Formaður aðalstjórnar FH um ótrúlegan sigur á Dusty: „Einhver mesta innpökkun sem sést hefur lengi“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. júní 2020 12:45 Formaður FH var mjög ánægður með magnaðan sigur liðsins á Dusty. Mynd/Skjáskot FH vann ótrúlegan 2-0 sigur á Dusty í undanúrslitum Stórmeistaramóts Vodafone deildarinnar. Rosalegur sigur þar sem Dusty er það næsta sem við komumst atvinnumannaliði hér á landi. Áhugavert innslag um viðureign liðanna og viðtöl við formann aðalstjórnar FH, fyrirliða rafíþróttaliðsins og liðstjóra má sjá neðst í fréttinni. „FH leggja Dusty 2-0, þetta er fyrirsögn,“ sagði Kristján Einar Kristjánsson, rafíþróttasérfræðingur, en hann lýsti viðureigninni. „Að ná 12-0 er mjög sjaldgæft, þetta var bara rúst. Þeir [Dusty kunna kannski ekki alveg að bregðast við ef þeir tapa. Hvað gera þeir þá?“ sagði Auðunn Rúnar Gissurarson, fyrirliði rafíþróttaliðs FH. Jafnframt sagði Auðunn Rúnar að leikmenn FH myndu æfa vel fram að úrslitaleik en hann fer fram á sunnudaginn. Þá var rætt við Viðar Halldórsson, formann FH. „Það er sama með rafíþróttadeildina og aðrar deildir, við viljum bara vinna og það er frábært að þeir séu komnir í úrslitin eftir að pakka Dusty saman í undanúrslitunum “ sagði Viðar kíminn. „Mér skilst þetta sé einhver mesta innpökkun sem sést hefur lengi og það skiptir miklu máli, við viljum bara vinna,“ sagði Viðar kíminn áður en hann hélt áfram að strá salti í sár Dusty-manna. „Ég held að flestir FH-ingar séu spenntir fyrir þessu og það skiptir máli því þetta er að verða hörkusport og við viljum vera í þeim íþróttagreinum sem eitthvað varið er í.“ Klippa: Ótrúlegur sigur FH á Dusty Íþróttir Rafíþróttir Vodafone-deildin FH Tengdar fréttir Fylkir og FH óvænt í úrslit Undanúrslit Stórmeistaramóts Vodafone fór fram í gærkvöldi er Fylkir og FH tryggðu sér sæti í úrslitum. Fylkir sigraði feiknasterkt lið KR og FH sigraði óvænt Íslandsmeistara Dusty. Sviðið er því sett fyrir úrslitaleikin 7. Júní nk. 1. júní 2020 21:10 FH og Dusty áfram í undanúrslit Í gær fór fram seinni umferð í Stórmeistarmóti Vodafone. Mikil spenna var fyrir leik Þór og FH enda hnífjöfn að getu. Í seinni leiknum fengu nýliðar BadCompany eldskírn frá Íslandsmeisturum Dusty. 31. maí 2020 14:32 Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti
FH vann ótrúlegan 2-0 sigur á Dusty í undanúrslitum Stórmeistaramóts Vodafone deildarinnar. Rosalegur sigur þar sem Dusty er það næsta sem við komumst atvinnumannaliði hér á landi. Áhugavert innslag um viðureign liðanna og viðtöl við formann aðalstjórnar FH, fyrirliða rafíþróttaliðsins og liðstjóra má sjá neðst í fréttinni. „FH leggja Dusty 2-0, þetta er fyrirsögn,“ sagði Kristján Einar Kristjánsson, rafíþróttasérfræðingur, en hann lýsti viðureigninni. „Að ná 12-0 er mjög sjaldgæft, þetta var bara rúst. Þeir [Dusty kunna kannski ekki alveg að bregðast við ef þeir tapa. Hvað gera þeir þá?“ sagði Auðunn Rúnar Gissurarson, fyrirliði rafíþróttaliðs FH. Jafnframt sagði Auðunn Rúnar að leikmenn FH myndu æfa vel fram að úrslitaleik en hann fer fram á sunnudaginn. Þá var rætt við Viðar Halldórsson, formann FH. „Það er sama með rafíþróttadeildina og aðrar deildir, við viljum bara vinna og það er frábært að þeir séu komnir í úrslitin eftir að pakka Dusty saman í undanúrslitunum “ sagði Viðar kíminn. „Mér skilst þetta sé einhver mesta innpökkun sem sést hefur lengi og það skiptir miklu máli, við viljum bara vinna,“ sagði Viðar kíminn áður en hann hélt áfram að strá salti í sár Dusty-manna. „Ég held að flestir FH-ingar séu spenntir fyrir þessu og það skiptir máli því þetta er að verða hörkusport og við viljum vera í þeim íþróttagreinum sem eitthvað varið er í.“ Klippa: Ótrúlegur sigur FH á Dusty
Íþróttir Rafíþróttir Vodafone-deildin FH Tengdar fréttir Fylkir og FH óvænt í úrslit Undanúrslit Stórmeistaramóts Vodafone fór fram í gærkvöldi er Fylkir og FH tryggðu sér sæti í úrslitum. Fylkir sigraði feiknasterkt lið KR og FH sigraði óvænt Íslandsmeistara Dusty. Sviðið er því sett fyrir úrslitaleikin 7. Júní nk. 1. júní 2020 21:10 FH og Dusty áfram í undanúrslit Í gær fór fram seinni umferð í Stórmeistarmóti Vodafone. Mikil spenna var fyrir leik Þór og FH enda hnífjöfn að getu. Í seinni leiknum fengu nýliðar BadCompany eldskírn frá Íslandsmeisturum Dusty. 31. maí 2020 14:32 Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti
Fylkir og FH óvænt í úrslit Undanúrslit Stórmeistaramóts Vodafone fór fram í gærkvöldi er Fylkir og FH tryggðu sér sæti í úrslitum. Fylkir sigraði feiknasterkt lið KR og FH sigraði óvænt Íslandsmeistara Dusty. Sviðið er því sett fyrir úrslitaleikin 7. Júní nk. 1. júní 2020 21:10
FH og Dusty áfram í undanúrslit Í gær fór fram seinni umferð í Stórmeistarmóti Vodafone. Mikil spenna var fyrir leik Þór og FH enda hnífjöfn að getu. Í seinni leiknum fengu nýliðar BadCompany eldskírn frá Íslandsmeisturum Dusty. 31. maí 2020 14:32