„Get ekki beðið eftir því að spila“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. júní 2020 14:00 Guðmundur á æfingu með Selfossi. mynd/arnar helgi magnússon Fyrstu keppnisleikir fótboltasumarsins 2020 fara fram í kvöld þegar fyrsta umferð Mjólkurbikars karla hefst með þremur leikjum. ÍR tekur á móti KÁ, nýtt lið Smára og Njarðvík eigast við og Selfoss fær Snæfell í heimsókn. „Maður hefur beðið spenntur lengi,“ sagði Guðmundur Tyrfingsson, hinn bráðefnilegi leikmaður Selfoss, í samtali við Vísi. Leikið verður á grasvellinum á Selfossi sem gengur formlega undir heitinu JÁVERK-völlurinn. Að sögn Guðmundar kemur hann vel undan vetri. „Völlurinn hefur sjaldan litið betur út og ég get ekki beðið eftir því að spila á honum,“ sagði Guðmundur. Selfoss er eitt af sterkustu liðum 2. deildar á meðan Snæfell leikur í fjórðu og neðstu deild. Selfyssingar eru því miklu sigurstranglegri fyrir leik kvöldsins sem hefst klukkan 19:15. „Ég á von á skemmtilegum leik. Við vanmetum ekki Snæfell þótt þeir séu í lakari deild. Þetta er bikarkeppni og þar getur allt gerst,“ sagði Guðmundur. Guðmundur lék sína fyrstu leiki með Selfossi 2018, þá aðeins fimmtán ára.mynd/arnar helgi magnússon Fyrsti leikur Selfoss í 2. deildinni er gegn Kára á Akranesi á Þjóðhátíðardaginn. Selfyssingar enduðu í 3. sæti 2. deildar á síðasta tímabili og stefna á að gera betur í sumar. „Markmiðið er klárlega að fara upp og við erum enn hungraðari núna,“ sagði Guðmundur sem lék nítján af 22 deildarleikjum Selfoss í fyrra, þá aðeins sextán ára. Guðmundur, sem hefur leikið sextán leiki fyrir yngri landslið Íslands, hefur áhuga á að spila í sterkari deild en einbeitir sér að fullu að Selfossi í sumar. „Auðvitað hef ég metnað til að spila á hærra getustigi og betri deild. En núna hugsa ég bara um Selfoss og sé svo til hvað gerist eftir tímabilið,“ sagði Guðmundur að lokum. Mjólkurbikarinn UMF Selfoss Árborg Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Sjá meira
Fyrstu keppnisleikir fótboltasumarsins 2020 fara fram í kvöld þegar fyrsta umferð Mjólkurbikars karla hefst með þremur leikjum. ÍR tekur á móti KÁ, nýtt lið Smára og Njarðvík eigast við og Selfoss fær Snæfell í heimsókn. „Maður hefur beðið spenntur lengi,“ sagði Guðmundur Tyrfingsson, hinn bráðefnilegi leikmaður Selfoss, í samtali við Vísi. Leikið verður á grasvellinum á Selfossi sem gengur formlega undir heitinu JÁVERK-völlurinn. Að sögn Guðmundar kemur hann vel undan vetri. „Völlurinn hefur sjaldan litið betur út og ég get ekki beðið eftir því að spila á honum,“ sagði Guðmundur. Selfoss er eitt af sterkustu liðum 2. deildar á meðan Snæfell leikur í fjórðu og neðstu deild. Selfyssingar eru því miklu sigurstranglegri fyrir leik kvöldsins sem hefst klukkan 19:15. „Ég á von á skemmtilegum leik. Við vanmetum ekki Snæfell þótt þeir séu í lakari deild. Þetta er bikarkeppni og þar getur allt gerst,“ sagði Guðmundur. Guðmundur lék sína fyrstu leiki með Selfossi 2018, þá aðeins fimmtán ára.mynd/arnar helgi magnússon Fyrsti leikur Selfoss í 2. deildinni er gegn Kára á Akranesi á Þjóðhátíðardaginn. Selfyssingar enduðu í 3. sæti 2. deildar á síðasta tímabili og stefna á að gera betur í sumar. „Markmiðið er klárlega að fara upp og við erum enn hungraðari núna,“ sagði Guðmundur sem lék nítján af 22 deildarleikjum Selfoss í fyrra, þá aðeins sextán ára. Guðmundur, sem hefur leikið sextán leiki fyrir yngri landslið Íslands, hefur áhuga á að spila í sterkari deild en einbeitir sér að fullu að Selfossi í sumar. „Auðvitað hef ég metnað til að spila á hærra getustigi og betri deild. En núna hugsa ég bara um Selfoss og sé svo til hvað gerist eftir tímabilið,“ sagði Guðmundur að lokum.
Mjólkurbikarinn UMF Selfoss Árborg Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Sjá meira