Daði Freyr gefur út nýtt lag Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. maí 2020 10:26 Daði (fyrir miðju) ásamt Gagnamagninu góða. Skjáskot Daði Freyr Pétursson, höfuðpaurinn á bak við hljómsveitina Daði og Gagnamagnið, hefur gefið frá sér nýtt lag. Lagið ber heitið Where We Wanna Be og aðdáendur Daða þyrftu ekki að hlusta lengi á lagið áður en þeim yrði ljóst hvaðan lagið er komið. Með öðrum orðum: Það er Daða-vibe í laginu. Hér að neðan má hlusta á það. Daði Freyr hefði í síðustu viku átt að keppa fyrir Íslands hönd í Eurovision, söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, sem fram hefði farið í Rotterdam í Hollandi ef ekki hefði verið fyrir faraldur kórónuveirunnar. Margur Íslendingurinn er raunar á því að í ár hafi verið okkar ár, þar sem bókarar og aðrir veðmálasérfræðingar spáðu Íslandi sigri. Þá hafa Daði og Gagnamagnið hans, með lagið Think About Things, borið sigur úr býtum í nokkrum „litlum Eurovision-keppnum“ þátttökulanda. Keppnirnar virka þannig að öll lögin sem hefðu átt að keppa eru spiluð, og þjóðin sem á í hlut velur síðan sitt uppáhaldslag. Meðal þeirra þjóða sem völdu framlag Íslands sem sitt uppáhald eru Norðmenn, Danir og Ástralir. Ljóst er að lagið sem Daði hugðist halda með til Hollands hefur vakið talsverða athygli. Þegar þetta er skrifað er lagið með meira en tíu og hálfa milljón spilana á Spotify. Eins er tónlistarmyndbandið við lagið, sem sjá má hér að neðan, með rúmar átta milljónir spilana. Það hefur einnig verið notað ótal sinnum í myndböndum á hinu geysivinsæla samskiptaforriti TikTok. Eurovision Tónlist Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Daði Freyr Pétursson, höfuðpaurinn á bak við hljómsveitina Daði og Gagnamagnið, hefur gefið frá sér nýtt lag. Lagið ber heitið Where We Wanna Be og aðdáendur Daða þyrftu ekki að hlusta lengi á lagið áður en þeim yrði ljóst hvaðan lagið er komið. Með öðrum orðum: Það er Daða-vibe í laginu. Hér að neðan má hlusta á það. Daði Freyr hefði í síðustu viku átt að keppa fyrir Íslands hönd í Eurovision, söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, sem fram hefði farið í Rotterdam í Hollandi ef ekki hefði verið fyrir faraldur kórónuveirunnar. Margur Íslendingurinn er raunar á því að í ár hafi verið okkar ár, þar sem bókarar og aðrir veðmálasérfræðingar spáðu Íslandi sigri. Þá hafa Daði og Gagnamagnið hans, með lagið Think About Things, borið sigur úr býtum í nokkrum „litlum Eurovision-keppnum“ þátttökulanda. Keppnirnar virka þannig að öll lögin sem hefðu átt að keppa eru spiluð, og þjóðin sem á í hlut velur síðan sitt uppáhaldslag. Meðal þeirra þjóða sem völdu framlag Íslands sem sitt uppáhald eru Norðmenn, Danir og Ástralir. Ljóst er að lagið sem Daði hugðist halda með til Hollands hefur vakið talsverða athygli. Þegar þetta er skrifað er lagið með meira en tíu og hálfa milljón spilana á Spotify. Eins er tónlistarmyndbandið við lagið, sem sjá má hér að neðan, með rúmar átta milljónir spilana. Það hefur einnig verið notað ótal sinnum í myndböndum á hinu geysivinsæla samskiptaforriti TikTok.
Eurovision Tónlist Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira