Er Þórarinn Tyrfingsson orðinn að vanda SÁÁ? Sóley Ósk Geirsdóttir skrifar 27. júní 2020 17:30 Mér er hugleikin umræðan sem skapast hefur um SÁÁ. Ýmsu hefur verið hent fram um hitt og þetta. Persónulegt skítkast að mestu og rógburður sem svo sannarlega er ekki í anda þeirra samtaka sem sem ég hef þekkt í áratugi. Umræðan minnir helst á sandkassaleik og er það ekki í takt við það hvernig við eigum að haga okkur í samfélaginu. Félagssamtökin SÁÁ voru stofnuð af alkahólistum og tilgangurinn er að veita öðrum alkahólistum aðstoð og von um breytt og betra líf. Áhugi og þekking á sjúkdómnum alhólisma var takmörkuð innan hins almenna heilbrigðiskerfis og er að margra mati enn. Það sem gefið hefur besta raun í að eiga við alkóhólisma er að þeir sem hafa persónulega reynslu af bata leggi sig fram um að hjálpa öðrum. Höfuðtilgangur SÁÁ er og hefur verið frá fyrstu tíð ad tryggja að alkahólistar á Íslandi fái þá allra bestu meðferð sem völ er á á hverjum tíma. Til þess ad tryggja þjónustu sem þessa þarf mikið til, ekki aðeins ad hafa gott starfsfólk til ad vinna með sjúklingana heldur er um ad ræða mikla vinnu á viðskiptalegu sviði enda um stórt fyrirtæki að ræða, eignarhald og fjármuni, pólitískt samspil, fræðslu og margt fleira. Samtök áhugafólks um áfengisvandamálið hafa vaxið á margvíslegan hátt frá stofnun og mikilvægt er að eignir og þekking samtakanna haldist innan þeirra. Jafnframt að áhugafólkið um vandamálið ráði en ekki hagsmunir einstakra starfsmanna eða annarra þátta í starfseminni. Sérstaða samtakanna byggir ad mestu leyti á þvi að við höldum eignum og fjármunum hjá okkur, að við séum sjálfstæð í rekstri og stýrum skútunni sjálf okkar skjólstæðingum til heilla ásamt því að við séum í tengslum við batasamfélagið (AA) í orði og á borði. Þann 30. júní næstkomandi er efnt til aðalfundar SÁÁ samtakanna og þar verður meðal annarrs kosið í stjórn. Stjórnsýsluumhverfið hjá SÁÁ er þannig háttað að á hverjum tíma eru 48 manns í svokallaðri stóru stjórn og sú stjórn er endurnýjuð af einum þriðja ár hvert sem þýðir að núna eru kosnir 16 nýjir inn ásamt sjö varamenn. Þessi 48 manna stjórn kemur svo saman að loknum aðalfundi og kýs þann stjórnarformann sem þeir telja best til þess fallinn að vinna af heilindum fyrir samtökin. Tveir einstaklingar eru núna í framboði til stjórnarformennsku þeir Þórarinn Tyrfingsson og Einar Hermannsson. Báðir hafa þeir komið við sögu samtakanna. Einar sat í framkvæmdastjórn nýverið til nokkurra ára með hléum og Þórarinn hefur starfað bæði sem stjórnarformaður sem og framkvæmdastjóri lækninga til margra áratuga en lét af störfum fyrir þremur árum síðan eftir farsælan feril í þágu samtakanna. Þórarinn Tyrfingsson hefur unnið ötullega og af ósérhlífni í þágu samtakanna til margra áratuga eftir að hafa hafið störf fyrir samtökin sem læknir, eftir að fara sjálfur í gegnum meðferð samtakanna sem þá var á Silungapolli. Meðal annars hefur hann komið á laggirnar gagnagrunni sem geymir upplýsingar um faraldsfræði áfengis-og vímuefnasjúkdómsins á Íslandi. Gagnagrunnurinn hefur verið gagnlegur við skipulagningu og gæðastýringu á þróun meðferðar með vísindalegum hætti. Að auki hefur hann ýtt úr vör ýmsum verkum í stjórnartíð sinni með aðstoð annarra starfsmanna má þar nefna stækkun á meðferðarheimilinu Vík, þróað sértæka kvennameðferð ásamt Víkingameðferð fyrir karla, opnun ungmennadeildar á Vogi ásamt því að hafa hrundið af stað sálfræðimeðferð fyrir börn alkóhólista á göngudeild SÁÁ í Efstaleiti. Umræðan frá því að Valgerður núverandi framkvæmdastjóri lækninga á Vogi, sagði upp störfum og dró það síðar tilbaka hefur að stórum hluta snúist um fækkun starfsfólks vegna fjárskorts. Framkvæmdastjórn samtakanna sá ekki annan kost nú í vor en að fækka starfsfólki vegna þess. Einar Hermannsson var meðal þeirra stjórnarmanna sem tóku þá ákvörðum sem að sjálfsögðu hefur verið þeim öllum þungbær. Meðal annarra starfsmanna var þremur sálfræðingum sem ráðnir voru til starfa fyrir samtökin í stjórnatíð Þórarins, sagt upp störfum. Látið hefur verið í veðri vaka að þetta sé stefna Þórarins og stuðningsfólks hans, það er alrangt. Sálfræðingum SÁÁ hefur verið greitt laun af sjálsaflafé samtakanna frá þeim tíma sem þeir voru ráðnir til starfa þar sem ríkið hefur ekki gert með þeim þjónustusamninga. Núna þremur árum eftir að Þórarinn lét af störfum er það fé ekki nægilegt til að halda úti fullri starfsemi með óbreyttum hætti. Það er ekkert nýtt í starfsemi SÁÁ að það sé erfitt að afla fjár fyrir rekstri samtakanna það virðist mörgum gleymt að það gekk oft á tíðum með ólíkindum vel í fyrri stjórnartíð Þórarins. Starfsmönnum fjölgaði jafnt og þétt þar á meðal sálfræðingum, samfara vaxandi þjónustu og stuttum biðlistum. Hlutverk stjórnarformanns innan SÁÁ og ásetningur Þórarins Tyrfingssonar með þvi að sækjast eftir sæti stjórnarformanns er fyrst og síðast til þess að koma á einingu innan stjórnar samtakanna, tryggja rekstrarlegan grundvöll þeirra, nýta sína krafta, þekkingu og reynslu til að tryggja að samtökin verði áfram í eigu okkar fólksins í landinu en með þeim hætti er hægt að una yfirstjórn og lykilstarfsmönnum Vogs að vinna af heilum hug að þvi að tryggja gott starfsumhverfi ásamt því að tryggja að meðferð alkóhólista verði áfram sú besta sem völ er á á hverjum tíma. Afar mikilvægt er að við sem munum ganga til kosninga þann 30. júní næstkomandi og við öll í samfélaginu áttum okkur á að með þvi að styðja og veita Þórarni Tyrfingssyni umboð okkar til stjórnarformennsku að þá erum við að tryggja áframhaldandi starfsemi SÁÁ. Að lokum verð ég að segja að það er auðvitað algjörlega fráleitt eins og haldið hefur verið fram á samfélagsmiðlum síðustu daga að fyrrum formaður og lækningaforstjóri, Þórarinn Tyrfingsson bjóði krafta sína fram við að leysa alvarlegan stjórnunar og fjárhagsvanda sem komið hefur upp í hans fjarveru séu á einhvern hátt byggð á annarlegum hvötum og muni eyðileggja samtökin. Að halda því fram að lélegur starfsmórall í fyrirtækinu í dag séu honum að kenna er barnalegt. Sú staðreynd að millistjórnendur beiti offorsi og hrottaskap til að koma í veg fyrir að hann geti leyst vandann bendir til að eitthvað sé mjög bogið við það starf sem unnið hefur verið í hans fjarveru. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og meðlimur SÁÁ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólga innan SÁÁ Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Mér er hugleikin umræðan sem skapast hefur um SÁÁ. Ýmsu hefur verið hent fram um hitt og þetta. Persónulegt skítkast að mestu og rógburður sem svo sannarlega er ekki í anda þeirra samtaka sem sem ég hef þekkt í áratugi. Umræðan minnir helst á sandkassaleik og er það ekki í takt við það hvernig við eigum að haga okkur í samfélaginu. Félagssamtökin SÁÁ voru stofnuð af alkahólistum og tilgangurinn er að veita öðrum alkahólistum aðstoð og von um breytt og betra líf. Áhugi og þekking á sjúkdómnum alhólisma var takmörkuð innan hins almenna heilbrigðiskerfis og er að margra mati enn. Það sem gefið hefur besta raun í að eiga við alkóhólisma er að þeir sem hafa persónulega reynslu af bata leggi sig fram um að hjálpa öðrum. Höfuðtilgangur SÁÁ er og hefur verið frá fyrstu tíð ad tryggja að alkahólistar á Íslandi fái þá allra bestu meðferð sem völ er á á hverjum tíma. Til þess ad tryggja þjónustu sem þessa þarf mikið til, ekki aðeins ad hafa gott starfsfólk til ad vinna með sjúklingana heldur er um ad ræða mikla vinnu á viðskiptalegu sviði enda um stórt fyrirtæki að ræða, eignarhald og fjármuni, pólitískt samspil, fræðslu og margt fleira. Samtök áhugafólks um áfengisvandamálið hafa vaxið á margvíslegan hátt frá stofnun og mikilvægt er að eignir og þekking samtakanna haldist innan þeirra. Jafnframt að áhugafólkið um vandamálið ráði en ekki hagsmunir einstakra starfsmanna eða annarra þátta í starfseminni. Sérstaða samtakanna byggir ad mestu leyti á þvi að við höldum eignum og fjármunum hjá okkur, að við séum sjálfstæð í rekstri og stýrum skútunni sjálf okkar skjólstæðingum til heilla ásamt því að við séum í tengslum við batasamfélagið (AA) í orði og á borði. Þann 30. júní næstkomandi er efnt til aðalfundar SÁÁ samtakanna og þar verður meðal annarrs kosið í stjórn. Stjórnsýsluumhverfið hjá SÁÁ er þannig háttað að á hverjum tíma eru 48 manns í svokallaðri stóru stjórn og sú stjórn er endurnýjuð af einum þriðja ár hvert sem þýðir að núna eru kosnir 16 nýjir inn ásamt sjö varamenn. Þessi 48 manna stjórn kemur svo saman að loknum aðalfundi og kýs þann stjórnarformann sem þeir telja best til þess fallinn að vinna af heilindum fyrir samtökin. Tveir einstaklingar eru núna í framboði til stjórnarformennsku þeir Þórarinn Tyrfingsson og Einar Hermannsson. Báðir hafa þeir komið við sögu samtakanna. Einar sat í framkvæmdastjórn nýverið til nokkurra ára með hléum og Þórarinn hefur starfað bæði sem stjórnarformaður sem og framkvæmdastjóri lækninga til margra áratuga en lét af störfum fyrir þremur árum síðan eftir farsælan feril í þágu samtakanna. Þórarinn Tyrfingsson hefur unnið ötullega og af ósérhlífni í þágu samtakanna til margra áratuga eftir að hafa hafið störf fyrir samtökin sem læknir, eftir að fara sjálfur í gegnum meðferð samtakanna sem þá var á Silungapolli. Meðal annars hefur hann komið á laggirnar gagnagrunni sem geymir upplýsingar um faraldsfræði áfengis-og vímuefnasjúkdómsins á Íslandi. Gagnagrunnurinn hefur verið gagnlegur við skipulagningu og gæðastýringu á þróun meðferðar með vísindalegum hætti. Að auki hefur hann ýtt úr vör ýmsum verkum í stjórnartíð sinni með aðstoð annarra starfsmanna má þar nefna stækkun á meðferðarheimilinu Vík, þróað sértæka kvennameðferð ásamt Víkingameðferð fyrir karla, opnun ungmennadeildar á Vogi ásamt því að hafa hrundið af stað sálfræðimeðferð fyrir börn alkóhólista á göngudeild SÁÁ í Efstaleiti. Umræðan frá því að Valgerður núverandi framkvæmdastjóri lækninga á Vogi, sagði upp störfum og dró það síðar tilbaka hefur að stórum hluta snúist um fækkun starfsfólks vegna fjárskorts. Framkvæmdastjórn samtakanna sá ekki annan kost nú í vor en að fækka starfsfólki vegna þess. Einar Hermannsson var meðal þeirra stjórnarmanna sem tóku þá ákvörðum sem að sjálfsögðu hefur verið þeim öllum þungbær. Meðal annarra starfsmanna var þremur sálfræðingum sem ráðnir voru til starfa fyrir samtökin í stjórnatíð Þórarins, sagt upp störfum. Látið hefur verið í veðri vaka að þetta sé stefna Þórarins og stuðningsfólks hans, það er alrangt. Sálfræðingum SÁÁ hefur verið greitt laun af sjálsaflafé samtakanna frá þeim tíma sem þeir voru ráðnir til starfa þar sem ríkið hefur ekki gert með þeim þjónustusamninga. Núna þremur árum eftir að Þórarinn lét af störfum er það fé ekki nægilegt til að halda úti fullri starfsemi með óbreyttum hætti. Það er ekkert nýtt í starfsemi SÁÁ að það sé erfitt að afla fjár fyrir rekstri samtakanna það virðist mörgum gleymt að það gekk oft á tíðum með ólíkindum vel í fyrri stjórnartíð Þórarins. Starfsmönnum fjölgaði jafnt og þétt þar á meðal sálfræðingum, samfara vaxandi þjónustu og stuttum biðlistum. Hlutverk stjórnarformanns innan SÁÁ og ásetningur Þórarins Tyrfingssonar með þvi að sækjast eftir sæti stjórnarformanns er fyrst og síðast til þess að koma á einingu innan stjórnar samtakanna, tryggja rekstrarlegan grundvöll þeirra, nýta sína krafta, þekkingu og reynslu til að tryggja að samtökin verði áfram í eigu okkar fólksins í landinu en með þeim hætti er hægt að una yfirstjórn og lykilstarfsmönnum Vogs að vinna af heilum hug að þvi að tryggja gott starfsumhverfi ásamt því að tryggja að meðferð alkóhólista verði áfram sú besta sem völ er á á hverjum tíma. Afar mikilvægt er að við sem munum ganga til kosninga þann 30. júní næstkomandi og við öll í samfélaginu áttum okkur á að með þvi að styðja og veita Þórarni Tyrfingssyni umboð okkar til stjórnarformennsku að þá erum við að tryggja áframhaldandi starfsemi SÁÁ. Að lokum verð ég að segja að það er auðvitað algjörlega fráleitt eins og haldið hefur verið fram á samfélagsmiðlum síðustu daga að fyrrum formaður og lækningaforstjóri, Þórarinn Tyrfingsson bjóði krafta sína fram við að leysa alvarlegan stjórnunar og fjárhagsvanda sem komið hefur upp í hans fjarveru séu á einhvern hátt byggð á annarlegum hvötum og muni eyðileggja samtökin. Að halda því fram að lélegur starfsmórall í fyrirtækinu í dag séu honum að kenna er barnalegt. Sú staðreynd að millistjórnendur beiti offorsi og hrottaskap til að koma í veg fyrir að hann geti leyst vandann bendir til að eitthvað sé mjög bogið við það starf sem unnið hefur verið í hans fjarveru. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og meðlimur SÁÁ.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun