Sema sakar Pétur Jóhann, Egil Einarsson og Björn Braga um viðbjóðslega fordóma Jakob Bjarnar skrifar 9. júní 2020 16:42 Sema Erla vandar þeim félögum ekki kveðjurnar og sakar þá um rasisma og stæka kvenfyrirlitningu. Sema Erla Serdar, sem kunn er fyrir réttindabaráttu sína, deilir myndbandi sem skemmtikrafturinn Björn Bragi hafði áður birt af gríni sem Pétur Jóhann Sigfússon bauð uppá í fertugsafmæli Egils Einarssonar líkamsræktarfrömuðar með meiru sem haldið var hátíðlegt á dögunum. Mikilvæg innsýn í heim forréttindablindunnar „Ég vil þakka Pétri Jóhanni, Birni Braga og Gillz fyrir þessa 12 sekúndna innsýn í heim fordóma, (menningarlegs) rasisma og kvenfyrirlitningar á Íslandi í dag,“ segir Sema í pistli sem hún birti á Facebook og er óhætt að segja að hún láti þá félaga heyra það. Í lok myndskeiðsins bregður svo fyrir Aroni Pálmarssyni handboltakappa en allir virðast þeir skemmta þeir sér konunglega yfir gamanmálum Péturs Jóhanns sem í huga Semu eru þó ekkert grín. Myndbandið má sjá Facebook-síðu Semu Erlu. „Þessir gaurar eru stórkostlegt dæmi um forréttindablindu hvíta, miðaldra karlmannsins sem trúir því virkilega að það séu engir fordómar eða rasismi á Íslandi og hann skilur bara ekkert í þessum látum öllum. Sjálfur er hann svo hrikalega flottur og frábær og algjörlega ómeðvitaður um sín forréttindi og sitt framlag til þess að viðhalda valdakerfi og kúgun feðraveldisins, rasismans og hvítra yfirburða að honum finnst þetta bara í lagi - þrátt fyrir umræðuna síðustu daga (þetta myndband er tekið upp um helgina)!“ Ógeðsleg rasísk hegðun Sema segir þá félaga svo blinda á sína forréttindastöðu að þeim finnst hinn subbulegi rasismi, sem Sema vill meina að þarna sé viðhafður, meira að segja eiga heima á internetinu svo að sem flestir geti notið hans! „Þvílík skömm að þessari ógeðslegu rasísku hegðun,“ segir Sema meðal annars. Viðbrögð við pistli Semu Erlu eru nokkur og á eina leið. Þar furðar fólks sig á því að þessum mönnum sé hampað í fjölmiðlum. Sema Erla segir að sér þyki óþægilegt að dreifa þessu sem hún telur án nokkurra fyrirvara og tvímælalaust vera stækan rasisma. Það sé þó nauðsynlegt, stöðu þeirra vegna. Eða svo enn sé vitnað í pistilinn: „Mér finnst óþægilegra að hugsa til þess að fólk sé ekki meðvitað um rasíska hegðun þessara einstaklinga og eru jafnvel að greiða þeim fyrir þjónustu eða greiða sig inn á "skemmtanir" hjá þeim án þess að vera meðvitað um innræti þeirra og taka þar með þátt í að ýta undir það sem þeir augljóslega standa fyrir.“ Sema slær svo þann varnagla að ef einhver hugsi sem svo að „það megi ekkert lengur“ eða „þetta er bara grín“ þá sé sá hluti af vandamálinu og þurfi í góða innri sjálfsskoðun. „Rasismi er aldrei í lagi, sama í hvaða formi hann birtist!“ Tímamót Mannréttindi Grín og gaman Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Egill fagnaði fertugsafmælinu í fögrum hópi Það var margt um manninn í Sjálandinu í Garðabæ í gærkvöldi þegar útvarpsmaðurinn, rithöfundurinn, plötusnúðurinn og einkaþjálfarinn Egill Einarsson fagnaði fjörutíu ára afmæli sínu í góðra vina hópi. 7. júní 2020 11:40 Fertugur Egill Gillz vakinn með hvelli Einkaþjálfarinn og útvarpsmaðurinn Egill Einarsson er fertugur í dag. 13. maí 2020 08:32 Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Sjá meira
