Áhyggjuefni hversu mikið almenningur hefur slakað á smitvörnum Kjartan Kjartansson skrifar 29. júní 2020 15:21 Fólk naut sín í blíðviðrinu í miðbænum í dag. Vísir/Villi Almenningur hefur slakað mjög á smitvörnum og er það áhyggjuefni að mati Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. Áskorun væri fyrir yfirvöld að koma skilaboðum sínum á framfæri þar sem fólk væri síður móttækilegt fyrir þeim nú en í byrjun faraldursins í mars. Á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins í dag sagði Þórólfur að hópsýkingar sem hafa komið upp undanfarna daga sýni að veiran sé langt því frá horfin þó að lítið hafi borið á henni upp á síðkastið. „Það er greinilegt að menn hafa slakað mjög mjög á og það er ekki gott. Það er áhyggjuefni. Þetta eru orðnar kjöraðstæður fyrir veiruna að geta náð sér á strik aftur ef hún á annað borð kemst inn aftur í svona partí,“ sagði Þórólfur og ítrekaði mikilvægi almennra sýkningavarna. Frá upplýsingafundi almannavarna mánudaginn 29. júní 2020.Vísir/Sigurjón Svo virðist sem að almenningur sé ekki eins móttækilegur fyrir umræðunni og hættunni vegna faraldursins nú og hann var í mars þegar fyrst var gripið til aðgerða til að hefta útbreiðslu hans. „Það er áskorun fyrir okkur að reyna að ná til fólks, ná til yngra fólks, ná til allra. Við verðum að standa öll saman í því. Það var auðveldara í byrjun mars að koma með þessi skilaboð,“ sagði sóttvarnalæknir. Varaði Þórólfur við því að áfram yrði hætta á hópsýkingum, bæði litum og stórum, ekki aðeins í sumar heldur næstu mánuði og fram á næsta ár. Hver og einn sýni ábyrgð Í ljósi hópsýkinganna sagði Þórólfur að bíða þyrfti með að rýmka reglur um hámarksfjölda á samkomum. Rætt hafði verið um að næsta skref yrði að hækka takmarkið úr 500 manns í 2.000 en ekki er ljóst hvenær af því getur nú orðið. Þá sagði Þórólfur ekki hægt að mæla með því að opnunartími skemmtistaða verði rýmkaður en þeir hafa nú aðeins leyfi til að hafa opið til klukkan 23:00. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði almenning síður móttækilegan fyrir boðskap lýðheilsuyfirvalda nú en við upphaf faraldursins.Vísir/Vilhelm Engin ákveðin viðmið eru til staðar um hversu mörg virk smit kölluðu á að aðgerðir yrðu hertar aftur. Þórólfur sagði að slíkt yrði vegið og metið þegar það kæmi upp. Þá væri tekið tillit til þess hvort um væri að ræða eina hópsýkingu eða margar og hversu alvarleg veikindin væru. Þrátt fyrir hópsýkingar sagði Alma Möller landlæknir að ekki væri talið að samfélagslegt smit væri útbreitt hér á landi. Gengið væri úr skugga um það með aukinni skimun og smitrakningu. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, brýndi fyrir almenningi að huga að hreinlæti og smitvörnum og virða þá sem vilja halda fjarlægð til að forðast smit. Lagði hann áherslu á persónulega ábyrgð hvers og eins, sérstaklega þeirra sem fara á stærri samkomur. Sýnist fólki að mun fleiri en 500 séu á staðnum og sóttvarnir ekki þær sem þær ættu að vera ætti það að fara. „Við verðum hvert og eitt að sýna ábyrgð,“ sagði Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Fleiri fréttir Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Sjá meira
Almenningur hefur slakað mjög á smitvörnum og er það áhyggjuefni að mati Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. Áskorun væri fyrir yfirvöld að koma skilaboðum sínum á framfæri þar sem fólk væri síður móttækilegt fyrir þeim nú en í byrjun faraldursins í mars. Á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins í dag sagði Þórólfur að hópsýkingar sem hafa komið upp undanfarna daga sýni að veiran sé langt því frá horfin þó að lítið hafi borið á henni upp á síðkastið. „Það er greinilegt að menn hafa slakað mjög mjög á og það er ekki gott. Það er áhyggjuefni. Þetta eru orðnar kjöraðstæður fyrir veiruna að geta náð sér á strik aftur ef hún á annað borð kemst inn aftur í svona partí,“ sagði Þórólfur og ítrekaði mikilvægi almennra sýkningavarna. Frá upplýsingafundi almannavarna mánudaginn 29. júní 2020.Vísir/Sigurjón Svo virðist sem að almenningur sé ekki eins móttækilegur fyrir umræðunni og hættunni vegna faraldursins nú og hann var í mars þegar fyrst var gripið til aðgerða til að hefta útbreiðslu hans. „Það er áskorun fyrir okkur að reyna að ná til fólks, ná til yngra fólks, ná til allra. Við verðum að standa öll saman í því. Það var auðveldara í byrjun mars að koma með þessi skilaboð,“ sagði sóttvarnalæknir. Varaði Þórólfur við því að áfram yrði hætta á hópsýkingum, bæði litum og stórum, ekki aðeins í sumar heldur næstu mánuði og fram á næsta ár. Hver og einn sýni ábyrgð Í ljósi hópsýkinganna sagði Þórólfur að bíða þyrfti með að rýmka reglur um hámarksfjölda á samkomum. Rætt hafði verið um að næsta skref yrði að hækka takmarkið úr 500 manns í 2.000 en ekki er ljóst hvenær af því getur nú orðið. Þá sagði Þórólfur ekki hægt að mæla með því að opnunartími skemmtistaða verði rýmkaður en þeir hafa nú aðeins leyfi til að hafa opið til klukkan 23:00. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði almenning síður móttækilegan fyrir boðskap lýðheilsuyfirvalda nú en við upphaf faraldursins.Vísir/Vilhelm Engin ákveðin viðmið eru til staðar um hversu mörg virk smit kölluðu á að aðgerðir yrðu hertar aftur. Þórólfur sagði að slíkt yrði vegið og metið þegar það kæmi upp. Þá væri tekið tillit til þess hvort um væri að ræða eina hópsýkingu eða margar og hversu alvarleg veikindin væru. Þrátt fyrir hópsýkingar sagði Alma Möller landlæknir að ekki væri talið að samfélagslegt smit væri útbreitt hér á landi. Gengið væri úr skugga um það með aukinni skimun og smitrakningu. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, brýndi fyrir almenningi að huga að hreinlæti og smitvörnum og virða þá sem vilja halda fjarlægð til að forðast smit. Lagði hann áherslu á persónulega ábyrgð hvers og eins, sérstaklega þeirra sem fara á stærri samkomur. Sýnist fólki að mun fleiri en 500 séu á staðnum og sóttvarnir ekki þær sem þær ættu að vera ætti það að fara. „Við verðum hvert og eitt að sýna ábyrgð,“ sagði Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Fleiri fréttir Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Sjá meira
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent