Öllum krísum fylgja tækifæri Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar 5. júní 2020 07:30 Ég á frænda í Þýskalandi sem er menntaður smiður. Hann rak einu sinni eigið fyrirtæki en rekstur þess gekk frekar illa, sérstaklega þegar efnahagshrunið gekk í garð árið 2008. Merkilegt nokk þá fundu þjóðverjar einnig fyrir hruninu, en reyndar var upplifun þeirra ekki alveg jafn dramatísk og okkar hér á Íslandi. Eftir að hafa gefist upp á rekstrinum gerðist frændi minn verktaki. Vinnan sem hann fékk var kannski ekki sú sem hann hafði upphaflega vonast eftir en tekjurnar og vinnutíminn voru í það minnsta stöðug. Alveg þar til núna í vor. Skyndilega biðu hans fleiri verkefni og meiri vinna en hann hafði nokkru sinni fengið og fór nú aldeilis að hækka í pyngjunni hans. Frændi minn er verktaki hjá líkkistusmiðju. Sambandslandið hans er eitt þeirra sem að í Þýskalandi fóru hvað verst út úr Covid-19 faraldrinum. Hér sannast gamalt spakmæli um að dauði eins er annars brauð. Það er ekkert leyndarmál að framundan eru erfiðir tímar. Atvinnuleysi er í algleymingi, efnahagurinn hefur tekið á sig gríðarlegt högg og hvert sem litið er blasir við óvissa og örvænting. Er mér m.a. hugsað til föður míns sem að rekur ferðaþjónustufyrirtæki útá landi, en fyrir honum er útlitið kolsvart framundan. Við megum samt ekki gleyma því sem að mikilvægast er, en það er lífið sjálft. Þrátt fyrir ástandið hér á landi og þrátt fyrir að hér hafi orðið mannfall, þá þykir mér samt rétt að benda á að ástandið gæti verið mun verra. Þeir sem hafa það að atvinnu hérlendis að smíða líkkistur munu ekki verða jafn ríkir af þessu og sumir af kolegum þeirra erlendis. Nú ber okkur, sem þjóð, að horfa fram á vegin, að finna björtu hliðarnar. Og við munum finna þær. Öllum krísum fylgja tækifæri. Við Íslendingar höfum sýnt fram á það í gegnum tíðina að við erum einstaklega þrautseig þegar kemur að krísum. Við endurbyggðum Heimaey, við höfum endurbyggt efnahaginn eftir hrun, oftar en einu sinni. Við virðumst hafa staðið af okkur mest allan faraldurinn og við munum, með þessari sömu þrautsegju, samvinnu og aðlögunarhæfni, standast þetta högg sem efnahagurinn varð fyrir. Við munum endurbyggja efnahag og velferð landsins. Aftur! Höfundur er meðlimur Framsóknarflokksins og rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ég á frænda í Þýskalandi sem er menntaður smiður. Hann rak einu sinni eigið fyrirtæki en rekstur þess gekk frekar illa, sérstaklega þegar efnahagshrunið gekk í garð árið 2008. Merkilegt nokk þá fundu þjóðverjar einnig fyrir hruninu, en reyndar var upplifun þeirra ekki alveg jafn dramatísk og okkar hér á Íslandi. Eftir að hafa gefist upp á rekstrinum gerðist frændi minn verktaki. Vinnan sem hann fékk var kannski ekki sú sem hann hafði upphaflega vonast eftir en tekjurnar og vinnutíminn voru í það minnsta stöðug. Alveg þar til núna í vor. Skyndilega biðu hans fleiri verkefni og meiri vinna en hann hafði nokkru sinni fengið og fór nú aldeilis að hækka í pyngjunni hans. Frændi minn er verktaki hjá líkkistusmiðju. Sambandslandið hans er eitt þeirra sem að í Þýskalandi fóru hvað verst út úr Covid-19 faraldrinum. Hér sannast gamalt spakmæli um að dauði eins er annars brauð. Það er ekkert leyndarmál að framundan eru erfiðir tímar. Atvinnuleysi er í algleymingi, efnahagurinn hefur tekið á sig gríðarlegt högg og hvert sem litið er blasir við óvissa og örvænting. Er mér m.a. hugsað til föður míns sem að rekur ferðaþjónustufyrirtæki útá landi, en fyrir honum er útlitið kolsvart framundan. Við megum samt ekki gleyma því sem að mikilvægast er, en það er lífið sjálft. Þrátt fyrir ástandið hér á landi og þrátt fyrir að hér hafi orðið mannfall, þá þykir mér samt rétt að benda á að ástandið gæti verið mun verra. Þeir sem hafa það að atvinnu hérlendis að smíða líkkistur munu ekki verða jafn ríkir af þessu og sumir af kolegum þeirra erlendis. Nú ber okkur, sem þjóð, að horfa fram á vegin, að finna björtu hliðarnar. Og við munum finna þær. Öllum krísum fylgja tækifæri. Við Íslendingar höfum sýnt fram á það í gegnum tíðina að við erum einstaklega þrautseig þegar kemur að krísum. Við endurbyggðum Heimaey, við höfum endurbyggt efnahaginn eftir hrun, oftar en einu sinni. Við virðumst hafa staðið af okkur mest allan faraldurinn og við munum, með þessari sömu þrautsegju, samvinnu og aðlögunarhæfni, standast þetta högg sem efnahagurinn varð fyrir. Við munum endurbyggja efnahag og velferð landsins. Aftur! Höfundur er meðlimur Framsóknarflokksins og rithöfundur.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar