendinga kæmi ekki á óvart ef hann myndi færa sig um set til Þýskalands. Gomes hluti af U-17 ára landsliði Englands sem vann HM í þeim aldursflokki fyrir nokkrum árum. Jadon Sancho - þáverandi leikmaður Manchester City- gekk í raðir Borussia Dortmund eftir mótið og hefur blómstrað í þýsku úrvalsdeildinni. Phil Foden var einnig í liðinu en hann er fyrst núna að gera sig gildandi í liði Manchester City. Man Utd hefur áður gert þau mistök að leyfa ungum leikmanni að fara frítt en Paul Pogba fór til Juventus á sínum tíma og enska félagið keypti hann svo til baka á metfé sumarið 2016. Hvort saga Gomes verði svipuð verður að koma í ljós.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Sjá meira