Dáist að staðfestu Bandaríkjaforseta Andri Eysteinsson skrifar 24. júní 2020 22:56 Guðmundur Franklín segist ekki fara í manngreiningarálit. Vísir/Vilhelm „Ég dáist að því að hann hefur staðið við kosningaloforðin sín,“ sagði Guðmundur Franklín Jónsson, forsetaframbjóðandi spurður út í meinta aðdáun sína á Bandaríkjaforseta, Donald Trump í umræðuþætti Ríkisútvarpsins vegna forsetakosninganna sem fram fara á laugardaginn. „Ég dáist að staðfestu Trump, ég dáist að honum fyrir það hvernig hann hefur tekið á efnahagslífinu í Bandaríkjunum. Mér er alveg saman hvernig greiðslu hann er með, alveg sama hvernig hann er á litinn,“ sagði Guðmundur og bætti við að hann horfði ekki í manninn heldur það sem hann geri. Guðmundur sagði þá að siðferðismál, hvernig forsetinn tali komi fram og hvernig hann tali við fólk trufli sig ekkert. „Ég horfi bara eingöngu á það sem hann gerir.“ Þá var Guðmundur spurður út í samstarfsaðila hans af Einari Þorsteinssyni spyrli. Spurði Einar þá út í samstarfsmenn og eftirmenn Guðmundar sem hafa kennt sig við Frelsisflokkinn og Íslensku þjóðfylkinguna og hafna fjölmenningarsamfélaginu. „Þetta eru eflaust ágætismenn og ég þekki þá bara að einu góðu. Þeir sem þekkja mig vita að þetta á ekki við um mig eða neinn minna vina. Ég er búinn að starfa erlendis í mörg ár og hef ráðið hundruð starfsmanna hvaðan sem er úr heiminum. Ég fer aldrei í manngreinarálit og menn í mínum huga eru litlausir,“ sagði Guðmundur áður en Einar spurði frekar út í tengslin og hvort mennirnir sem um ræðir myndu verða Guðmundi til ráðgjafar fari svo að hann nái kjöri. „Það er fullt af fólki í kringum mig og ég get ekki valið úr, ég fer ekki í manngreiningarálit,“ sagði Guðmundur áður en Einar skaut inn í að hann hafi valið að starfa með þessum mönnum. „Ég valdi þá ekki sérstaklega, þeir komu til mín. Ég tek öllum opnum örmum, sama hvað hann heitir og hvaðan hann er, svo framarlega hann er heiðarlegur,“ sagði Guðmundur sem sagðist telja að kosningarnar færu 53%-47% honum í hag áður enn hann sagðist myndu eyða næstu dögum í undirbúning fyrir flutninginn á Bessastaði. Forsetakosningar 2020 Forseti Íslands Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira
„Ég dáist að því að hann hefur staðið við kosningaloforðin sín,“ sagði Guðmundur Franklín Jónsson, forsetaframbjóðandi spurður út í meinta aðdáun sína á Bandaríkjaforseta, Donald Trump í umræðuþætti Ríkisútvarpsins vegna forsetakosninganna sem fram fara á laugardaginn. „Ég dáist að staðfestu Trump, ég dáist að honum fyrir það hvernig hann hefur tekið á efnahagslífinu í Bandaríkjunum. Mér er alveg saman hvernig greiðslu hann er með, alveg sama hvernig hann er á litinn,“ sagði Guðmundur og bætti við að hann horfði ekki í manninn heldur það sem hann geri. Guðmundur sagði þá að siðferðismál, hvernig forsetinn tali komi fram og hvernig hann tali við fólk trufli sig ekkert. „Ég horfi bara eingöngu á það sem hann gerir.“ Þá var Guðmundur spurður út í samstarfsaðila hans af Einari Þorsteinssyni spyrli. Spurði Einar þá út í samstarfsmenn og eftirmenn Guðmundar sem hafa kennt sig við Frelsisflokkinn og Íslensku þjóðfylkinguna og hafna fjölmenningarsamfélaginu. „Þetta eru eflaust ágætismenn og ég þekki þá bara að einu góðu. Þeir sem þekkja mig vita að þetta á ekki við um mig eða neinn minna vina. Ég er búinn að starfa erlendis í mörg ár og hef ráðið hundruð starfsmanna hvaðan sem er úr heiminum. Ég fer aldrei í manngreinarálit og menn í mínum huga eru litlausir,“ sagði Guðmundur áður en Einar spurði frekar út í tengslin og hvort mennirnir sem um ræðir myndu verða Guðmundi til ráðgjafar fari svo að hann nái kjöri. „Það er fullt af fólki í kringum mig og ég get ekki valið úr, ég fer ekki í manngreiningarálit,“ sagði Guðmundur áður en Einar skaut inn í að hann hafi valið að starfa með þessum mönnum. „Ég valdi þá ekki sérstaklega, þeir komu til mín. Ég tek öllum opnum örmum, sama hvað hann heitir og hvaðan hann er, svo framarlega hann er heiðarlegur,“ sagði Guðmundur sem sagðist telja að kosningarnar færu 53%-47% honum í hag áður enn hann sagðist myndu eyða næstu dögum í undirbúning fyrir flutninginn á Bessastaði.
Forsetakosningar 2020 Forseti Íslands Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira