1 dagur í Pepsi Max: Lennon og Ólafur Karl gætu báðir skorað fyrsta mark Íslandsmótsins í þriðja sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júní 2020 14:00 Ólafur Karl Finsen fagnar marki með Valsliðinu. Skori hann fyrsta markið í leik Vals og KR annað kvöld þá yrði það mjög sögulegt mark. Vísir/Vilhelm Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní sem er á morgun. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag er 1 dagur í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda annað kvöld. Sex leikmenn hafa náð því að skora fyrsta mark Íslandsmótsins oftar en einu sinni frá því að seinni heimsstyrjöldin hófst og Bretar hertóku Ísland. KR-ingurinn Birgir Guðjónsson og Framarinn Guðmundur Jónsson náði báðir að skora fyrsta mark Íslandsmótsins tvisvar sinnum áður en deildarskiptingin var tekin upp árið 1955. Frá þeim tíma hafa síðan aðeins fjórir bæst í hópinn. Fyrsti maðurinn til að skora fyrsta mark Íslandsmótsins tvisvar eftir deildarskiptingu var Keflvíkingurinn Steinar Jóhannsson sem gerði það bæði 1972 og 1974. Feðgarnir Guðmundur Steinarsson og Steinar Jóhannsson eftir að Guðmundur skoraði fyrsta mark Íslandsmótsins 2000 en þetta er úrklippa úr Morgunblaðinu 19. maí 2000.Skjámynd af timarit.is Árið 1972 var Steinar að leika eftir afrek bróður síns Jón Jóhannsson sem hafði skorað fyrsta mark Íslandsmótsins fimm árum fyrr. Svo skemmtilega vill til að 26 árum eftir að Steinar skoraði fyrsta mark Íslandsmótsins í annað skiptið þá tókst syni hans að gera það líka. Guðmundur Steinarsson skoraði fyrsta mark Íslandsmótsins 2000 með marki úr vítaspyrnu. Allir skoruðu þeir þrír fyrstu mörk Íslandsmótsins sem leikmenn Keflavíkur. Steingrímur Jóhannesson bættist í hópinn sumarið 2001 og skapaði sér um leið sérstöðu. Hann var þá fyrsti leikmaðurinn til að skora fyrsta mark Íslandsmótsins fyrir tvö félög. Steingrímur skoraði fyrsta mark Íslandsmótsins 1998 sem leikmaður ÍBV og fyrsta mark Íslandsmótsins 2001 sem leikmaður Fylkis. Ólafur Karl Finsen skoraði einnig fyrsta mark Íslandsmótsins fyrir tvö félög, fyrst 2012 sem leikmaður Selfoss og svo þremur árum síðar sem leikmaður Stjörnunnar. Steven Lennon er síðasti leikmaðurinn sem hefur náð að skora fyrsta mark Íslandsmótsins tvisvar sinnum en hann er sá eini sem hefur náð því tvö ár í röð. Lennon skoraði fyrsta mark Íslandsmótsins bæði 2016 og 2017. Steven Lennon skoraði fyrsta mark mótsins 2016 fyrir FH á móti Þrótti og ári síðar skoraði hann fyrsta markið fyrir FH á móti ÍA. Steven Lennon.Vísir Erlendir leikmenn hafa nú skorað fyrsta mark Íslandsmótsins undanfarin fjögur tímabil því árið 2018 skoraði Bandaríkjamaðurinn Dion Acoff fyrsta mark mótsins fyrir Val á móti KR og í fyrra skoraði Daninn Nikolaj Andreas Hansen fyrsta mark Íslandsmótsins fyrir Víkinga í leik á móti Val. Steven Lennon og Ólafur Karl Finsen eru enn að spila í deildinni og eiga því möguleika á því að skora fyrsta mark Íslandsmótsins í þriðja skiptið. Skori Ólafur Karl fyrsta markið fyrir Val þá nær hann því líka fyrir sitt þriðja félag. Ólafur Karl Finsen og félagar í Val spila fyrsta leikinn og er hann því í mun betri stöðu en Lennon sem spilar ekki fyrr en í leik númer þrjú. Það er því ekki líklegt að það verði tvö markalaus jafntefli áður en kemur að leik FH-liðsins á sunnudaginn. Leikmenn sem hafa skorað fyrsta mark Íslandsmótsins ofar en einu sinni (Frá seinni heimsstyrjöld 1939-2019) Steven Lennon - 2016 og 2017 Ólafur Karl Finsen - 2012 og 2015 Steingrímur Jóhannesson - 1998 og 2001 Steinar Jóhannsson - 1972 og 1974 Guðmundur Jónsson - 1951 og 1953 Birgir Guðjónsson - 1940 og 1944 Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Pökkuð höll og allt undir Körfubolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Leik lokið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Sjá meira
Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní sem er á morgun. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag er 1 dagur í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda annað kvöld. Sex leikmenn hafa náð því að skora fyrsta mark Íslandsmótsins oftar en einu sinni frá því að seinni heimsstyrjöldin hófst og Bretar hertóku Ísland. KR-ingurinn Birgir Guðjónsson og Framarinn Guðmundur Jónsson náði báðir að skora fyrsta mark Íslandsmótsins tvisvar sinnum áður en deildarskiptingin var tekin upp árið 1955. Frá þeim tíma hafa síðan aðeins fjórir bæst í hópinn. Fyrsti maðurinn til að skora fyrsta mark Íslandsmótsins tvisvar eftir deildarskiptingu var Keflvíkingurinn Steinar Jóhannsson sem gerði það bæði 1972 og 1974. Feðgarnir Guðmundur Steinarsson og Steinar Jóhannsson eftir að Guðmundur skoraði fyrsta mark Íslandsmótsins 2000 en þetta er úrklippa úr Morgunblaðinu 19. maí 2000.Skjámynd af timarit.is Árið 1972 var Steinar að leika eftir afrek bróður síns Jón Jóhannsson sem hafði skorað fyrsta mark Íslandsmótsins fimm árum fyrr. Svo skemmtilega vill til að 26 árum eftir að Steinar skoraði fyrsta mark Íslandsmótsins í annað skiptið þá tókst syni hans að gera það líka. Guðmundur Steinarsson skoraði fyrsta mark Íslandsmótsins 2000 með marki úr vítaspyrnu. Allir skoruðu þeir þrír fyrstu mörk Íslandsmótsins sem leikmenn Keflavíkur. Steingrímur Jóhannesson bættist í hópinn sumarið 2001 og skapaði sér um leið sérstöðu. Hann var þá fyrsti leikmaðurinn til að skora fyrsta mark Íslandsmótsins fyrir tvö félög. Steingrímur skoraði fyrsta mark Íslandsmótsins 1998 sem leikmaður ÍBV og fyrsta mark Íslandsmótsins 2001 sem leikmaður Fylkis. Ólafur Karl Finsen skoraði einnig fyrsta mark Íslandsmótsins fyrir tvö félög, fyrst 2012 sem leikmaður Selfoss og svo þremur árum síðar sem leikmaður Stjörnunnar. Steven Lennon er síðasti leikmaðurinn sem hefur náð að skora fyrsta mark Íslandsmótsins tvisvar sinnum en hann er sá eini sem hefur náð því tvö ár í röð. Lennon skoraði fyrsta mark Íslandsmótsins bæði 2016 og 2017. Steven Lennon skoraði fyrsta mark mótsins 2016 fyrir FH á móti Þrótti og ári síðar skoraði hann fyrsta markið fyrir FH á móti ÍA. Steven Lennon.Vísir Erlendir leikmenn hafa nú skorað fyrsta mark Íslandsmótsins undanfarin fjögur tímabil því árið 2018 skoraði Bandaríkjamaðurinn Dion Acoff fyrsta mark mótsins fyrir Val á móti KR og í fyrra skoraði Daninn Nikolaj Andreas Hansen fyrsta mark Íslandsmótsins fyrir Víkinga í leik á móti Val. Steven Lennon og Ólafur Karl Finsen eru enn að spila í deildinni og eiga því möguleika á því að skora fyrsta mark Íslandsmótsins í þriðja skiptið. Skori Ólafur Karl fyrsta markið fyrir Val þá nær hann því líka fyrir sitt þriðja félag. Ólafur Karl Finsen og félagar í Val spila fyrsta leikinn og er hann því í mun betri stöðu en Lennon sem spilar ekki fyrr en í leik númer þrjú. Það er því ekki líklegt að það verði tvö markalaus jafntefli áður en kemur að leik FH-liðsins á sunnudaginn. Leikmenn sem hafa skorað fyrsta mark Íslandsmótsins ofar en einu sinni (Frá seinni heimsstyrjöld 1939-2019) Steven Lennon - 2016 og 2017 Ólafur Karl Finsen - 2012 og 2015 Steingrímur Jóhannesson - 1998 og 2001 Steinar Jóhannsson - 1972 og 1974 Guðmundur Jónsson - 1951 og 1953 Birgir Guðjónsson - 1940 og 1944
Leikmenn sem hafa skorað fyrsta mark Íslandsmótsins ofar en einu sinni (Frá seinni heimsstyrjöld 1939-2019) Steven Lennon - 2016 og 2017 Ólafur Karl Finsen - 2012 og 2015 Steingrímur Jóhannesson - 1998 og 2001 Steinar Jóhannsson - 1972 og 1974 Guðmundur Jónsson - 1951 og 1953 Birgir Guðjónsson - 1940 og 1944
Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Pökkuð höll og allt undir Körfubolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Leik lokið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Sjá meira