Er Þórarinn Tyrfingsson orðinn að vanda SÁÁ? Ingimar Karl Helgason skrifar 29. júní 2020 12:00 Já! er því miður svarið við þessari spurningu. Þetta er stórt orð, en hvernig kemur það til? Á aðalfundi SÁÁ sem haldinn verður á Hilton hótelinu kl. 17 á morgun, verður tekist á um framtíð samtakanna. Við kjósum á milli gamla tímans og hins nýja. Þórarinn er fulltrúi fyrir liðna tíð og barátta hans fyrir áhrifum og upphefð innan SÁÁ virðist knúin áfram af ofmati á eigin getu og hreinum og beinum ranghugmyndum. Stuðningsfólk Þórarins hringir nú sem eldur í sinu um allan bæ og hvíslar að fólki að allt sé í steik hjá SÁÁ, að faglegt og nútímalegt meðferðarstarf sem byggist á þekkingu og samvinnu sé vandamálið. Að án Þórarins Tyrfingssonar verðir eignir og starf SÁÁ afhent ríkinu. Þetta er í besta falli ímyndun. Í versta falli gróf ósannindi. Svo er fólki sagt – og það segir hann sjálfur – að sterkur leiðtogi sé sá eini sem geti leyst þessi ímynduðu vandamál. Hefur einhver heyrt svona lagað áður? Framtíð SÁÁ þarf að byggjast á samvinnu. Meðferðarstarfið þarf að byggjast á faglegri og nútímalegri sýn. Fjármál SÁÁ þurfa að byggja á langtímahugsun. SÁÁ á ekki að reiða sig á spilavíti! Það er þessi framtíðarsýn sem ég ætla að velja á aðalfundi SÁÁ á morgun. Fyrir þessari sýn stendur Einar Hermannsson og stór hópur af góðu fólki úr öllum geirum samfélagsins og grasrótar SÁÁ. Þessi góði hópur vill styðja við þá faglegu og nútímalegu sýn sem reynsluboltinn Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Vogs hefur innleitt í meðferðarstarfinu með góðum árangri. Þessi hópur vill reisa styrkar stoðir undir rekstur SÁÁ sem verður góður grunnur að áframhaldandi samfélagslegu starfi. Starfsemi SÁÁ er ein sú mikilvægasta í landinu. Fíknisjúkdómurinn hrjáir ótrúlega marga einstaklinga og fjölskyldur. Hlutverk og skylda SÁÁ er gagnvart þessu fólki, númer eitt tvö og þrjú! Til þess að við getum sinnt þessum grunnskyldum okkar þarf ekki aðeins skýra sýn, heldur samvinnu, yfirvegun og vinnufrið. Kannanir Sameykis (áður SFR) sýna að starfsánægja félagsmanna hjá SÁÁ hefur stórbatnað undir faglegri stjórn Valgerðar Rúnarsdóttur og nálgast það besta sem þekkist! Áður var hún nálægt botninum. Þá var Þórarinn Tyrfingsson við stjórn. Þetta eru einfaldar staðreyndir sem ekki verður haggað. Þeir stjórnarhættir og fortíðarsýn sem Þórarinn Tyrfingsson stendur fyrir eiga ekki erindi í nútímanum og alls ekki til framtíðar. Ég þakka Þórarni Tyrfingssyni gott og mikið brautryðjendastarf, en ef hann vill bjarga SÁÁ núna, þá gerir hann það best með því að sleppa tökunum og láta aðra taka við keflinu og leiða SÁÁ inn í framtíðina. Höfundur er fréttamaður og skjólstæðingur SÁÁ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólga innan SÁÁ Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Já! er því miður svarið við þessari spurningu. Þetta er stórt orð, en hvernig kemur það til? Á aðalfundi SÁÁ sem haldinn verður á Hilton hótelinu kl. 17 á morgun, verður tekist á um framtíð samtakanna. Við kjósum á milli gamla tímans og hins nýja. Þórarinn er fulltrúi fyrir liðna tíð og barátta hans fyrir áhrifum og upphefð innan SÁÁ virðist knúin áfram af ofmati á eigin getu og hreinum og beinum ranghugmyndum. Stuðningsfólk Þórarins hringir nú sem eldur í sinu um allan bæ og hvíslar að fólki að allt sé í steik hjá SÁÁ, að faglegt og nútímalegt meðferðarstarf sem byggist á þekkingu og samvinnu sé vandamálið. Að án Þórarins Tyrfingssonar verðir eignir og starf SÁÁ afhent ríkinu. Þetta er í besta falli ímyndun. Í versta falli gróf ósannindi. Svo er fólki sagt – og það segir hann sjálfur – að sterkur leiðtogi sé sá eini sem geti leyst þessi ímynduðu vandamál. Hefur einhver heyrt svona lagað áður? Framtíð SÁÁ þarf að byggjast á samvinnu. Meðferðarstarfið þarf að byggjast á faglegri og nútímalegri sýn. Fjármál SÁÁ þurfa að byggja á langtímahugsun. SÁÁ á ekki að reiða sig á spilavíti! Það er þessi framtíðarsýn sem ég ætla að velja á aðalfundi SÁÁ á morgun. Fyrir þessari sýn stendur Einar Hermannsson og stór hópur af góðu fólki úr öllum geirum samfélagsins og grasrótar SÁÁ. Þessi góði hópur vill styðja við þá faglegu og nútímalegu sýn sem reynsluboltinn Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Vogs hefur innleitt í meðferðarstarfinu með góðum árangri. Þessi hópur vill reisa styrkar stoðir undir rekstur SÁÁ sem verður góður grunnur að áframhaldandi samfélagslegu starfi. Starfsemi SÁÁ er ein sú mikilvægasta í landinu. Fíknisjúkdómurinn hrjáir ótrúlega marga einstaklinga og fjölskyldur. Hlutverk og skylda SÁÁ er gagnvart þessu fólki, númer eitt tvö og þrjú! Til þess að við getum sinnt þessum grunnskyldum okkar þarf ekki aðeins skýra sýn, heldur samvinnu, yfirvegun og vinnufrið. Kannanir Sameykis (áður SFR) sýna að starfsánægja félagsmanna hjá SÁÁ hefur stórbatnað undir faglegri stjórn Valgerðar Rúnarsdóttur og nálgast það besta sem þekkist! Áður var hún nálægt botninum. Þá var Þórarinn Tyrfingsson við stjórn. Þetta eru einfaldar staðreyndir sem ekki verður haggað. Þeir stjórnarhættir og fortíðarsýn sem Þórarinn Tyrfingsson stendur fyrir eiga ekki erindi í nútímanum og alls ekki til framtíðar. Ég þakka Þórarni Tyrfingssyni gott og mikið brautryðjendastarf, en ef hann vill bjarga SÁÁ núna, þá gerir hann það best með því að sleppa tökunum og láta aðra taka við keflinu og leiða SÁÁ inn í framtíðina. Höfundur er fréttamaður og skjólstæðingur SÁÁ.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun