Myndband:Nýr Nissan Z sést loksins Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 29. maí 2020 07:00 Nýr Nissan Z Eftir 12 ár af framleiðslu af 370Z hefur Nissan loksins tilkynnt um að ný kynslóð sé væntanleg. Á Youtube-rás Nissan má sjá myndband þar sem fjöldi nýrra kynslóða kemur fram, þar á meðal Nissan Z. Nissan ætlar sér að kynna 12 nýjar gerðir eða nýjar kynslóðir á næstu 18 mánuðum. Margt bílaáhugafólk mun fagna því að þar á meðal leynist Nissan Z af nýjustu gerð. Myndbandið er titlað „Næst hjá Nissan: Frá A til Z.“ (Nissan Next: From A to Z á frummálinu). Myndbandið byrjar á Nissan Ariya og endar á Z. Svo virðist sem hinar gerðirnar séu Armanda, Frontier, Kicks, Murano, Navara, Note, Pathfinder, Qashqai, Rouge og Terra. Engar nánari upplýsingar eru um nýjan Z en orðrómur er á kreiki um að hann muni kallast 400Z og vélin verði 3,0 lítra V6 sem tveimur forþjöppum. Þá á hún að skila á milli 400 og 500 hestöflum. Líklega verður hann áfram afturhjóladrifin og bæði fáanlegur beinskiptur og sjálfskiptur. Bílar Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent
Eftir 12 ár af framleiðslu af 370Z hefur Nissan loksins tilkynnt um að ný kynslóð sé væntanleg. Á Youtube-rás Nissan má sjá myndband þar sem fjöldi nýrra kynslóða kemur fram, þar á meðal Nissan Z. Nissan ætlar sér að kynna 12 nýjar gerðir eða nýjar kynslóðir á næstu 18 mánuðum. Margt bílaáhugafólk mun fagna því að þar á meðal leynist Nissan Z af nýjustu gerð. Myndbandið er titlað „Næst hjá Nissan: Frá A til Z.“ (Nissan Next: From A to Z á frummálinu). Myndbandið byrjar á Nissan Ariya og endar á Z. Svo virðist sem hinar gerðirnar séu Armanda, Frontier, Kicks, Murano, Navara, Note, Pathfinder, Qashqai, Rouge og Terra. Engar nánari upplýsingar eru um nýjan Z en orðrómur er á kreiki um að hann muni kallast 400Z og vélin verði 3,0 lítra V6 sem tveimur forþjöppum. Þá á hún að skila á milli 400 og 500 hestöflum. Líklega verður hann áfram afturhjóladrifin og bæði fáanlegur beinskiptur og sjálfskiptur.
Bílar Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent