Mun Man Utd sjá eftir því að leyfa ungstirninu að fara frítt líkt og Pogba á sínum tíma Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. júní 2020 22:30 Brandon Williams, Mason Greenwood og Angel Gomes eftir leik gegn Norwich City í vetur. Gomes er nú á förum frá félaginu. Tom Purslow/Getty Images Hinn 19 ára gamli Angel Gomes neitaði mjög góðu samningstilboði frá enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester United og mun því yfirgefa félagið þegar samningur hans rennur út á morgun. Ástæðan er sú að Gomes vill fá fleiri mínútur á vellinum en hann hefur fengið hjá enska félaginu á þessari leiktíð. The Athletic greinir frá. Gomes var enn aðeins 16 ára gamall þegar hann kom inn af varamannabekk Manchester United í sínum fyrsta leik fyrir félagið er liðið lagði Crystal Palace 2-0 á Old Trafford í lokaumferð tímabilsins 2016-2017. Aðeins Duncan Edwards var yngri en Gomes þegar hann lék sinn fyrsta leik fyrir félagið árið 1951. Gomes kom inn á fyrir Wayne Rooney. Héldu margir að þarna væru fortíðin og framtíðin að mætast. Svo reyndist ekki vera. Síðan þá hefur Gomes fengið fá tækifæri, bæði hjá José Mourinho og Ole Gunnar Solskjær. Þó samningaviðræður milli umboðsmanns leikmannsins og félagsins hafi staðið í marga mánuði þá náðist ekki samkomulag og hefur Gomes ákveðið að róa á önnur mið. Leikmaðurinn hefur verið orðaður við ýmis lið en það virðist þó sem hann sé búinn að taka ákvörðun. Feti hann í fótspor ungra og efnilegra Englendinga kæmi ekki á óvart ef hann myndi færa sig um set til Þýskalands. Gomes hluti af U-17 ára landsliði Englands sem vann HM í þeim aldursflokki fyrir nokkrum árum. Jadon Sancho - þáverandi leikmaður Manchester City- gekk í raðir Borussia Dortmund eftir mótið og hefur blómstrað í þýsku úrvalsdeildinni. Phil Foden var einnig í liðinu en hann er fyrst núna að gera sig gildandi í liði Manchester City. Man Utd hefur áður gert þau mistök að leyfa ungum leikmanni að fara frítt en Paul Pogba fór til Juventus á sínum tíma og enska félagið keypti hann svo til baka á metfé sumarið 2016. Hvort saga Gomes verði svipuð verður að koma í ljós. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Sjá meira
Hinn 19 ára gamli Angel Gomes neitaði mjög góðu samningstilboði frá enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester United og mun því yfirgefa félagið þegar samningur hans rennur út á morgun. Ástæðan er sú að Gomes vill fá fleiri mínútur á vellinum en hann hefur fengið hjá enska félaginu á þessari leiktíð. The Athletic greinir frá. Gomes var enn aðeins 16 ára gamall þegar hann kom inn af varamannabekk Manchester United í sínum fyrsta leik fyrir félagið er liðið lagði Crystal Palace 2-0 á Old Trafford í lokaumferð tímabilsins 2016-2017. Aðeins Duncan Edwards var yngri en Gomes þegar hann lék sinn fyrsta leik fyrir félagið árið 1951. Gomes kom inn á fyrir Wayne Rooney. Héldu margir að þarna væru fortíðin og framtíðin að mætast. Svo reyndist ekki vera. Síðan þá hefur Gomes fengið fá tækifæri, bæði hjá José Mourinho og Ole Gunnar Solskjær. Þó samningaviðræður milli umboðsmanns leikmannsins og félagsins hafi staðið í marga mánuði þá náðist ekki samkomulag og hefur Gomes ákveðið að róa á önnur mið. Leikmaðurinn hefur verið orðaður við ýmis lið en það virðist þó sem hann sé búinn að taka ákvörðun. Feti hann í fótspor ungra og efnilegra Englendinga kæmi ekki á óvart ef hann myndi færa sig um set til Þýskalands. Gomes hluti af U-17 ára landsliði Englands sem vann HM í þeim aldursflokki fyrir nokkrum árum. Jadon Sancho - þáverandi leikmaður Manchester City- gekk í raðir Borussia Dortmund eftir mótið og hefur blómstrað í þýsku úrvalsdeildinni. Phil Foden var einnig í liðinu en hann er fyrst núna að gera sig gildandi í liði Manchester City. Man Utd hefur áður gert þau mistök að leyfa ungum leikmanni að fara frítt en Paul Pogba fór til Juventus á sínum tíma og enska félagið keypti hann svo til baka á metfé sumarið 2016. Hvort saga Gomes verði svipuð verður að koma í ljós.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Sjá meira