Tvítugur karlmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna heimilisofbeldis: Hlaut dóm fyrir stórfellda líkamsárás í mars Sylvía Hall og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 1. júní 2020 18:34 Maðurinn hlaut tólf mánaða dóm í mars fyrir annað ofbeldisbrot. Vísir/Frikki Tvítugur karlmaður var í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald til 26. júní eftir að hafa ráðist á nátengdan aðila. Maðurinn var á reynslulausn eftir að hafa hlotið tólf mánaða dóm fyrir hrottalega líkamsárás á sautján ára unnustu sína. Maðurinn, sem er tvítugur, var dæmdur í héraðsdómi Reykjavíkur í mars síðastliðnum fyrir hótanir í garð barnsmóður sinnar annars vegar og afar grófar líkamsárásir á fyrrverandi kærustu hins vegar. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald í október síðastliðnum vegna árásarinnar og hafði þegar afplánað hálfan dóminn í gæsluvarðhaldi. Hann var því laus úr fangelsi þegar hann var handtekinn um helgina eftir alvarlegt heimilisofbeldi. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn staðfestir að karlmaður um tvítugt hafi verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í dag til 26. júní, en hann var handtekinn í gær grunaður um heimilisofbeldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu er varðhaldið á grundvelli almannahagsmuna. Árasin á fyrrverandi kærustu mannsins á sínum tíma þótti afar hrottafengin. Lögreglu barst í gegnum Neyðarlínuna um blóðuga manneskju við Geirsgötu skammt frá Kolaportinu umrædda nótt. Þar hafi karlmaðurinn verið blóðugur í framan og skólaus, sitjandi yfir stúlku sem hafi verið í sjáanlega miklu uppnámi og mjög blóðug í framan. Við nánari skoðun kom í ljós að hægra augað á stúlkunni var svo mikið bólgið að hún gat ekki opnað það. Kærastan, sem var á þeim tíma sautján ára gömul, hlaut alvarlega áverka í andliti; augntóftargólfsbrot báðu megin, nefbeinsbrot, opið sár á höfði og maráverka víðs vegar um líkamann. Þá játaði hann sömuleiðis að hafa slegið kærustuna fyrrverandi rúmum mánuði fyrr en bar fyrir sig að hafa verið að verjast spörkum og höggum hennar. Dómurinn taldi framburð hans ótrúverðugan og dæmdi hann fyrir þá árás sömuleiðis. Lögreglumál Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Áfrýja dómi yfir manni sem réðst á fyrrverandi kærustu sína Tólf mánaða fangelsisdómi yfir ungum manni sem réðst á fyrrverandi kærustu sína og hafði í hótunum við barnsmóður sína verður áfrýjað til Landsréttar. Ríkisútvarpið segir að ríkissaksóknari hafi tekið ákvörðun um þetta. 17. apríl 2020 23:40 Ákærður fyrir stórfellda líkamsárás gegn sautján ára kærustu sinni og ofbeldi gegn annarri átján ára stúlku Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært tvítugan karlmann fyrir stórfellda líkamsárás gegn sautján ára kærustu sinni. Hann er einnig ákærður fyrir ofbeldisbrot og hótanir gegn annarri átján ára stúlku. 13. janúar 2020 18:30 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Tvítugur karlmaður var í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald til 26. júní eftir að hafa ráðist á nátengdan aðila. Maðurinn var á reynslulausn eftir að hafa hlotið tólf mánaða dóm fyrir hrottalega líkamsárás á sautján ára unnustu sína. Maðurinn, sem er tvítugur, var dæmdur í héraðsdómi Reykjavíkur í mars síðastliðnum fyrir hótanir í garð barnsmóður sinnar annars vegar og afar grófar líkamsárásir á fyrrverandi kærustu hins vegar. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald í október síðastliðnum vegna árásarinnar og hafði þegar afplánað hálfan dóminn í gæsluvarðhaldi. Hann var því laus úr fangelsi þegar hann var handtekinn um helgina eftir alvarlegt heimilisofbeldi. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn staðfestir að karlmaður um tvítugt hafi verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í dag til 26. júní, en hann var handtekinn í gær grunaður um heimilisofbeldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu er varðhaldið á grundvelli almannahagsmuna. Árasin á fyrrverandi kærustu mannsins á sínum tíma þótti afar hrottafengin. Lögreglu barst í gegnum Neyðarlínuna um blóðuga manneskju við Geirsgötu skammt frá Kolaportinu umrædda nótt. Þar hafi karlmaðurinn verið blóðugur í framan og skólaus, sitjandi yfir stúlku sem hafi verið í sjáanlega miklu uppnámi og mjög blóðug í framan. Við nánari skoðun kom í ljós að hægra augað á stúlkunni var svo mikið bólgið að hún gat ekki opnað það. Kærastan, sem var á þeim tíma sautján ára gömul, hlaut alvarlega áverka í andliti; augntóftargólfsbrot báðu megin, nefbeinsbrot, opið sár á höfði og maráverka víðs vegar um líkamann. Þá játaði hann sömuleiðis að hafa slegið kærustuna fyrrverandi rúmum mánuði fyrr en bar fyrir sig að hafa verið að verjast spörkum og höggum hennar. Dómurinn taldi framburð hans ótrúverðugan og dæmdi hann fyrir þá árás sömuleiðis.
Lögreglumál Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Áfrýja dómi yfir manni sem réðst á fyrrverandi kærustu sína Tólf mánaða fangelsisdómi yfir ungum manni sem réðst á fyrrverandi kærustu sína og hafði í hótunum við barnsmóður sína verður áfrýjað til Landsréttar. Ríkisútvarpið segir að ríkissaksóknari hafi tekið ákvörðun um þetta. 17. apríl 2020 23:40 Ákærður fyrir stórfellda líkamsárás gegn sautján ára kærustu sinni og ofbeldi gegn annarri átján ára stúlku Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært tvítugan karlmann fyrir stórfellda líkamsárás gegn sautján ára kærustu sinni. Hann er einnig ákærður fyrir ofbeldisbrot og hótanir gegn annarri átján ára stúlku. 13. janúar 2020 18:30 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Áfrýja dómi yfir manni sem réðst á fyrrverandi kærustu sína Tólf mánaða fangelsisdómi yfir ungum manni sem réðst á fyrrverandi kærustu sína og hafði í hótunum við barnsmóður sína verður áfrýjað til Landsréttar. Ríkisútvarpið segir að ríkissaksóknari hafi tekið ákvörðun um þetta. 17. apríl 2020 23:40
Ákærður fyrir stórfellda líkamsárás gegn sautján ára kærustu sinni og ofbeldi gegn annarri átján ára stúlku Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært tvítugan karlmann fyrir stórfellda líkamsárás gegn sautján ára kærustu sinni. Hann er einnig ákærður fyrir ofbeldisbrot og hótanir gegn annarri átján ára stúlku. 13. janúar 2020 18:30