Bandaríkin auka umsvif sín á Grænlandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. júní 2020 08:01 Frá Nuuk. Martin Zwick/Getty Bandarísk stjórnvöld hafa opnað ræðismannsskrifstofu sína í Nuuk á Grænlandi á nýjan leik. Í umfjöllun Politico um málið er opnun skrifstofunnar sögð hluti af viðleitni Bandaríkjamanna til þess að auka umsvif sín á norðurslóðum, og koma á sama tíma í veg fyrir að Rússar og Kínverjar geri slíkt hið sama. Skrifstofan var síðast opin árið 1953. Sagt frá enduropnuninni í tilkynningu frá Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í gær. Daginn áður hafði bandarískum alríkisstofnunum verið skipað að teikna upp drög að nýjum bandarískum flota ísbrjóta. Í tilkynningu Pompeo segir að opnun skrifstofunnar endurspegli „skuldbindingu Bandaríkjanna við dýpkun sambands okkar við Grænlendinga, og allt danska konungsveldið. Viðvera okkar í Nuuk mun auka þá velsæld sem við höfum deilt með vinum okkar í Danmörku og á Grænlandi, á sama tíma og við vinnum með öðrum bandamönnum á norðurslóðum og tryggjum stöðugleika og sjálfbærni uppbyggingar á svæðinu.“ Athygli vakti síðasta sumar, þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti yfir áhuga sínum á því að kaupa Grænland. Grænland er sjálfstjórnarsvæði undir Danmörku, og tók Mette Fredriksen, forsætisráðherra Danmerkur, fálega í þennan áhuga forsetans á að festa kaup á eyjunni stóru. Það leiddi til þess að Trump aflýsti fundi sínum með ráðherranum. Í tilkynningu sagðist Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur, fagna opnun ræðismannsskrifstofunnar í Nuuk. „Það er skýrt að aukinn áhugi Bandaríkjanna á Grænlandi er grænlensku samfélagi til heilla. Við höfum unnið stíft að þessu markmiði og ég er ánægður að nú sjáist áþreifanlegar niðurstöður.“ Grænland Bandaríkin Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Sjá meira
Bandarísk stjórnvöld hafa opnað ræðismannsskrifstofu sína í Nuuk á Grænlandi á nýjan leik. Í umfjöllun Politico um málið er opnun skrifstofunnar sögð hluti af viðleitni Bandaríkjamanna til þess að auka umsvif sín á norðurslóðum, og koma á sama tíma í veg fyrir að Rússar og Kínverjar geri slíkt hið sama. Skrifstofan var síðast opin árið 1953. Sagt frá enduropnuninni í tilkynningu frá Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í gær. Daginn áður hafði bandarískum alríkisstofnunum verið skipað að teikna upp drög að nýjum bandarískum flota ísbrjóta. Í tilkynningu Pompeo segir að opnun skrifstofunnar endurspegli „skuldbindingu Bandaríkjanna við dýpkun sambands okkar við Grænlendinga, og allt danska konungsveldið. Viðvera okkar í Nuuk mun auka þá velsæld sem við höfum deilt með vinum okkar í Danmörku og á Grænlandi, á sama tíma og við vinnum með öðrum bandamönnum á norðurslóðum og tryggjum stöðugleika og sjálfbærni uppbyggingar á svæðinu.“ Athygli vakti síðasta sumar, þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti yfir áhuga sínum á því að kaupa Grænland. Grænland er sjálfstjórnarsvæði undir Danmörku, og tók Mette Fredriksen, forsætisráðherra Danmerkur, fálega í þennan áhuga forsetans á að festa kaup á eyjunni stóru. Það leiddi til þess að Trump aflýsti fundi sínum með ráðherranum. Í tilkynningu sagðist Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur, fagna opnun ræðismannsskrifstofunnar í Nuuk. „Það er skýrt að aukinn áhugi Bandaríkjanna á Grænlandi er grænlensku samfélagi til heilla. Við höfum unnið stíft að þessu markmiði og ég er ánægður að nú sjáist áþreifanlegar niðurstöður.“
Grænland Bandaríkin Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Sjá meira