Kæra Lilja Steinunn Alda Gunnarsdóttir skrifar 30. júní 2020 12:30 Það eru gleðitíðindi að boðið sé til stórsóknar í menntamálum og ánægjulegt þegar aðgerðir skila sér, sérstaklega þegar kemur að eflingu kennaranáms. Nú er hins vegar stórt spurt. Hvernig nákvæmlega á að fylgja þessum aðgerðum eftir? Er eðlilegt að Háskólinn á Akureyri muni þurfa að hafna stórum hluta umsókna? Er eðlilegt að í kennaranámi, þar sem virkilega er vöntun og stefnir í kennaraskort á landinu, þurfi að hafna fjölda umsækjenda sem uppfylla öll inntökuskilyrði? Mun Háskólinn á Akureyri einhvern tímann öðlast þá viðurkenningu sem hann á skilið? Gæði náms eru lykilatriði. Til þess að halda uppi öflugum gæðum háskólanna, þarf meðal annars að tryggja nægan fjölda starfsfólks, hvort sem um er að ræða starfsmenn akademíunnar eða stjórnsýslu og stoðþjónustu. Háskólinn á Akureyri hefur setið á hakanum allt of lengi og hefur þurft að grípa til aðgerða sem aðrir opinberir háskólar á Íslandi hafa ekki þurft, það er að takmarka aðgengi nemenda að háskólanum. Háskólinn á Akureyri gegnir ákveðinni lykilstöðu og samfélagsleg ábyrgð hans er mikil þegar kemur að aðgengi að námi óháð búsetu. Hið sveigjanlega námsfyrirkomulag Háskólans á Akureyri sem hefur verið í stöðugri þróun og eflingu síðustu 20 árin veitir breiðari hópi nemenda aðgengi að námi sem hefur í för með sér m.a. eflingu byggða. Frá árinu 2015 hefur orðið veruleg aukning á nemendafjölda Háskólans á Akureyri, sama ár og nemendaígildin voru fryst. Einhverjir kunna að spyrja sig að því hvort að aðrir opinberir háskólar eins og t.d. Háskóli Íslands séu þá ekki að kljást við sama vandamál og Háskólinn á Akureyri. Staðreyndin er hins vegar sú, að í dag eru tugum prósenta fleiri nemendur í HA heldur en árið 2015. En í Háskóla Íslands eru nemendurnir í dag færri en árið 2015. Háskólinn á Akureyri hefur því síðustu ár, verið að mennta nemendur langt umfram það fjármagn sem fjöldanum fylgir. Afleiðingarnar af því eru til dæmis aukið álag á starfsfólk, samdráttur á vali nemenda í námi og herðing á öðrum mikilvægum útgjöldum háskólans. Þriðja árið í röð eru fleiri en 2000 umsóknir til náms við Háskólann á Akureyri. Til þess að varðveita gæði náms og kennslu mun Háskólinn á Akureyri óhjákvæmlega þurfa að hafna stórum hluta umsókna. Það er jákvætt að Háskólinn á Akureyri setji gæði námsins í fyrsta sæti. Þó er um að ræða opinberan háskóla sem á ekki að þurfa að varðveita gæðin með því að takmarka aðgengi að námi. Kæra Lilja, Mennta- og menningarmálaráðherra Íslands, ert þú reiðubúin að taka það nauðsynlega skref, að viðurkenna mikilvægi Háskólans á Akureyri? Höfundur er formaður Stúdentafélags Háskólans á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Það eru gleðitíðindi að boðið sé til stórsóknar í menntamálum og ánægjulegt þegar aðgerðir skila sér, sérstaklega þegar kemur að eflingu kennaranáms. Nú er hins vegar stórt spurt. Hvernig nákvæmlega á að fylgja þessum aðgerðum eftir? Er eðlilegt að Háskólinn á Akureyri muni þurfa að hafna stórum hluta umsókna? Er eðlilegt að í kennaranámi, þar sem virkilega er vöntun og stefnir í kennaraskort á landinu, þurfi að hafna fjölda umsækjenda sem uppfylla öll inntökuskilyrði? Mun Háskólinn á Akureyri einhvern tímann öðlast þá viðurkenningu sem hann á skilið? Gæði náms eru lykilatriði. Til þess að halda uppi öflugum gæðum háskólanna, þarf meðal annars að tryggja nægan fjölda starfsfólks, hvort sem um er að ræða starfsmenn akademíunnar eða stjórnsýslu og stoðþjónustu. Háskólinn á Akureyri hefur setið á hakanum allt of lengi og hefur þurft að grípa til aðgerða sem aðrir opinberir háskólar á Íslandi hafa ekki þurft, það er að takmarka aðgengi nemenda að háskólanum. Háskólinn á Akureyri gegnir ákveðinni lykilstöðu og samfélagsleg ábyrgð hans er mikil þegar kemur að aðgengi að námi óháð búsetu. Hið sveigjanlega námsfyrirkomulag Háskólans á Akureyri sem hefur verið í stöðugri þróun og eflingu síðustu 20 árin veitir breiðari hópi nemenda aðgengi að námi sem hefur í för með sér m.a. eflingu byggða. Frá árinu 2015 hefur orðið veruleg aukning á nemendafjölda Háskólans á Akureyri, sama ár og nemendaígildin voru fryst. Einhverjir kunna að spyrja sig að því hvort að aðrir opinberir háskólar eins og t.d. Háskóli Íslands séu þá ekki að kljást við sama vandamál og Háskólinn á Akureyri. Staðreyndin er hins vegar sú, að í dag eru tugum prósenta fleiri nemendur í HA heldur en árið 2015. En í Háskóla Íslands eru nemendurnir í dag færri en árið 2015. Háskólinn á Akureyri hefur því síðustu ár, verið að mennta nemendur langt umfram það fjármagn sem fjöldanum fylgir. Afleiðingarnar af því eru til dæmis aukið álag á starfsfólk, samdráttur á vali nemenda í námi og herðing á öðrum mikilvægum útgjöldum háskólans. Þriðja árið í röð eru fleiri en 2000 umsóknir til náms við Háskólann á Akureyri. Til þess að varðveita gæði náms og kennslu mun Háskólinn á Akureyri óhjákvæmlega þurfa að hafna stórum hluta umsókna. Það er jákvætt að Háskólinn á Akureyri setji gæði námsins í fyrsta sæti. Þó er um að ræða opinberan háskóla sem á ekki að þurfa að varðveita gæðin með því að takmarka aðgengi að námi. Kæra Lilja, Mennta- og menningarmálaráðherra Íslands, ert þú reiðubúin að taka það nauðsynlega skref, að viðurkenna mikilvægi Háskólans á Akureyri? Höfundur er formaður Stúdentafélags Háskólans á Akureyri.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar