Pogba vill ólmur bæta upp fyrir tímann án fótbolta Sindri Sverrisson skrifar 20. júní 2020 11:30 Paul Pogba heilsar upp á landa sinn Moussa Sissoko eftir jafntefli Man. Utd og Tottenham í gær. Allir leikmenn báru áletrunina Black Lives Matter aftan á treyjum sínum til stuðnings þeirri réttindabaráttu. VÍSIR/GETTY Franski miðjumaðurinn Paul Pogba átti góða innkomu inn í lið Manchester United í gær þegar hann lék sinn fyrsta leik síðan um jólin. Pogba kom inn á sem varamaður og nældi í vítaspyrnu í 1-1 jafntefli United við Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Hann kom inn á sem varamaður í tveimur leikjum um jólin en hefur annars ekki spilað fyrir United síðan í desember, vegna meiðsla. „Pogba er stórkostlegur leikmaður og loksins orðinn heill heilsu,“ sagði Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, við BBC. Sautján af átján sendingum Pogba í leiknum í gær heppnuðust, hann vann boltann fjórum sinnum af Tottenham-mönnum og sólaði framhjá þeim í bæði skiptin sem hann reyndi það. „Það er frábært að sjá hann aftur sýna hæfileikana sína og hann lagði mikið af mörkum með því að ná í vítaspyrnuna. Hann hefur átt skelfilegt meiðslatímabil og er staðráðinn í að bæta upp fyrir tímann án fótbolta. Paul hefur alltaf viljað spila. Hann elskar fótbolta,“ sagði Solskjær. Vill byggja ofan á samstarf Pogba og Fernandes „Það hefur verið frábært að fá hann aftur til æfinga hjá okkur. Hvort sem er innan eða utan vallar þá er hann svo ákafur og ástríðufullur strákur. Það sjá svo allir hæfileikana sem hann hefur. Paul vill alltaf vera að sanna sig fyrir sjálfum sér og okkur. Hann krefst mikils af sjálfum sér og vill vera sá besti. Hann leggur hart að sér við æfingar og elskar fótbolta,“ sagði Solskjær. Paul Pogba Bruno FernandesMan Utd's new midfield duo#TOTMUN pic.twitter.com/5yRCaUvjF7— Goal (@goal) June 19, 2020 Pogba og Bruno Fernandes léku í fyrsta sinn saman í gær, en Fernandes kom til United frá Sporting Lissabon í janúar. „Þetta er samstarf sem við viljum svo sannarlega byggja á. Þeir hafa æft saman og núna hafa þeir náð hálftíma saman inni á vellinum. Við viljum auðvitað hafa okkar bestu menn inni á vellinum og hafa gott jafnvægi í liðinu,“ sagði Solskjær. Enski boltinn Tengdar fréttir Fernandes: Ekki víti fyrst að VAR segir það „Við stóðum okkur mjög vel. Þetta var erfiður leikur,“ sagði Bruno Fernandes sem skoraði úr víti fyrir Manchester United í 1-1 jafnteflinu við Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 19. júní 2020 21:44 Man. Utd tryggði sér stig úr víti en fékk ekki annað Tottenham og Manchester United gerðu 1-1 jafntefli í Lundúnum í kvöld þegar liðin hófu keppni að nýju í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. 19. júní 2020 21:10 Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Sjá meira
Franski miðjumaðurinn Paul Pogba átti góða innkomu inn í lið Manchester United í gær þegar hann lék sinn fyrsta leik síðan um jólin. Pogba kom inn á sem varamaður og nældi í vítaspyrnu í 1-1 jafntefli United við Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Hann kom inn á sem varamaður í tveimur leikjum um jólin en hefur annars ekki spilað fyrir United síðan í desember, vegna meiðsla. „Pogba er stórkostlegur leikmaður og loksins orðinn heill heilsu,“ sagði Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, við BBC. Sautján af átján sendingum Pogba í leiknum í gær heppnuðust, hann vann boltann fjórum sinnum af Tottenham-mönnum og sólaði framhjá þeim í bæði skiptin sem hann reyndi það. „Það er frábært að sjá hann aftur sýna hæfileikana sína og hann lagði mikið af mörkum með því að ná í vítaspyrnuna. Hann hefur átt skelfilegt meiðslatímabil og er staðráðinn í að bæta upp fyrir tímann án fótbolta. Paul hefur alltaf viljað spila. Hann elskar fótbolta,“ sagði Solskjær. Vill byggja ofan á samstarf Pogba og Fernandes „Það hefur verið frábært að fá hann aftur til æfinga hjá okkur. Hvort sem er innan eða utan vallar þá er hann svo ákafur og ástríðufullur strákur. Það sjá svo allir hæfileikana sem hann hefur. Paul vill alltaf vera að sanna sig fyrir sjálfum sér og okkur. Hann krefst mikils af sjálfum sér og vill vera sá besti. Hann leggur hart að sér við æfingar og elskar fótbolta,“ sagði Solskjær. Paul Pogba Bruno FernandesMan Utd's new midfield duo#TOTMUN pic.twitter.com/5yRCaUvjF7— Goal (@goal) June 19, 2020 Pogba og Bruno Fernandes léku í fyrsta sinn saman í gær, en Fernandes kom til United frá Sporting Lissabon í janúar. „Þetta er samstarf sem við viljum svo sannarlega byggja á. Þeir hafa æft saman og núna hafa þeir náð hálftíma saman inni á vellinum. Við viljum auðvitað hafa okkar bestu menn inni á vellinum og hafa gott jafnvægi í liðinu,“ sagði Solskjær.
Enski boltinn Tengdar fréttir Fernandes: Ekki víti fyrst að VAR segir það „Við stóðum okkur mjög vel. Þetta var erfiður leikur,“ sagði Bruno Fernandes sem skoraði úr víti fyrir Manchester United í 1-1 jafnteflinu við Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 19. júní 2020 21:44 Man. Utd tryggði sér stig úr víti en fékk ekki annað Tottenham og Manchester United gerðu 1-1 jafntefli í Lundúnum í kvöld þegar liðin hófu keppni að nýju í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. 19. júní 2020 21:10 Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Sjá meira
Fernandes: Ekki víti fyrst að VAR segir það „Við stóðum okkur mjög vel. Þetta var erfiður leikur,“ sagði Bruno Fernandes sem skoraði úr víti fyrir Manchester United í 1-1 jafnteflinu við Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 19. júní 2020 21:44
Man. Utd tryggði sér stig úr víti en fékk ekki annað Tottenham og Manchester United gerðu 1-1 jafntefli í Lundúnum í kvöld þegar liðin hófu keppni að nýju í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. 19. júní 2020 21:10