Sema Erla Serdar, sem kunn er fyrir réttindabaráttu sína, deilir myndbandi sem skemmtikrafturinn Björn Bragi hafði áður birt af gríni sem Pétur Jóhann Sigfússon bauð uppá í fertugsafmæli Egils Einarssonar líkamsræktarfrömuðar með meiru sem haldið var hátíðlegt á dögunum. Mikilvæg innsýn í heim forréttindablindunnar „Ég vil þakka Pétri Jóhanni, Birni Braga og Gillz fyrir þessa 12 sekúndna innsýn í heim fordóma, (menningarlegs) rasisma og kvenfyrirlitningar á Íslandi í dag,“ segir Sema í pistli sem hún birti á Facebook og er óhætt að segja að hún láti þá félaga heyra það. Í lok myndskeiðsins bregður svo fyrir Aroni Pálmarssyni handboltakappa en allir virðast þeir skemmta þeir sér konunglega yfir gamanmálum Péturs Jóhanns sem í huga Semu eru þó ekkert grín. Myndbandið má sjá Facebook-síðu Semu Erlu. „Þessir gaurar eru stórkostlegt dæmi um forréttindablindu hvíta, miðaldra karlmannsins sem trúir því virkilega að það séu engir fordómar eða rasismi á Íslandi og hann skilur bara ekkert í þessum látum öllum. Sjálfur er hann svo hrikalega flottur og frábær og algjörlega ómeðvitaður um sín forréttindi og sitt framlag til þess að viðhalda valdakerfi og kúgun feðraveldisins, rasismans og hvítra yfirburða að honum finnst þetta bara í lagi - þrátt fyrir umræðuna síðustu daga (þetta myndband er tekið upp um helgina)!“ Ógeðsleg rasísk hegðun Sema segir þá félaga svo blinda á sína forréttindastöðu að þeim finnst hinn subbulegi rasismi, sem Sema vill meina að þarna sé viðhafður, meira að segja eiga heima á internetinu svo að sem flestir geti notið hans! „Þvílík skömm að þessari ógeðslegu rasísku hegðun,“ segir Sema meðal annars. Viðbrögð við pistli Semu Erlu eru nokkur og á eina leið. Þar furðar fólks sig á því að þessum mönnum sé hampað í fjölmiðlum. Sema Erla segir að sér þyki óþægilegt að dreifa þessu sem hún telur án nokkurra fyrirvara og tvímælalaust vera stækan rasisma. Það sé þó nauðsynlegt, stöðu þeirra vegna. Eða svo enn sé vitnað í pistilinn: „Mér finnst óþægilegra að hugsa til þess að fólk sé ekki meðvitað um rasíska hegðun þessara einstaklinga og eru jafnvel að greiða þeim fyrir þjónustu eða greiða sig inn á "skemmtanir" hjá þeim án þess að vera meðvitað um innræti þeirra og taka þar með þátt í að ýta undir það sem þeir augljóslega standa fyrir.“ Sema slær svo þann varnagla að ef einhver hugsi sem svo að „það megi ekkert lengur“ eða „þetta er bara grín“ þá sé sá hluti af vandamálinu og þurfi í góða innri sjálfsskoðun. „Rasismi er aldrei í lagi, sama í hvaða formi hann birtist!“
Tímamót Mannréttindi Grín og gaman Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Egill fagnaði fertugsafmælinu í fögrum hópi Það var margt um manninn í Sjálandinu í Garðabæ í gærkvöldi þegar útvarpsmaðurinn, rithöfundurinn, plötusnúðurinn og einkaþjálfarinn Egill Einarsson fagnaði fjörutíu ára afmæli sínu í góðra vina hópi. 7. júní 2020 11:40 Fertugur Egill Gillz vakinn með hvelli Einkaþjálfarinn og útvarpsmaðurinn Egill Einarsson er fertugur í dag. 13. maí 2020 08:32 Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Sjá meira
Egill fagnaði fertugsafmælinu í fögrum hópi Það var margt um manninn í Sjálandinu í Garðabæ í gærkvöldi þegar útvarpsmaðurinn, rithöfundurinn, plötusnúðurinn og einkaþjálfarinn Egill Einarsson fagnaði fjörutíu ára afmæli sínu í góðra vina hópi. 7. júní 2020 11:40
Fertugur Egill Gillz vakinn með hvelli Einkaþjálfarinn og útvarpsmaðurinn Egill Einarsson er fertugur í dag. 13. maí 2020 08:32