Aðgerðir miði að fyrirtækjum sem þykja lífvænleg Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. mars 2020 19:33 Aðgerðir ríkisstjórnarinnar voru kynntar á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum í dag. Vísir/Vilhelm Seðlabankinn hefur flýtt vaxtaákvörðun sinni um viku og ákvörðun sína í fyrramálið. Fyrirtæki sem lenda í tímabundnum rekstrarörðuleikum geta frestað skilum á sköttum og gjöldum samkvæmt aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnin kynnti aðgerðir í sjö liðum um hvernig bregðast skuli við efnahagslegum áhrifum af völdum kórónuveirunnar í ráðherrabústaðnum í morgun. Sjá einnig: Veita fyrirtækjum svigrúm og bæta í opinberar framkvæmdir Veita á fyrirtækjum sem lenda í tímabundnum örðuleikum lengri frest til að skila sköttum og gjöldum. Gistináttaskattur verður afnuminn tímabundið og hugsanlega önnur íþyngjandi gjöld. Markaðsátaki til að kynna Ísland sem áfangastað verður hleypt af stokkunum. Grípa á til ráðstafana til að örva einkaneyslu og eftirspurn og auka kraft í opinberum framkvæmdum. Þá á að efla virkt samráð milli stjórnvalda og samtaka fjármálafyrirtækja um viðbrögð við örðuleikum og innistæður ÍL-sjóðs í Seðlabankanum verða fluttar á innlánsreikninga í bönkum til að auka svigrúm þeirra til útlána. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm Útfærsla hefur ekki verið endanlega ákveðin í öllum tilfellum. „Þetta eru í raun og veru markmiðin sem við erum að setja niður, þetta verður svo sett niður í bandormi sem að sjálfsögðu á eftir að fara fyrir Alþingi og vera ræddur þar. Þannig að við eigum bara von á því á næstunni í raun og veru á næstu vikum að þetta komi inn í þingið sem bandormur. Síðan erum við mjög meðvituð um það að við munum þurfa að taka stöðuna reglulega vegna óvissunnar sem er uppi,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Ekki er sjálfgefið að öllum fyrirtækjum bjóðist þessi úrræði sem kynnt voru í dag. „Við erum sem sagt ekki að horfa til fyrirtækja sem hafa verið í viðvarandi greiðsluvanda og í vanskilum, heldur erum við meira að horfa til fyrirtækja sem eru lífvænleg og hafa burði til þess að standast samkeppni við eðlilegar aðstæður en eru augljóslega að verða fyrir áfalli,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.Vísir/Vilhelm „Víða um lönd hafa verið alls konar viðmiðnotuð í þessu, til dæmis eitthvað tiltekiðtekjufall og annað þess háttar og þessar aðgerðir munum við annars vegar kynna bara meðsamstarfi við lykilstofnanir um þessi efni en einnig í frumvarpi sem verður lagt fyrir þingið.“ Alþýðusambandið gagnrýnir skort á aðgerðum í þágu launafólks í þessum aðgerðapakka sem kynntur var í morgun. „Við erum aðhugsa þessar fjárfestingar, aðvið séum aðfara að búa til nýog fleiri störf þannig aðfólk sem missir vinnuna íeinni atvinnugrein geti hugsanlega farið yfir í aðra,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, á blaðamannafundinum í dag. Fundurinn var táknmálstúlkaður.Vísir/Vilhelm Efnahagsmál Wuhan-veiran Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Seðlabankinn hefur flýtt vaxtaákvörðun sinni um viku og ákvörðun sína í fyrramálið. Fyrirtæki sem lenda í tímabundnum rekstrarörðuleikum geta frestað skilum á sköttum og gjöldum samkvæmt aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnin kynnti aðgerðir í sjö liðum um hvernig bregðast skuli við efnahagslegum áhrifum af völdum kórónuveirunnar í ráðherrabústaðnum í morgun. Sjá einnig: Veita fyrirtækjum svigrúm og bæta í opinberar framkvæmdir Veita á fyrirtækjum sem lenda í tímabundnum örðuleikum lengri frest til að skila sköttum og gjöldum. Gistináttaskattur verður afnuminn tímabundið og hugsanlega önnur íþyngjandi gjöld. Markaðsátaki til að kynna Ísland sem áfangastað verður hleypt af stokkunum. Grípa á til ráðstafana til að örva einkaneyslu og eftirspurn og auka kraft í opinberum framkvæmdum. Þá á að efla virkt samráð milli stjórnvalda og samtaka fjármálafyrirtækja um viðbrögð við örðuleikum og innistæður ÍL-sjóðs í Seðlabankanum verða fluttar á innlánsreikninga í bönkum til að auka svigrúm þeirra til útlána. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm Útfærsla hefur ekki verið endanlega ákveðin í öllum tilfellum. „Þetta eru í raun og veru markmiðin sem við erum að setja niður, þetta verður svo sett niður í bandormi sem að sjálfsögðu á eftir að fara fyrir Alþingi og vera ræddur þar. Þannig að við eigum bara von á því á næstunni í raun og veru á næstu vikum að þetta komi inn í þingið sem bandormur. Síðan erum við mjög meðvituð um það að við munum þurfa að taka stöðuna reglulega vegna óvissunnar sem er uppi,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Ekki er sjálfgefið að öllum fyrirtækjum bjóðist þessi úrræði sem kynnt voru í dag. „Við erum sem sagt ekki að horfa til fyrirtækja sem hafa verið í viðvarandi greiðsluvanda og í vanskilum, heldur erum við meira að horfa til fyrirtækja sem eru lífvænleg og hafa burði til þess að standast samkeppni við eðlilegar aðstæður en eru augljóslega að verða fyrir áfalli,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.Vísir/Vilhelm „Víða um lönd hafa verið alls konar viðmiðnotuð í þessu, til dæmis eitthvað tiltekiðtekjufall og annað þess háttar og þessar aðgerðir munum við annars vegar kynna bara meðsamstarfi við lykilstofnanir um þessi efni en einnig í frumvarpi sem verður lagt fyrir þingið.“ Alþýðusambandið gagnrýnir skort á aðgerðum í þágu launafólks í þessum aðgerðapakka sem kynntur var í morgun. „Við erum aðhugsa þessar fjárfestingar, aðvið séum aðfara að búa til nýog fleiri störf þannig aðfólk sem missir vinnuna íeinni atvinnugrein geti hugsanlega farið yfir í aðra,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, á blaðamannafundinum í dag. Fundurinn var táknmálstúlkaður.Vísir/Vilhelm
Efnahagsmál Wuhan-veiran Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira