Samstarf Þórs og Coolbet ekki nýtt af nálinni Sindri Sverrisson skrifar 24. júní 2020 12:25 Þjálfari og leikmenn Þórs mættu í viðtöl með derhúfur merktar Coolbet og fyrirtækið auglýsti á árskortum á heimaleiki liðsins. Samsett mynd/fótbolti.net/vísir Samstarf Þórs og Coolbet hófst ekki með því að leikmenn og þjálfari karlaliðs félagsins í fótbolta klæddust derhúfu með merki veðmálafyrirtækisins í myndbandsviðtölum á föstudaginn. Yfirlýsing knattspyrnudeildar félagsins frá því í gær heldur ekki vatni. Fyrir keppnistímabilið í ár seldu Þórsarar líkt og önnur félög árskort á heimaleiki til sinna stuðningsmanna. Árskort Þórs voru vandlega merkt Coolbet, fyrirtækinu sem Þórsarar segjast í yfirlýsingu engan samning hafa gert við né þegið neinar greiðslur frá. Mynd af árskortinu má sjá hér að ofan. Yfirlýsing knattspyrnudeildar Þórs: Stjórn knattspyrnudeildar Þórs harmar það atvik sem átti sér stað að loknum leik Þórs og Grindavíkur í 1. umferð Lengjudeildarinnar sl. föstudag 19. júní, þegar leikmenn og þjálfarar liðsins komu í viðtal eftir leik með húfu með vörumerki fyritækisins Coolbet. Félagið harmar þetta atvik og tekur fulla ábyrgð í málinu. Engin samningur hefur verið gerður við umrætt fyrirtæki né mun vera gerður og Þór hefur ekki og mun ekki þiggja neinar greiðslur frá þeim. Við viljum biðjast velvirðingar á þessum mistökum okkar og munum leggja okkur fram við að vanda vinnubrögð okkar í framtíðinni Ef taka ætti yfirlýsingu Þórs trúanlega myndi sú spurning vakna hvers vegna knattspyrnudeild félagsins sé svo áfjáð í að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki sem raun ber vitni. Hvorki þeirri spurningu né öðrum varðandi málið virðist hins vegar nokkur af forkólfum Þórs vilja svara. Formaður knattspyrnudeildar, Óðinn Svan Óðinsson, svaraði símtali á mánudagsmorgun og sagði Þórsara þá vilja funda um málið áður en þeir tjáðu sig. Ekki hefur náðst í hann síðan þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Íþróttafulltrúi Þórs, Jón Stefán Jónsson, vísaði í dag á Reimar Helgason framkvæmdastjóra félagsins sem sagði við Vísi að um mál knattspyrnudeildar væri að ræða og vildi ekki tjá sig. Framkvæmdastjóri KSÍ vísaði, án þess að vita af auglýsingunum á árskortum Þórs, derhúfumálinu svokallaða til aga- og úrskurðarnefndar á þeim forsendum að það gæti hafa skaðað ímynd knattspyrnunnar. Nefndinni er heimilt að sekta félög um 50-100 þúsund krónur og úrskurða menn í leikbönn. Ólöglegt er að auglýsa veðmálafyrirtæki á Íslandi nema þau sem njóta sérstakra undanþága. Slíkt lögbrot varðar sektum eða fangelsi í allt að sex mánuði. Þór Akureyri Akureyri Fjárhættuspil Íslenski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Knattspyrnudeild Þórs hefur loks tjáð sig um veðmáladerhúfuna | Segjast ekki hafa fengið borgað Knattspyrnudeild Þórs hefur loks tjáð sig um atvikið eftir leik liðsins gegn Grindavík í Lengjudeildinni þar sem leikmenn og þjálfarar auglýstu vísvitandi erlent veðmálafyrirtæki. 23. júní 2020 17:55 Lögbrot sem varðað getur hálfs árs fangelsi - Mál Þórsara til aganefndar Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, hefur vísað til aga- og úskurðarnefndar máli Þórsara á Akureyri sem auglýstu erlent veðmálafyrirtæki í viðtölum. Um lögbrot er að ræða sem varðað getur sektum eða allt að hálfs árs fangelsi. 23. júní 2020 15:15 ÍTF fordæmir hegðun Þórsara - Málið til skoðunar hjá KSÍ „Mér finnst þetta fyrst og fremst óheppilegt að öllu leyti, því þarna er bara verið að brjóta landslög,“ segir Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri Íslensks toppfótbolta, um það að Þórsarar skyldu auglýsa erlenda veðmálasíðu eftir fyrsta leik sinn í Lengjudeildinni í sumar. 22. júní 2020 12:34 Þórsarar auglýstu erlenda veðmálasíðu Þjálfari og leikmenn Þórs á Akureyri auglýstu erlenda veðmálasíðu í viðtölum eftir að þeir unnu 2-1 sigur á Grindavík í fyrsta leik í 1. deildinni í fótbolta, sem í sumar heitir Lengjudeildin vegna samnings við Íslenskar getraunir. 20. júní 2020 09:17 Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Enski boltinn Fleiri fréttir Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Sjá meira
Samstarf Þórs og Coolbet hófst ekki með því að leikmenn og þjálfari karlaliðs félagsins í fótbolta klæddust derhúfu með merki veðmálafyrirtækisins í myndbandsviðtölum á föstudaginn. Yfirlýsing knattspyrnudeildar félagsins frá því í gær heldur ekki vatni. Fyrir keppnistímabilið í ár seldu Þórsarar líkt og önnur félög árskort á heimaleiki til sinna stuðningsmanna. Árskort Þórs voru vandlega merkt Coolbet, fyrirtækinu sem Þórsarar segjast í yfirlýsingu engan samning hafa gert við né þegið neinar greiðslur frá. Mynd af árskortinu má sjá hér að ofan. Yfirlýsing knattspyrnudeildar Þórs: Stjórn knattspyrnudeildar Þórs harmar það atvik sem átti sér stað að loknum leik Þórs og Grindavíkur í 1. umferð Lengjudeildarinnar sl. föstudag 19. júní, þegar leikmenn og þjálfarar liðsins komu í viðtal eftir leik með húfu með vörumerki fyritækisins Coolbet. Félagið harmar þetta atvik og tekur fulla ábyrgð í málinu. Engin samningur hefur verið gerður við umrætt fyrirtæki né mun vera gerður og Þór hefur ekki og mun ekki þiggja neinar greiðslur frá þeim. Við viljum biðjast velvirðingar á þessum mistökum okkar og munum leggja okkur fram við að vanda vinnubrögð okkar í framtíðinni Ef taka ætti yfirlýsingu Þórs trúanlega myndi sú spurning vakna hvers vegna knattspyrnudeild félagsins sé svo áfjáð í að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki sem raun ber vitni. Hvorki þeirri spurningu né öðrum varðandi málið virðist hins vegar nokkur af forkólfum Þórs vilja svara. Formaður knattspyrnudeildar, Óðinn Svan Óðinsson, svaraði símtali á mánudagsmorgun og sagði Þórsara þá vilja funda um málið áður en þeir tjáðu sig. Ekki hefur náðst í hann síðan þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Íþróttafulltrúi Þórs, Jón Stefán Jónsson, vísaði í dag á Reimar Helgason framkvæmdastjóra félagsins sem sagði við Vísi að um mál knattspyrnudeildar væri að ræða og vildi ekki tjá sig. Framkvæmdastjóri KSÍ vísaði, án þess að vita af auglýsingunum á árskortum Þórs, derhúfumálinu svokallaða til aga- og úrskurðarnefndar á þeim forsendum að það gæti hafa skaðað ímynd knattspyrnunnar. Nefndinni er heimilt að sekta félög um 50-100 þúsund krónur og úrskurða menn í leikbönn. Ólöglegt er að auglýsa veðmálafyrirtæki á Íslandi nema þau sem njóta sérstakra undanþága. Slíkt lögbrot varðar sektum eða fangelsi í allt að sex mánuði.
Yfirlýsing knattspyrnudeildar Þórs: Stjórn knattspyrnudeildar Þórs harmar það atvik sem átti sér stað að loknum leik Þórs og Grindavíkur í 1. umferð Lengjudeildarinnar sl. föstudag 19. júní, þegar leikmenn og þjálfarar liðsins komu í viðtal eftir leik með húfu með vörumerki fyritækisins Coolbet. Félagið harmar þetta atvik og tekur fulla ábyrgð í málinu. Engin samningur hefur verið gerður við umrætt fyrirtæki né mun vera gerður og Þór hefur ekki og mun ekki þiggja neinar greiðslur frá þeim. Við viljum biðjast velvirðingar á þessum mistökum okkar og munum leggja okkur fram við að vanda vinnubrögð okkar í framtíðinni
Þór Akureyri Akureyri Fjárhættuspil Íslenski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Knattspyrnudeild Þórs hefur loks tjáð sig um veðmáladerhúfuna | Segjast ekki hafa fengið borgað Knattspyrnudeild Þórs hefur loks tjáð sig um atvikið eftir leik liðsins gegn Grindavík í Lengjudeildinni þar sem leikmenn og þjálfarar auglýstu vísvitandi erlent veðmálafyrirtæki. 23. júní 2020 17:55 Lögbrot sem varðað getur hálfs árs fangelsi - Mál Þórsara til aganefndar Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, hefur vísað til aga- og úskurðarnefndar máli Þórsara á Akureyri sem auglýstu erlent veðmálafyrirtæki í viðtölum. Um lögbrot er að ræða sem varðað getur sektum eða allt að hálfs árs fangelsi. 23. júní 2020 15:15 ÍTF fordæmir hegðun Þórsara - Málið til skoðunar hjá KSÍ „Mér finnst þetta fyrst og fremst óheppilegt að öllu leyti, því þarna er bara verið að brjóta landslög,“ segir Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri Íslensks toppfótbolta, um það að Þórsarar skyldu auglýsa erlenda veðmálasíðu eftir fyrsta leik sinn í Lengjudeildinni í sumar. 22. júní 2020 12:34 Þórsarar auglýstu erlenda veðmálasíðu Þjálfari og leikmenn Þórs á Akureyri auglýstu erlenda veðmálasíðu í viðtölum eftir að þeir unnu 2-1 sigur á Grindavík í fyrsta leik í 1. deildinni í fótbolta, sem í sumar heitir Lengjudeildin vegna samnings við Íslenskar getraunir. 20. júní 2020 09:17 Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Enski boltinn Fleiri fréttir Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Sjá meira
Knattspyrnudeild Þórs hefur loks tjáð sig um veðmáladerhúfuna | Segjast ekki hafa fengið borgað Knattspyrnudeild Þórs hefur loks tjáð sig um atvikið eftir leik liðsins gegn Grindavík í Lengjudeildinni þar sem leikmenn og þjálfarar auglýstu vísvitandi erlent veðmálafyrirtæki. 23. júní 2020 17:55
Lögbrot sem varðað getur hálfs árs fangelsi - Mál Þórsara til aganefndar Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, hefur vísað til aga- og úskurðarnefndar máli Þórsara á Akureyri sem auglýstu erlent veðmálafyrirtæki í viðtölum. Um lögbrot er að ræða sem varðað getur sektum eða allt að hálfs árs fangelsi. 23. júní 2020 15:15
ÍTF fordæmir hegðun Þórsara - Málið til skoðunar hjá KSÍ „Mér finnst þetta fyrst og fremst óheppilegt að öllu leyti, því þarna er bara verið að brjóta landslög,“ segir Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri Íslensks toppfótbolta, um það að Þórsarar skyldu auglýsa erlenda veðmálasíðu eftir fyrsta leik sinn í Lengjudeildinni í sumar. 22. júní 2020 12:34
Þórsarar auglýstu erlenda veðmálasíðu Þjálfari og leikmenn Þórs á Akureyri auglýstu erlenda veðmálasíðu í viðtölum eftir að þeir unnu 2-1 sigur á Grindavík í fyrsta leik í 1. deildinni í fótbolta, sem í sumar heitir Lengjudeildin vegna samnings við Íslenskar getraunir. 20. júní 2020 09:17