Áhætta fylgdi ósamþykktum breytingum á húsinu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. júní 2020 19:31 Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna brunans á Bræðraborgarstíg. Eldurinn sem talinn er vera af mannavöldum kom upp í kringum vistarverur hans í húsinu. Þrír létust og fjórir slösuðust í brunanum. Óljóst er hversu margir voru í húsinu öllu þegar eldurinn kom upp um klukkan þrjú í gær. Sex voru á efstu hæð hússins og komust fjórir þeirra út undan eldhafinu, sumir við illan leik. Tveir voru úrskurðaðir látnir á vettvangi og einn á gjörgæslu en viðkomandi féll út um glugga á þriðju hæð samkvæmt heimildum fréttastofu. Fjórir voru fluttir á slysadeild og enn liggja tveir inni. Annar þeirra á gjörgæslu. Húsið er gjörónýtt og verður það rifið að lokinni rannsókn lögreglu. Eftirlitsmenn frá Húsnæðis- og mannvirkastofnun eru meðal þeirra sem skoðuðu vettvanginn í dag. Rannsókn þeirra beinist meðal annars að aðstæðum í húsinu. „Það lítur út fyrir að gerðar hafi verið breytingar á húsinu frá síðustu samþykktu teikningum. Að þarna hafi búið fleiri í húsinu, það er búið að stúka af fleiri herbergi og slíkt," segir Davíð S. Snorrasson, forstöðumaður brunamála hjá HMS. Davíð S. Snorrason, forstöðumaður brunamála hjá HMS.visir/Baldur Ein flóttaleið Líkt og á fleiri eldri húsum var einungis ein flóttaleið til staðar. Davíð segir þessar ósamþykktu breytingar auka áhættu með tilliti til brunavarna. Heimilt er að loka húsnæði við þessar aðstæður. „Það er náttúrulega breytt forsenda á notkun íbúðarinnar og það búa þarna fleiri en annars. Það hefur áhrif á áhættuna." Húsið er í eigu félagsins HD verk og ekki hefur náðst í eiganda þess í dag. Yfir sjötíu manns eru skráðir þar til lögheimils. Talið er að flestir þeirra séu erlent verkafólk og hefur ASÍ krafist þes að málið verði rannsakað ítarlega. Að sögn lögmanns félagsins er um harmleik að ræða. Hann segir fyrirtækið fasteignafélag sem ekki hafi tengsl við starfsmannaleigu. Rauði krossinn útvegaði átta íbúum sem ekki áttu í önnur hús að venda gistingu í nótt og mun þeim bjóðast annað úrræði á næstunni. Til stendur að kalla félagsmálaráðherra fyrir velferðarnefnd eftir helgi til að fara yfir stöðu þeirra aðgerða sem áttu að tryggja aðbúnað verkafólks sem dvelur í húsnæði á vegum atvinnurekanda. Samkvæmt síðasta ársreikning HD verks eru fjögur önnur hús í eigu félagsins. Þar á meðal Dalvegur 24 sem slökkvilið gerði tillögu um að yrði lokað fyrr í mánuðinum þar sem íbúðir voru þar í leigu í óleyfi og brunavarnir mjög slæmar. Þrír voru handteknir vegna brunans. Tveimur var sleppt að lokinni skýrslutöku en einn sem var handtekinn við rússneska sendiráðið hefur verið úrskurður í gæsluvarðhald. Hann var íbúi í húsinu og talið er að hann hafi valdið eldsvoðanum sem kom upp við vistarverur hans í húsinu að sögn lögreglu. Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Lögreglumál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna brunans á Bræðraborgarstíg. Eldurinn sem talinn er vera af mannavöldum kom upp í kringum vistarverur hans í húsinu. Þrír létust og fjórir slösuðust í brunanum. Óljóst er hversu margir voru í húsinu öllu þegar eldurinn kom upp um klukkan þrjú í gær. Sex voru á efstu hæð hússins og komust fjórir þeirra út undan eldhafinu, sumir við illan leik. Tveir voru úrskurðaðir látnir á vettvangi og einn á gjörgæslu en viðkomandi féll út um glugga á þriðju hæð samkvæmt heimildum fréttastofu. Fjórir voru fluttir á slysadeild og enn liggja tveir inni. Annar þeirra á gjörgæslu. Húsið er gjörónýtt og verður það rifið að lokinni rannsókn lögreglu. Eftirlitsmenn frá Húsnæðis- og mannvirkastofnun eru meðal þeirra sem skoðuðu vettvanginn í dag. Rannsókn þeirra beinist meðal annars að aðstæðum í húsinu. „Það lítur út fyrir að gerðar hafi verið breytingar á húsinu frá síðustu samþykktu teikningum. Að þarna hafi búið fleiri í húsinu, það er búið að stúka af fleiri herbergi og slíkt," segir Davíð S. Snorrasson, forstöðumaður brunamála hjá HMS. Davíð S. Snorrason, forstöðumaður brunamála hjá HMS.visir/Baldur Ein flóttaleið Líkt og á fleiri eldri húsum var einungis ein flóttaleið til staðar. Davíð segir þessar ósamþykktu breytingar auka áhættu með tilliti til brunavarna. Heimilt er að loka húsnæði við þessar aðstæður. „Það er náttúrulega breytt forsenda á notkun íbúðarinnar og það búa þarna fleiri en annars. Það hefur áhrif á áhættuna." Húsið er í eigu félagsins HD verk og ekki hefur náðst í eiganda þess í dag. Yfir sjötíu manns eru skráðir þar til lögheimils. Talið er að flestir þeirra séu erlent verkafólk og hefur ASÍ krafist þes að málið verði rannsakað ítarlega. Að sögn lögmanns félagsins er um harmleik að ræða. Hann segir fyrirtækið fasteignafélag sem ekki hafi tengsl við starfsmannaleigu. Rauði krossinn útvegaði átta íbúum sem ekki áttu í önnur hús að venda gistingu í nótt og mun þeim bjóðast annað úrræði á næstunni. Til stendur að kalla félagsmálaráðherra fyrir velferðarnefnd eftir helgi til að fara yfir stöðu þeirra aðgerða sem áttu að tryggja aðbúnað verkafólks sem dvelur í húsnæði á vegum atvinnurekanda. Samkvæmt síðasta ársreikning HD verks eru fjögur önnur hús í eigu félagsins. Þar á meðal Dalvegur 24 sem slökkvilið gerði tillögu um að yrði lokað fyrr í mánuðinum þar sem íbúðir voru þar í leigu í óleyfi og brunavarnir mjög slæmar. Þrír voru handteknir vegna brunans. Tveimur var sleppt að lokinni skýrslutöku en einn sem var handtekinn við rússneska sendiráðið hefur verið úrskurður í gæsluvarðhald. Hann var íbúi í húsinu og talið er að hann hafi valdið eldsvoðanum sem kom upp við vistarverur hans í húsinu að sögn lögreglu.
Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Lögreglumál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira