Stöðva framleiðslu hjá PCC-Bakka tímabundið og segja upp stórum hluta starfsfólks Sylvía Hall skrifar 25. júní 2020 15:39 Fyrirtækið mun þurfa að segja starfsmönnum upp en stefnt er að því að endurráða þá þegar framleiðsla hefst á ný. Vísir/vilhelm Ákvörðun hefur verið tekin um að stöðva framleiðslu hjá PCC-Bakka tímabundið vegna neikvæðra áhrifa kórónuveirufaraldursins á heimsmarkað með kísilmálm. Faraldurinn er sagður hafa haft verulega neikvæð áhrif á verð og eftirspurn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá PCC þar sem kemur jafnframt fram að þetta séu tímabundnar aðgerðir þar til markaðurinn nær sér aftur á strik. Starfsmannafundur stendur nú yfir en hann hófst klukkan 15. Slökkt verður á báðum ofnum verksmiðjunnar í lok júlí og hafa starfsmenn og trúnaðarmenn þeirra verið upplýstir um þessa stöðu. Ljóst er að uppsagnir verða vegna framleiðslustöðvunarinnar en félagið stefnir á að endurráða starfsfólkið þegar framleiðsla fer af stað á ný. Félagið er sagt hafa leitað allra leiða til þess að halda framleiðslunni gangandi undanfarið en of mikil óvissa sé í heimshagkerfinu til þess að halda áfram. Því þurfi að grípa til þessara úrræða. „Það var erfitt að taka þessa ákvörðun og hefðum við fundið raunhæfa leið til að forðast uppsagnir hefðum við farið hana. Ég er hins vegar viss um að heimsmarkaðurinn muni taka við sér að nýju. Þegar það gerist munum við setja uppgerða verksmiðjuna aftur í gang og ráða aftur eins mikið af fólkinu okkar og við getum,“ er haft eftir Rúnari Sigurpálssyni í fréttatilkynningu. Í tilkynningunni segir að þessi tími verði nýttur í viðhald og endurbætur á hreinsivirki verksmiðjunnar og er stefnt að því að ljúka viðhalds- og endurbótavinnu í ágústlok. Hluti þaksins verður fjarlægður og nýjum tækjabúnaði komið fyrir. Norðurþing Vinnumarkaður Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Rafmagnslaust víða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Fleiri fréttir Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagnslaust víða á höfuðborgarsvæðinu Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ Sjá meira
Ákvörðun hefur verið tekin um að stöðva framleiðslu hjá PCC-Bakka tímabundið vegna neikvæðra áhrifa kórónuveirufaraldursins á heimsmarkað með kísilmálm. Faraldurinn er sagður hafa haft verulega neikvæð áhrif á verð og eftirspurn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá PCC þar sem kemur jafnframt fram að þetta séu tímabundnar aðgerðir þar til markaðurinn nær sér aftur á strik. Starfsmannafundur stendur nú yfir en hann hófst klukkan 15. Slökkt verður á báðum ofnum verksmiðjunnar í lok júlí og hafa starfsmenn og trúnaðarmenn þeirra verið upplýstir um þessa stöðu. Ljóst er að uppsagnir verða vegna framleiðslustöðvunarinnar en félagið stefnir á að endurráða starfsfólkið þegar framleiðsla fer af stað á ný. Félagið er sagt hafa leitað allra leiða til þess að halda framleiðslunni gangandi undanfarið en of mikil óvissa sé í heimshagkerfinu til þess að halda áfram. Því þurfi að grípa til þessara úrræða. „Það var erfitt að taka þessa ákvörðun og hefðum við fundið raunhæfa leið til að forðast uppsagnir hefðum við farið hana. Ég er hins vegar viss um að heimsmarkaðurinn muni taka við sér að nýju. Þegar það gerist munum við setja uppgerða verksmiðjuna aftur í gang og ráða aftur eins mikið af fólkinu okkar og við getum,“ er haft eftir Rúnari Sigurpálssyni í fréttatilkynningu. Í tilkynningunni segir að þessi tími verði nýttur í viðhald og endurbætur á hreinsivirki verksmiðjunnar og er stefnt að því að ljúka viðhalds- og endurbótavinnu í ágústlok. Hluti þaksins verður fjarlægður og nýjum tækjabúnaði komið fyrir.
Norðurþing Vinnumarkaður Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Rafmagnslaust víða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Fleiri fréttir Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagnslaust víða á höfuðborgarsvæðinu Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ Sjá meira