Afmælisgjöf hjúkrunarfræðingsins Guðbjörg Pálsdóttir skrifar 13. júní 2020 11:00 Þau eru margvísleg tímamótin um þessar mundir sem tengjast hjúkrunarfræðingum, sum gleðileg, önnur ekki. Í dag klukkan 18:50 eru slétt fimm ár frá því að þáverandi ríkisstjórn ákvað að setja lög á verkfall hjúkrunarfræðinga, sem rétt eins og nú, voru að berjast fyrir mannsæmandi kjörum. Þá voru 100 ár frá því að konur fengu kosningarétt. Ekki var hún falleg sú afmælisgjöf. Fimm árum síðar hefur ekkert breyst hjá hjúkrunarfræðingum sem enn berjast fyrir því að fá sanngjörn laun fyrir sína vinnu, sitja fund eftir fund með samninganefnd ríkisins og í fjölmiðlum hljómar sami söngur og þá frá sumum; hvort ekki þurfi bara að setja lög á hjúkrunarfræðinga. Gleymd er gríðarlega vinna hjúkrunarfræðinga í Covid-19 faraldrinum og þess í stað talað fjálglega um að ófaglærðir geti nú alveg sinnt sýnatöku þeirra fáu ferðamanna sem hingað koma. Hamrað er á því að ekki sé hægt að borga hjúkrunarfræðingum mannsæmandi laun vegna Lífskjarasamninga, á sama tíma og almenningur horfir upp á þingmenn, ráðherra og æðstu embættismenn þjóðarinnar þiggja tugprósenta launahækkanir. Og já, því er sífellt kastað út í umræðuna að hjúkrunarfræðingar geti alveg hækkað launin sín með því að vinna meiri aukavinnu. Auðvitað eiga hjúkrunarfræðingar bara að vinna líka á kvöldin til að fá mannsæmandi laun þegar flestir aðrir sameinast við matarborðið með fjölskyldum sínum. Auðvitað eiga hjúkrunarfræðingar að vinna um helgar til að eiga fyrir útgjöldum heimilisins þegar aðrar fjölskyldur fara út á land til að nýta ferðagjöf stjórnvalda. Auðvitað eiga hjúkrunarfræðingar að vinna á hátíðisdögum til að ná öðrum háskólamenntuðum starfsstéttum í launum í stað þess að samfagna með ættingjum og vinum. Þess er svo minnst í ár að 200 ár eru frá fæðingu Florence Nightingale og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hvetur þjóðir heims til að fylkja sér um hjúkrunarfræðinga og minnast mikilvægi starfa þeirra. Hvaða afmælisgjöf ætli hjúkrunarfræðingar fái þá í ár? Mannsæmandi laun eða sömu afmælisgjöf og fyrir fimm árum? Höfundur er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Landspítalinn Verkföll 2020 Guðbjörg Pálsdóttir Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Þau eru margvísleg tímamótin um þessar mundir sem tengjast hjúkrunarfræðingum, sum gleðileg, önnur ekki. Í dag klukkan 18:50 eru slétt fimm ár frá því að þáverandi ríkisstjórn ákvað að setja lög á verkfall hjúkrunarfræðinga, sem rétt eins og nú, voru að berjast fyrir mannsæmandi kjörum. Þá voru 100 ár frá því að konur fengu kosningarétt. Ekki var hún falleg sú afmælisgjöf. Fimm árum síðar hefur ekkert breyst hjá hjúkrunarfræðingum sem enn berjast fyrir því að fá sanngjörn laun fyrir sína vinnu, sitja fund eftir fund með samninganefnd ríkisins og í fjölmiðlum hljómar sami söngur og þá frá sumum; hvort ekki þurfi bara að setja lög á hjúkrunarfræðinga. Gleymd er gríðarlega vinna hjúkrunarfræðinga í Covid-19 faraldrinum og þess í stað talað fjálglega um að ófaglærðir geti nú alveg sinnt sýnatöku þeirra fáu ferðamanna sem hingað koma. Hamrað er á því að ekki sé hægt að borga hjúkrunarfræðingum mannsæmandi laun vegna Lífskjarasamninga, á sama tíma og almenningur horfir upp á þingmenn, ráðherra og æðstu embættismenn þjóðarinnar þiggja tugprósenta launahækkanir. Og já, því er sífellt kastað út í umræðuna að hjúkrunarfræðingar geti alveg hækkað launin sín með því að vinna meiri aukavinnu. Auðvitað eiga hjúkrunarfræðingar bara að vinna líka á kvöldin til að fá mannsæmandi laun þegar flestir aðrir sameinast við matarborðið með fjölskyldum sínum. Auðvitað eiga hjúkrunarfræðingar að vinna um helgar til að eiga fyrir útgjöldum heimilisins þegar aðrar fjölskyldur fara út á land til að nýta ferðagjöf stjórnvalda. Auðvitað eiga hjúkrunarfræðingar að vinna á hátíðisdögum til að ná öðrum háskólamenntuðum starfsstéttum í launum í stað þess að samfagna með ættingjum og vinum. Þess er svo minnst í ár að 200 ár eru frá fæðingu Florence Nightingale og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hvetur þjóðir heims til að fylkja sér um hjúkrunarfræðinga og minnast mikilvægi starfa þeirra. Hvaða afmælisgjöf ætli hjúkrunarfræðingar fái þá í ár? Mannsæmandi laun eða sömu afmælisgjöf og fyrir fimm árum? Höfundur er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun