Telja Dani hafa borið veiruna til Íslands Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. júní 2020 08:15 Tómleg Kaupmannahöfn í miðjum faraldri í byrjun apríl. Anadolu Agency/getty Talið er mjög líklegt að Danir hafi borið kórónuveiruna með sér til Íslands, Svíþjóðar og Lettlands, auk fleiri landa. Þetta kemur fram í nýrri, en þó óritrýndri, rannsókn vísindamanna við Kaupmannahafnarháskóla sem danska ríkisútvarpið DR tekur til umfjöllunar á vef sínum í dag. Vísindamennirnir hafa gefið út eins konar „ættartré“ veirunnar, sem sagt er veita innsýn inn í það hvernig veiran smitast milli manna. Líkt og við mátti búast sýnir ættartréð að veiran hafi einkum borist til Danmerkur með ferðalöngum frá austurríska skíðabænum Ischgl, sem einmitt er Íslendingum kunnur fyrir sömu sakir. Tréð sýnir hins vegar einnig fram á að Danir sjálfir hafi að öllum líkindum borið veiruna með sér til Íslands, Svíþjóðar, Lettlands og fleiri landa. Haft er eftir Matthias Christandl, prófessor við stærðfræðideild Kaupmannahafnarháskóla sem vann að rannsókninni, að tiltekin stökkbreyting veirunnar sem útbreidd er í Danmörku hafi einnig greinst í umræddum löndum. Hann segir að stökkbreytingin hafi þannig líklega orðið í Danmörku og síðar borist til hinna landanna. Hægt hefur verið að rekja veiruna á Íslandi með nokkurri vissu til tiltekinna landa. Þannig hefur komið fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis að veiran hafi einkum borist til Íslands með íslenskum ferðamönnum er þeir sneru heim frá skíðasvæðum í Evrópu í febrúar og mars. Þá hefur Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar gefið það út að nokkrir einstaklingar hafi líklega smitast af tiltekinni stökkbreytingu veirunnar á fótboltaleik á Englandi. Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Faraldurinn á hraðri og hættulegri vegferð í Texas Yfir hálf milljón manna er nú látin úr Covid-19, sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur 29. júní 2020 07:12 Ekkert nýtt innanlandssmit Tveir greindust með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn við landamæraskimun samkvæmt nýjustu tölum á Covid.is. Enginn greindist á veirufræðideild Landspítalans. 28. júní 2020 13:31 Mikilvægt að fólk í sóttkví hlýði Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að miklum fjölda fólks hafi verið skipað að fara í sóttkví og líklega muni þeim fjölga enn frekar. 27. júní 2020 11:23 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum Sjá meira
Talið er mjög líklegt að Danir hafi borið kórónuveiruna með sér til Íslands, Svíþjóðar og Lettlands, auk fleiri landa. Þetta kemur fram í nýrri, en þó óritrýndri, rannsókn vísindamanna við Kaupmannahafnarháskóla sem danska ríkisútvarpið DR tekur til umfjöllunar á vef sínum í dag. Vísindamennirnir hafa gefið út eins konar „ættartré“ veirunnar, sem sagt er veita innsýn inn í það hvernig veiran smitast milli manna. Líkt og við mátti búast sýnir ættartréð að veiran hafi einkum borist til Danmerkur með ferðalöngum frá austurríska skíðabænum Ischgl, sem einmitt er Íslendingum kunnur fyrir sömu sakir. Tréð sýnir hins vegar einnig fram á að Danir sjálfir hafi að öllum líkindum borið veiruna með sér til Íslands, Svíþjóðar, Lettlands og fleiri landa. Haft er eftir Matthias Christandl, prófessor við stærðfræðideild Kaupmannahafnarháskóla sem vann að rannsókninni, að tiltekin stökkbreyting veirunnar sem útbreidd er í Danmörku hafi einnig greinst í umræddum löndum. Hann segir að stökkbreytingin hafi þannig líklega orðið í Danmörku og síðar borist til hinna landanna. Hægt hefur verið að rekja veiruna á Íslandi með nokkurri vissu til tiltekinna landa. Þannig hefur komið fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis að veiran hafi einkum borist til Íslands með íslenskum ferðamönnum er þeir sneru heim frá skíðasvæðum í Evrópu í febrúar og mars. Þá hefur Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar gefið það út að nokkrir einstaklingar hafi líklega smitast af tiltekinni stökkbreytingu veirunnar á fótboltaleik á Englandi.
Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Faraldurinn á hraðri og hættulegri vegferð í Texas Yfir hálf milljón manna er nú látin úr Covid-19, sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur 29. júní 2020 07:12 Ekkert nýtt innanlandssmit Tveir greindust með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn við landamæraskimun samkvæmt nýjustu tölum á Covid.is. Enginn greindist á veirufræðideild Landspítalans. 28. júní 2020 13:31 Mikilvægt að fólk í sóttkví hlýði Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að miklum fjölda fólks hafi verið skipað að fara í sóttkví og líklega muni þeim fjölga enn frekar. 27. júní 2020 11:23 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum Sjá meira
Faraldurinn á hraðri og hættulegri vegferð í Texas Yfir hálf milljón manna er nú látin úr Covid-19, sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur 29. júní 2020 07:12
Ekkert nýtt innanlandssmit Tveir greindust með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn við landamæraskimun samkvæmt nýjustu tölum á Covid.is. Enginn greindist á veirufræðideild Landspítalans. 28. júní 2020 13:31
Mikilvægt að fólk í sóttkví hlýði Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að miklum fjölda fólks hafi verið skipað að fara í sóttkví og líklega muni þeim fjölga enn frekar. 27. júní 2020 11:23
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?