Áhersla á smærri hverfishátíðir í Kópavogi Andri Eysteinsson skrifar 11. júní 2020 14:23 Frá hátíðarhöldum í Kópavogi árið 2017. Aðsend Líkt og búast mátti við verða hátíðahöld vegna þjóðhátíðardagsins með óhefðbundnu sniði vegna faraldurs kórónuveirunnar. Bæjaryfirvöld í Kópavogi hafa ákveðið að bjóða upp á fimm mismunandi hátíðarsvæði þar sem rúmt verður um gesti. „Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu var ljóst að ekki væri unnt að hafa hátíðarhöld með hefðbundnum hætti, og skrúðganga og hefðbundin hátíðarhöld á Rútstúni kæmu ekki til greina. Hins vegar var ríkur vilji til þess að gefa íbúum Kópavogs tækifæri til þess að gleðjast á þjóðhátíðardeginum. Niðurstaðan varð að dreifa hátíðarhöldum um bæinn en ég lofa mjög skemmtilegri og fjölbreyttri dagskrá þar sem áherslan er á að gleðja börn og ungmenni,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs. Dagskrá hátíðarhalda hefst með 17. Júní hlaupi Breiðabliks sem ætlað er börnum í 1.-6. bekk. Bílalestir með Línu Langsokki, Ronju Ræningjadóttur, Skólahljómsveit Kópavogs, leikhópnum Lottu innanborðs munu ferðast um bæinn milli 12:00 og 14:00 en þá verða nýstúdentar og fjallkonur einnig á ferðinni í bílalestunum. Hverfishátíðar verða haldnar við Fífuna, Fagralund, Salalaug og Kórinn og verður þar boðið upp á skemmtiatriði og ókeypis leiktæki frá 14:00 til 16:00. Dagskrá verður við Menningarhúsin í Kópavogi 13-16, Bókasafn, Náttúrufræðistofa og Gerðarsafn verða opin til 17 og klukkutíma síðar lokar Sundlaug Kópavogs. „Við ætlum að kynna skemmtiatriðin á hverfishátíðunum þegar nær dregur og hvetjum íbúa til þess að fylgjast vel með vefsíðu og Facebook-síðu Kópavogsbæjar. Við vonum að íbúar taki þessu vel og sjái sér fært að mæta á óhefðbundna 17. júní hátíð. Þá leggjum við sérstaka áherslu á það í ár að fólk komi gangandi eða hjólandi á viðburðina. Einnig er um að gera að draga fánann að húni í heimahúsum og gleðjast í garðinum heima,“ segir Soffía Karlsdóttir forstöðumaður menningarmála í Kópavogi. Kópavogur 17. júní Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira
Líkt og búast mátti við verða hátíðahöld vegna þjóðhátíðardagsins með óhefðbundnu sniði vegna faraldurs kórónuveirunnar. Bæjaryfirvöld í Kópavogi hafa ákveðið að bjóða upp á fimm mismunandi hátíðarsvæði þar sem rúmt verður um gesti. „Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu var ljóst að ekki væri unnt að hafa hátíðarhöld með hefðbundnum hætti, og skrúðganga og hefðbundin hátíðarhöld á Rútstúni kæmu ekki til greina. Hins vegar var ríkur vilji til þess að gefa íbúum Kópavogs tækifæri til þess að gleðjast á þjóðhátíðardeginum. Niðurstaðan varð að dreifa hátíðarhöldum um bæinn en ég lofa mjög skemmtilegri og fjölbreyttri dagskrá þar sem áherslan er á að gleðja börn og ungmenni,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs. Dagskrá hátíðarhalda hefst með 17. Júní hlaupi Breiðabliks sem ætlað er börnum í 1.-6. bekk. Bílalestir með Línu Langsokki, Ronju Ræningjadóttur, Skólahljómsveit Kópavogs, leikhópnum Lottu innanborðs munu ferðast um bæinn milli 12:00 og 14:00 en þá verða nýstúdentar og fjallkonur einnig á ferðinni í bílalestunum. Hverfishátíðar verða haldnar við Fífuna, Fagralund, Salalaug og Kórinn og verður þar boðið upp á skemmtiatriði og ókeypis leiktæki frá 14:00 til 16:00. Dagskrá verður við Menningarhúsin í Kópavogi 13-16, Bókasafn, Náttúrufræðistofa og Gerðarsafn verða opin til 17 og klukkutíma síðar lokar Sundlaug Kópavogs. „Við ætlum að kynna skemmtiatriðin á hverfishátíðunum þegar nær dregur og hvetjum íbúa til þess að fylgjast vel með vefsíðu og Facebook-síðu Kópavogsbæjar. Við vonum að íbúar taki þessu vel og sjái sér fært að mæta á óhefðbundna 17. júní hátíð. Þá leggjum við sérstaka áherslu á það í ár að fólk komi gangandi eða hjólandi á viðburðina. Einnig er um að gera að draga fánann að húni í heimahúsum og gleðjast í garðinum heima,“ segir Soffía Karlsdóttir forstöðumaður menningarmála í Kópavogi.
Kópavogur 17. júní Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira