Svona var matseðillinn á Hótel Borg 1944 Stefán Árni Pálsson skrifar 25. maí 2020 12:31 Hótel Borg er 90 ára í dag. Í dag eru 90 ár liðin frá opnun Hótel Borgar við Austurvöll. Í tilefni dagsins verður opið hús á milli klukkan 16:30 og 19:00 og mun Stefán Pálsson sagnfræðingur segja sögu Hótel Borgar og leiða gesti um húsið. Þetta kemur fram í tilkynningu Hótel Borgar. Sigríður Thorlacius, Guðmundur Óskar og Ómar Guðjónson munu syngja og spila lögin sem ómað hafa á Hótel Borg í gegnum tíðina. Hótelið var opnað í maí 1930 eða rétt fyrir 1000 ára afmæli Alþingis. Það þótti mikið afrek en húsið var opnað 18 mánuðum eftir að framkvæmdir hófust. Von var á miklum fjölda vegna Alþingshátíðarinnar, þar á meðal erlendu kóngafólki og var því mikið kappsmál að bjóða upp á gistingu sem myndi hæfa slíkum gestum. Jóhannes Jósefsson glímukappi, sem ætíð var kenndur við Borg, lagði allt sitt fé í að reisa Hótel Borg í Reykjavík og rak það næstu þrjátíu árin, eða þar til hann settist í helgan stein árið 1960. Jóhannes á Borg ásamt eiginkonu sinni Karólínu Amalíu Guðlaugsdóttur. Fjörutíu herbergja lúxushótelið var hannað af Guðjóni Samúelssyni og voru húsakynnin glæsilegri en fólk átti að venjast hér á landi. Mikið var lagt í alla innanstokksmuni, skreytingar, borðbúnað og listmuni. Lengi vel var Borgin eina löglega vínveitingahúsið á landinu og lykilstofnun í öllu skemmtanalífi og tónlistarsögu hér á landi. Allar fínni samkomur voru haldnar á Borginni og það er ekki fyrr en í kringum 1950 að það fleiri valkostir verða mögulegir. Þegar breski herinn gekk hér á land þann 10. maí 1940 lagði hann undir sig Hótel Borg ásamt fleiri byggingar eins og Austurbæjarskóla, Miðbæjarskóla og Menntaskólann í Reykjavík. Hótel Borg hefur að geyma mikla sögu og hafa flestir Íslendingar einhverjar minningar þaðan. Í dag er Hótel Borg eitt af hótelum Keahótela sem reka tíu hótel um land allt. Hér að neðan má sjá hvernig matseðillinn leit út á Hótel Borg fyrir nokkrum áratugum. Matseðillinn árið 1944. Matseðillinn árið 1953. Tímamót Matur Reykjavík Einu sinni var... Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira
Í dag eru 90 ár liðin frá opnun Hótel Borgar við Austurvöll. Í tilefni dagsins verður opið hús á milli klukkan 16:30 og 19:00 og mun Stefán Pálsson sagnfræðingur segja sögu Hótel Borgar og leiða gesti um húsið. Þetta kemur fram í tilkynningu Hótel Borgar. Sigríður Thorlacius, Guðmundur Óskar og Ómar Guðjónson munu syngja og spila lögin sem ómað hafa á Hótel Borg í gegnum tíðina. Hótelið var opnað í maí 1930 eða rétt fyrir 1000 ára afmæli Alþingis. Það þótti mikið afrek en húsið var opnað 18 mánuðum eftir að framkvæmdir hófust. Von var á miklum fjölda vegna Alþingshátíðarinnar, þar á meðal erlendu kóngafólki og var því mikið kappsmál að bjóða upp á gistingu sem myndi hæfa slíkum gestum. Jóhannes Jósefsson glímukappi, sem ætíð var kenndur við Borg, lagði allt sitt fé í að reisa Hótel Borg í Reykjavík og rak það næstu þrjátíu árin, eða þar til hann settist í helgan stein árið 1960. Jóhannes á Borg ásamt eiginkonu sinni Karólínu Amalíu Guðlaugsdóttur. Fjörutíu herbergja lúxushótelið var hannað af Guðjóni Samúelssyni og voru húsakynnin glæsilegri en fólk átti að venjast hér á landi. Mikið var lagt í alla innanstokksmuni, skreytingar, borðbúnað og listmuni. Lengi vel var Borgin eina löglega vínveitingahúsið á landinu og lykilstofnun í öllu skemmtanalífi og tónlistarsögu hér á landi. Allar fínni samkomur voru haldnar á Borginni og það er ekki fyrr en í kringum 1950 að það fleiri valkostir verða mögulegir. Þegar breski herinn gekk hér á land þann 10. maí 1940 lagði hann undir sig Hótel Borg ásamt fleiri byggingar eins og Austurbæjarskóla, Miðbæjarskóla og Menntaskólann í Reykjavík. Hótel Borg hefur að geyma mikla sögu og hafa flestir Íslendingar einhverjar minningar þaðan. Í dag er Hótel Borg eitt af hótelum Keahótela sem reka tíu hótel um land allt. Hér að neðan má sjá hvernig matseðillinn leit út á Hótel Borg fyrir nokkrum áratugum. Matseðillinn árið 1944. Matseðillinn árið 1953.
Tímamót Matur Reykjavík Einu sinni var... Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira