Leggja til matarvagn í anda ísbílsins til að sporna við matarsóun Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. júní 2020 14:08 Lagt er til að sett verði markmið þess efnis að draga úr hvers kyns matarsóun um helming fyrir árið 2030. Vísir/Vilhelm Starfshópur um aðgerðir gegn matarsóun setur fram 24 aðgerðir til að draga úr matarsóun um helming fyrir árið 2030 í nýrri skýrslu. Á meðal þeirra aðgerða sem lagt er til að ráðist verði í er umbun af hálfu stjórnvalda fyrir matargjafir og sérstakan matarvagn sem byði upp á mat sem annars væri sóað. Fjórtán aðgerðanna eru á ábyrgð stjórnvalda og tíu eru á ábyrgð atvinnulífsins. Auk tillagna um að sett verði markmið um að draga úr hvers kyns matarsóun um helming fyrir árið 2030 er lagt til að segja markmið um 30% samdrátt fyrir árið 2025. Á meðal þess sem lagt er til að gert verði er að innleiða hagræna hvata sem dragi úr matarsóun, til að mynda að gripið verði til gjaldheimtu fyrir meðhöndlun úrgangs. Þannig verði hin svokallaða „borgaðu þegar þú hendir“-aðferð innleidd við slíka gjaldheimtu. „Aðferðin snýst um að tengja magn og tegund úrgangs við kostnað úrgangshafa. Annars vegar er hægt að miða gjaldheimtuna við rúmmál, þ.e. fjölda og/eða stærð íláta og/eða losunartíðni og hins vegar við þyngd úrgangsins,“ segir í skýrslunni. Miðað er við að þetta komi til framkvæmdar á næsta ári. Umbun og matarvagn Þá er einnig lagt til að stjórnvöld innleiði umbun fyrir fyrirtæki sem gefa mat frekar en henda honum. „Ákjósanlegt er að slíkt kerfi væri auðvelt og einfalt í framkvæmd. Nefnd eru sem dæmi um mögulegar útfærslur s.s. afslættir af opinberum gjöldum eða sköttum. Fordæmi fyrir slíkum ívilnunum má finna í Noregi.“ Lagt er til að vinna verði hafin við innleiðingu slíks kerfis á næsta ári. Einnig er lagt til að komið verði á fót matarvagni sem keyri á milli hverfa „eins og ísbíllinn“, líkt og segir í skýrslunni. Þessi matarvagn myndi selja mat, til dæmis samlokur, súpur og djús sem annars yrði sóað. „Með þessu er hægt að halda verðinu niðri og bjóða upp á góðan og hollan mat á viðráðanlegu verði. Boðið verði upp á að þeir sem ekki geti greitt fyrir matinn fái hann ókeypis. Bíllinn þarf að vera flottur og byggt verði upp vörumerki sem allir vilja versla við. Fyrirtæki sem taka þátt í samfélagslegri-, lýðheilsu- og umhverfisábyrgð. Með þessu færum við matinn til fólksins. Fjöldi fyrirmynda er til í heiminum og er menning fyrir matarvögnum á Íslandi.“ Skýrslan verður í almennri kynningu í samráðsgátt stjórnvalda til 31. júlí næstkomandi. Starfshópurinn hefur jafnframt þegar skilað Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfis- og auðlindaráðherra tillögum sínum. Skýrsluna má nálgast í heild hér og allar 24 aðgerðirnar eru útlistaðar hér fyrir neðan. Matur Umhverfismál Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Starfshópur um aðgerðir gegn matarsóun setur fram 24 aðgerðir til að draga úr matarsóun um helming fyrir árið 2030 í nýrri skýrslu. Á meðal þeirra aðgerða sem lagt er til að ráðist verði í er umbun af hálfu stjórnvalda fyrir matargjafir og sérstakan matarvagn sem byði upp á mat sem annars væri sóað. Fjórtán aðgerðanna eru á ábyrgð stjórnvalda og tíu eru á ábyrgð atvinnulífsins. Auk tillagna um að sett verði markmið um að draga úr hvers kyns matarsóun um helming fyrir árið 2030 er lagt til að segja markmið um 30% samdrátt fyrir árið 2025. Á meðal þess sem lagt er til að gert verði er að innleiða hagræna hvata sem dragi úr matarsóun, til að mynda að gripið verði til gjaldheimtu fyrir meðhöndlun úrgangs. Þannig verði hin svokallaða „borgaðu þegar þú hendir“-aðferð innleidd við slíka gjaldheimtu. „Aðferðin snýst um að tengja magn og tegund úrgangs við kostnað úrgangshafa. Annars vegar er hægt að miða gjaldheimtuna við rúmmál, þ.e. fjölda og/eða stærð íláta og/eða losunartíðni og hins vegar við þyngd úrgangsins,“ segir í skýrslunni. Miðað er við að þetta komi til framkvæmdar á næsta ári. Umbun og matarvagn Þá er einnig lagt til að stjórnvöld innleiði umbun fyrir fyrirtæki sem gefa mat frekar en henda honum. „Ákjósanlegt er að slíkt kerfi væri auðvelt og einfalt í framkvæmd. Nefnd eru sem dæmi um mögulegar útfærslur s.s. afslættir af opinberum gjöldum eða sköttum. Fordæmi fyrir slíkum ívilnunum má finna í Noregi.“ Lagt er til að vinna verði hafin við innleiðingu slíks kerfis á næsta ári. Einnig er lagt til að komið verði á fót matarvagni sem keyri á milli hverfa „eins og ísbíllinn“, líkt og segir í skýrslunni. Þessi matarvagn myndi selja mat, til dæmis samlokur, súpur og djús sem annars yrði sóað. „Með þessu er hægt að halda verðinu niðri og bjóða upp á góðan og hollan mat á viðráðanlegu verði. Boðið verði upp á að þeir sem ekki geti greitt fyrir matinn fái hann ókeypis. Bíllinn þarf að vera flottur og byggt verði upp vörumerki sem allir vilja versla við. Fyrirtæki sem taka þátt í samfélagslegri-, lýðheilsu- og umhverfisábyrgð. Með þessu færum við matinn til fólksins. Fjöldi fyrirmynda er til í heiminum og er menning fyrir matarvögnum á Íslandi.“ Skýrslan verður í almennri kynningu í samráðsgátt stjórnvalda til 31. júlí næstkomandi. Starfshópurinn hefur jafnframt þegar skilað Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfis- og auðlindaráðherra tillögum sínum. Skýrsluna má nálgast í heild hér og allar 24 aðgerðirnar eru útlistaðar hér fyrir neðan.
Matur Umhverfismál Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira