Myndband:Nýr Nissan Z sést loksins Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 29. maí 2020 07:00 Nýr Nissan Z Eftir 12 ár af framleiðslu af 370Z hefur Nissan loksins tilkynnt um að ný kynslóð sé væntanleg. Á Youtube-rás Nissan má sjá myndband þar sem fjöldi nýrra kynslóða kemur fram, þar á meðal Nissan Z. Nissan ætlar sér að kynna 12 nýjar gerðir eða nýjar kynslóðir á næstu 18 mánuðum. Margt bílaáhugafólk mun fagna því að þar á meðal leynist Nissan Z af nýjustu gerð. Myndbandið er titlað „Næst hjá Nissan: Frá A til Z.“ (Nissan Next: From A to Z á frummálinu). Myndbandið byrjar á Nissan Ariya og endar á Z. Svo virðist sem hinar gerðirnar séu Armanda, Frontier, Kicks, Murano, Navara, Note, Pathfinder, Qashqai, Rouge og Terra. Engar nánari upplýsingar eru um nýjan Z en orðrómur er á kreiki um að hann muni kallast 400Z og vélin verði 3,0 lítra V6 sem tveimur forþjöppum. Þá á hún að skila á milli 400 og 500 hestöflum. Líklega verður hann áfram afturhjóladrifin og bæði fáanlegur beinskiptur og sjálfskiptur. Bílar Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent
Eftir 12 ár af framleiðslu af 370Z hefur Nissan loksins tilkynnt um að ný kynslóð sé væntanleg. Á Youtube-rás Nissan má sjá myndband þar sem fjöldi nýrra kynslóða kemur fram, þar á meðal Nissan Z. Nissan ætlar sér að kynna 12 nýjar gerðir eða nýjar kynslóðir á næstu 18 mánuðum. Margt bílaáhugafólk mun fagna því að þar á meðal leynist Nissan Z af nýjustu gerð. Myndbandið er titlað „Næst hjá Nissan: Frá A til Z.“ (Nissan Next: From A to Z á frummálinu). Myndbandið byrjar á Nissan Ariya og endar á Z. Svo virðist sem hinar gerðirnar séu Armanda, Frontier, Kicks, Murano, Navara, Note, Pathfinder, Qashqai, Rouge og Terra. Engar nánari upplýsingar eru um nýjan Z en orðrómur er á kreiki um að hann muni kallast 400Z og vélin verði 3,0 lítra V6 sem tveimur forþjöppum. Þá á hún að skila á milli 400 og 500 hestöflum. Líklega verður hann áfram afturhjóladrifin og bæði fáanlegur beinskiptur og sjálfskiptur.
Bílar Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent