Birgitta með fimmu gegn Fram - Ljóst hvaða lið mætast í 2. umferð bikarsins Sindri Sverrisson skrifar 8. júní 2020 22:05 Birgitta Hallgrímsdóttir, hér á ferðinni í leik gegn Aftureldingu, skoraði fimm mörk í kvöld. FACEBOOK/@umfgfotbolti Nú er orðið ljóst hvaða lið mætast í 2. umferð Mjólkurbikars karla og kvenna í fótbolta en síðustu leikjunum í 1. umferð lauk í kvöld. Eini leikur kvöldsins í Mjólkurbikar karla var á milli ÍH og Berserkja þar sem Garðar Ingi Leifsson átti stærstan þátt í 3-1-sigri ÍH. Fyrsta mark liðsins kom eftir skot hans úr aukaspyrnu, hann skoraði svo beint úr annarri aukaspyrnu og þriðja markið í lokin úr víti. ÍH tekur á móti GG á laugardaginn í 2. umferð sem leikin er 12.-14. júní, en hér má sjá leikina í þeirri umferð. Leikur Grindavíkur og ÍBV verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á laugardag kl. 16. Í Mjólkurbikar kvenna vann Víkingur R. 5-3 sigur gegn Gróttu í framlengdum leik. Nadía Atladóttir fullkomnaði þrennu sína fyrir Víkinga í framlengingunni en Grótta, sem komst í 3-2 snemma í seinni hálfleik, var manni færri frá 59. mínútu þegar Emma Steinsen Jónsdóttir fékk að líta rauða spjaldið. María Lovísa Jónasdóttir skoraði tvö marka liðsins. Birgitta Hallgrímsdóttir gerði sér lítið fyrir og skoraði öll fimm mörkin í 5-0 sigri Grindavíkur á Fram. Afturelding vann HK 3-0 en lesa má um þann leik hér, og Augnablik skellti Fjölni 5-0 í Grafarvogi. Grindavík vann frábæran 5-0 sigur á Fram í @mjolkurbikarinn í kvöld. Birgitta Hallgrímsdóttir var leikmaður kvöldins en hún fór algjörlega á kostum og skoraði öll 5 mörk Grindavíkur!Stórkostleg frammistaða!#umfg #grindavik pic.twitter.com/d3swUkUMLE— UMFG - Ungmennafélag Grindavíkur (@umfg) June 8, 2020 Í 2. umferð, þeirri síðustu áður en úrvalsdeildarliðin mæta til leiks, sækir Afturelding lið Keflavíkur heim, Haukar fá Gróttu í heimsókn, og Augnablik mætir Grindavík. Aðra leiki umferðarinnar má sjá á vef KSÍ. Upplýsingar um markaskorara eru af urslit.net. Mjólkurbikarinn Afturelding Fram Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - HK 3-0 | Ragna Guðrún með tvö og Afturelding í 2. umferð Afturelding sló í kvöld HK út úr Mjólkurbikar kvenna í fótbolta. Leikurinn fór 3-0 en hann fór fram á Fagverksvellinum í Mosfellsbæ. Afturelding komst yfir í fyrri hálfleik og var aldrei nálægt því að missa forystuna frá sér. 8. júní 2020 21:50 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira
Nú er orðið ljóst hvaða lið mætast í 2. umferð Mjólkurbikars karla og kvenna í fótbolta en síðustu leikjunum í 1. umferð lauk í kvöld. Eini leikur kvöldsins í Mjólkurbikar karla var á milli ÍH og Berserkja þar sem Garðar Ingi Leifsson átti stærstan þátt í 3-1-sigri ÍH. Fyrsta mark liðsins kom eftir skot hans úr aukaspyrnu, hann skoraði svo beint úr annarri aukaspyrnu og þriðja markið í lokin úr víti. ÍH tekur á móti GG á laugardaginn í 2. umferð sem leikin er 12.-14. júní, en hér má sjá leikina í þeirri umferð. Leikur Grindavíkur og ÍBV verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á laugardag kl. 16. Í Mjólkurbikar kvenna vann Víkingur R. 5-3 sigur gegn Gróttu í framlengdum leik. Nadía Atladóttir fullkomnaði þrennu sína fyrir Víkinga í framlengingunni en Grótta, sem komst í 3-2 snemma í seinni hálfleik, var manni færri frá 59. mínútu þegar Emma Steinsen Jónsdóttir fékk að líta rauða spjaldið. María Lovísa Jónasdóttir skoraði tvö marka liðsins. Birgitta Hallgrímsdóttir gerði sér lítið fyrir og skoraði öll fimm mörkin í 5-0 sigri Grindavíkur á Fram. Afturelding vann HK 3-0 en lesa má um þann leik hér, og Augnablik skellti Fjölni 5-0 í Grafarvogi. Grindavík vann frábæran 5-0 sigur á Fram í @mjolkurbikarinn í kvöld. Birgitta Hallgrímsdóttir var leikmaður kvöldins en hún fór algjörlega á kostum og skoraði öll 5 mörk Grindavíkur!Stórkostleg frammistaða!#umfg #grindavik pic.twitter.com/d3swUkUMLE— UMFG - Ungmennafélag Grindavíkur (@umfg) June 8, 2020 Í 2. umferð, þeirri síðustu áður en úrvalsdeildarliðin mæta til leiks, sækir Afturelding lið Keflavíkur heim, Haukar fá Gróttu í heimsókn, og Augnablik mætir Grindavík. Aðra leiki umferðarinnar má sjá á vef KSÍ. Upplýsingar um markaskorara eru af urslit.net.
Mjólkurbikarinn Afturelding Fram Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - HK 3-0 | Ragna Guðrún með tvö og Afturelding í 2. umferð Afturelding sló í kvöld HK út úr Mjólkurbikar kvenna í fótbolta. Leikurinn fór 3-0 en hann fór fram á Fagverksvellinum í Mosfellsbæ. Afturelding komst yfir í fyrri hálfleik og var aldrei nálægt því að missa forystuna frá sér. 8. júní 2020 21:50 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - HK 3-0 | Ragna Guðrún með tvö og Afturelding í 2. umferð Afturelding sló í kvöld HK út úr Mjólkurbikar kvenna í fótbolta. Leikurinn fór 3-0 en hann fór fram á Fagverksvellinum í Mosfellsbæ. Afturelding komst yfir í fyrri hálfleik og var aldrei nálægt því að missa forystuna frá sér. 8. júní 2020 21:50