Mikið magn nytjamuna fellur til á hverjum degi Heimir Már Pétursson skrifar 14. júní 2020 20:13 Fækkun AirBnB-íbúða á höfuðborgarsvæðinu hefur meðal annars komið fram í auknu framboði á nýlegum notuðum húsgögnum. Þá er greinilegt að landsmenn hafa notað kórónuveirufaraldurinn til að taka til heima hjá sér. Hjá Góða hirðinum er mikið úrval húsgagna og segir Ruth að greina megi nýrri húsgögn undanfarnar vikur sem komi frá AirBnB íbúðum sem eru hættar í skammtímaleigu.Stöð 2 Mikið magn húsgagna og annarra heimilismuna fellur til á degi hverjum á Íslandi. Þegar sest er niður með Ruth Einarsdóttur, rekstrarstjóra Góða hirðisins, í einu sófasettanna þar er eins og maður sé kominn í heimsókn til frænku sinnar. En hún segir breytingu hafa orðið á í kórónuveirufaraldrinum. „Já, við höfum fundið mikinn mun. Þegar samkomubannið skall á sem harðast var fólk mikið heima við. Fólk í hlutastarfi og slíkt og hafði því mikinn tíma aflögu,“ segir Ruth. Sá tími hafi greinilega verið notaður af mörgum til að taka til í geymslum og bílskúrum því mikið magn hafi borist til Góða hirðisins.“ Þá mikið af húsgögnum? „Mikið af húsgögnum. Smávaran er alltaf stærst hjá okkur en það hefur klárlega orðið auking í húsgögnunum,“ segir Ruth. Fækkun AirBnB íbúða vegna minni eftirspurnar ferðamanna undanfarna mánuði komi fram á sinn hátt hjá Góða hirðinum. Ruth Einarsdóttir rekstrarstjóri Góða hirðirsins segir greinilegt að fólk hafi notað tímann í kórónuveirufaraldrinum til að taka til í geymslum og bílskúrum.Stöð 2 „Það hefur orðið aukning eins og í rúmum og við erum að sjá nýrri húsgögn koma inn. Þá er ég ekki að tala um gamla muni sem hafa verið að dúkka upp í bílskúrum og geymslum hjá fólki heldur alveg klárlega hluti sem við köllum IKEA-hluti,“ segir Ruth. Og Íslendingar eru sannarlega mikil neysluþjóð því það er ekkert smáræði sem fellur til af notuðum hlutum frá heimilum landsmanna. „Að jafnaði er þetta myndi ég segja átta til níu tonn á dag.“ Það er ansi mikið og er þetta fljótt að fara líka? „Þetta er mjög fljótt að fara. Velta fyrirtækisins í fyrra var um 324 milljónir en meðalverð er 271 króna. Þannig að það er fjör hérna,“ segir Ruth Einarsdóttir. Sorpa Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Airbnb Umhverfismál Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Fækkun AirBnB-íbúða á höfuðborgarsvæðinu hefur meðal annars komið fram í auknu framboði á nýlegum notuðum húsgögnum. Þá er greinilegt að landsmenn hafa notað kórónuveirufaraldurinn til að taka til heima hjá sér. Hjá Góða hirðinum er mikið úrval húsgagna og segir Ruth að greina megi nýrri húsgögn undanfarnar vikur sem komi frá AirBnB íbúðum sem eru hættar í skammtímaleigu.Stöð 2 Mikið magn húsgagna og annarra heimilismuna fellur til á degi hverjum á Íslandi. Þegar sest er niður með Ruth Einarsdóttur, rekstrarstjóra Góða hirðisins, í einu sófasettanna þar er eins og maður sé kominn í heimsókn til frænku sinnar. En hún segir breytingu hafa orðið á í kórónuveirufaraldrinum. „Já, við höfum fundið mikinn mun. Þegar samkomubannið skall á sem harðast var fólk mikið heima við. Fólk í hlutastarfi og slíkt og hafði því mikinn tíma aflögu,“ segir Ruth. Sá tími hafi greinilega verið notaður af mörgum til að taka til í geymslum og bílskúrum því mikið magn hafi borist til Góða hirðisins.“ Þá mikið af húsgögnum? „Mikið af húsgögnum. Smávaran er alltaf stærst hjá okkur en það hefur klárlega orðið auking í húsgögnunum,“ segir Ruth. Fækkun AirBnB íbúða vegna minni eftirspurnar ferðamanna undanfarna mánuði komi fram á sinn hátt hjá Góða hirðinum. Ruth Einarsdóttir rekstrarstjóri Góða hirðirsins segir greinilegt að fólk hafi notað tímann í kórónuveirufaraldrinum til að taka til í geymslum og bílskúrum.Stöð 2 „Það hefur orðið aukning eins og í rúmum og við erum að sjá nýrri húsgögn koma inn. Þá er ég ekki að tala um gamla muni sem hafa verið að dúkka upp í bílskúrum og geymslum hjá fólki heldur alveg klárlega hluti sem við köllum IKEA-hluti,“ segir Ruth. Og Íslendingar eru sannarlega mikil neysluþjóð því það er ekkert smáræði sem fellur til af notuðum hlutum frá heimilum landsmanna. „Að jafnaði er þetta myndi ég segja átta til níu tonn á dag.“ Það er ansi mikið og er þetta fljótt að fara líka? „Þetta er mjög fljótt að fara. Velta fyrirtækisins í fyrra var um 324 milljónir en meðalverð er 271 króna. Þannig að það er fjör hérna,“ segir Ruth Einarsdóttir.
Sorpa Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Airbnb Umhverfismál Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira