Tíu þúsund sýndaráhorfendur á leik Jóns Dags og félaga í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2020 09:30 Jón Dagur Þorsteinsson með boltann í leik AGF og Randers í gær en fyrir aftan hann má sjá sýndaráhorfendurnar sem studdu liðið sitt í gegnum Zoom fjarfundabúnaðinn. EPA-EFE/HENNING BAGGER Íslenski knattspyrnumaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson var í liði AGF Aarhus í gær þegar liðið spilaði vægast sagt mjög skrýtinn heimaleik. Það var ekki nóg með að þetta var fyrsti alvöru knattspyrnuleikur liðanna í langan tíma þá var umgjörðin í kringum leikinn afar sérstök. AGF tók þarna á móti Randers á heimavelli sínum Ceres Park sem var ekki með neina alvöru áhorfendur en það voru samt áhorfendur á vellinum í gegn fjarfundabúnaðinn Zoom. Danish club AGF Aarhus let 10,000 fans cheer them on via a Zoom 'virtual grandstand' as season restarts https://t.co/tGKYtQlJUi— MailOnline Sport (@MailSport) May 29, 2020 Alls fengu tíu þúsund stuðningsmenn AGF að fá að vera með á þessu risa Zoom-spjalli. AGF var síðan með fullt af skjáum á vellinum þar sem áhorfendurnir sáust í gegnum fjarfundakerfið. Skjáirnir voru niðri við leikvöllinn og fóru ekkert framhjá leikmönnunum sem spiluðu þennan leik. Hér fyrir neðan má sjá hvernig skjáunum var stillt upp neðst í áhorfendastúkunni og þeir voru því ekki lang frá vellinum sjálfum. Full marks for creative thinking in the Danish Superliga tonight Aarhus fans have Zoomed in for the game. pic.twitter.com/59TbpBzD7l— Marathonbet (@marathonbet) May 28, 2020 Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli en Jón Dagur var tekinn af velli á 67. mínútu þegar AGF var marki undir. Jöfnunarmarkið kom ekki fyrr en í uppbótatíma. Þetta var athyglisverð tilraun hjá AGF og setti vissulega mikinn svip á leikinn. Það voru samt einhverjir mjög ósáttir því þeir héldu að þeir fengu að sjá leikinn í gegnum Zoom en svo var ekki. Discovery á sjónvarpsréttinn frá dönsku deildinni og þessir fjaráhorfendur þurftu því að vera að horfa á sjónvarpið sitt ætluðu þeir að sjá hvað var að gerast inn á vellinum. Danish football returned today, and fans were able to watch from a virtual stand on Zoom pic.twitter.com/yjkJq1g1aR— B/R Football (@brfootball) May 28, 2020 Danski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Fleiri fréttir Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Sjá meira
Íslenski knattspyrnumaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson var í liði AGF Aarhus í gær þegar liðið spilaði vægast sagt mjög skrýtinn heimaleik. Það var ekki nóg með að þetta var fyrsti alvöru knattspyrnuleikur liðanna í langan tíma þá var umgjörðin í kringum leikinn afar sérstök. AGF tók þarna á móti Randers á heimavelli sínum Ceres Park sem var ekki með neina alvöru áhorfendur en það voru samt áhorfendur á vellinum í gegn fjarfundabúnaðinn Zoom. Danish club AGF Aarhus let 10,000 fans cheer them on via a Zoom 'virtual grandstand' as season restarts https://t.co/tGKYtQlJUi— MailOnline Sport (@MailSport) May 29, 2020 Alls fengu tíu þúsund stuðningsmenn AGF að fá að vera með á þessu risa Zoom-spjalli. AGF var síðan með fullt af skjáum á vellinum þar sem áhorfendurnir sáust í gegnum fjarfundakerfið. Skjáirnir voru niðri við leikvöllinn og fóru ekkert framhjá leikmönnunum sem spiluðu þennan leik. Hér fyrir neðan má sjá hvernig skjáunum var stillt upp neðst í áhorfendastúkunni og þeir voru því ekki lang frá vellinum sjálfum. Full marks for creative thinking in the Danish Superliga tonight Aarhus fans have Zoomed in for the game. pic.twitter.com/59TbpBzD7l— Marathonbet (@marathonbet) May 28, 2020 Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli en Jón Dagur var tekinn af velli á 67. mínútu þegar AGF var marki undir. Jöfnunarmarkið kom ekki fyrr en í uppbótatíma. Þetta var athyglisverð tilraun hjá AGF og setti vissulega mikinn svip á leikinn. Það voru samt einhverjir mjög ósáttir því þeir héldu að þeir fengu að sjá leikinn í gegnum Zoom en svo var ekki. Discovery á sjónvarpsréttinn frá dönsku deildinni og þessir fjaráhorfendur þurftu því að vera að horfa á sjónvarpið sitt ætluðu þeir að sjá hvað var að gerast inn á vellinum. Danish football returned today, and fans were able to watch from a virtual stand on Zoom pic.twitter.com/yjkJq1g1aR— B/R Football (@brfootball) May 28, 2020
Danski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Fleiri fréttir Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Sjá meira