Framhaldsskóli á krossgötum – fyrsti hluti Ólafur Haukur Johnson skrifar 10. mars 2020 08:00 Umræða um framhaldsskólann hefur ekki verið fyrirferðarmikil að undanförnu þótt þar bíði umfangsmiklar breytingar sem hrinda þarf í framkvæmd. Vegna tækniframfara munu flest störf taka stórstígum breytingum á næstu árum og áratugum. Því er talið að ungt fólk í dag muni þurfa á róttækri endurmenntun að halda einu sinni til þrisvar um ævina. Margir munu á þeim tímamótum skipta um „aðalstarf.“ Það kallar á breytta kennsluhætti og námsframboð í dag til að auðvelda endurmenntun síðar. Mikilvægt er að Ísland sýni framsýni og djörfung við að endurhugsa nám á þessu skólastigi svo við komumst í röð best menntuðu þjóða veraldar. Vægi sjálfsnáms og stýrðs sjálfsnáms með notkun nýjustu kennslustofuforrita mun vaxa en vægi hefðbundinnar kennslu mun minnka. Mikilvægt er því fyrir kennara að fylgist vel með þróuninni og taka virkan þátt í þeim breytingum sem fram undan eru. Þeir sem ekki gera það munu lenda í vanda um leið og þeir skaða nemendur og nauðsynlega framþróun. Ljóst er að nám mun breytast úr námi sem byggir á staðreyndasöfnun með þeim hætti sem verið hefur yfir í að fremur verði horft á kunnáttu og getu til upplýsingaöflunar auk útsjónarsemi við að leysa ýmis vandamál. Vegna fyrirsjáanlegra breytinga á þjóðfélaginu þarf að hugsa framhaldsskólanám þannig að það verði byggt á traustum kjarna sem hægt er að nýta fyrir háskólanám jafnt á sviði raungreina og félagsvísinda svo dæmi séu nefnd. Jafnframt þarf framhaldsskólanám að vera góður grunnur undir endurmenntun á báðum þessum sviðum eftir áratugi. Þegar í dag erum við farin að sjá þjóðfélagið breytast úr framleiðsluþjóðfélagi síðustu áratuga í nýsköpunarþjóðfélag framtíðarinnar. Af þessari breytingu þarf nám í framhaldsskóla að taka mið. Nám í framhaldsskóla þarf einnig að undirbúa nemendur betur en verið hefur undir mikilvægustu þætti lífs í nútíma þjóðfélagi. Þannig þarf námið ekki aðeins að undirbúa fólk undir háskólanám og starf á vinnumarkaði heldur einnig og ekki síður að hjálpa fólki að finna hamingjuna með því að undirbúa það undir þátttöku í farsælum samskiptum og samböndum, rekstur heimilis, barneignir, barnauppeldi, fjármálalæsi, málefnalega þátttöku í rökræðum, fræðslu um gildi góðs svefns og holls mataræðis fyrir heilbrigt langlífi, svo fátt eitt sé nefnt. Þessum síðustu atriðum, jafn mikilvæg og þau eru, er allt of lítið sinnt í skólum í dag. Það er ótrúlegt svo ekki sé meira sagt. Endurskipuleggja þarf nám í framhaldsskólum með þá hugsun að leiðarljósi að nýta tíma nemenda betur en nú er gert og hafa í huga að nám verður alltaf að vera áhugavert og skemmtilegt. Enginn lærir leiðinlega hluti í illa skipulögðu námi. Líkamsklukka ungs fólks er önnur en þeirra sem eldri eru, þeirra sem skipuleggja nám og sjá um kennslu. Stjórnendur og kennarar verða að átta sig á að þeirra þarfir eiga ekki að stýra skipulagi skólanna. Þar eiga þarfir nemenda að vera í fyrirrúmi, alltaf. Þannig á ekki að hugsa um að hefja kennslu í framhaldsskólum fyrr en mun seinna en gert er núna, jafnvel ekki fyrr en kl. 9.30 – 10.00 að morgni. Síðast en ekki síst. Nám í framhaldsskóla þarf að byggja skipulega upp sjálfstraust nemenda svo þeir verði sterkir, sjálfstæðir og hamingjusamir þátttakendur í nútíma þjóðfélagi. Þessum þætti hefur verið of lítið sinnt í flestum framhaldsskólum til þessa. Þar þarf að verða breyting á. Í öðrum hluta um „framhaldsskóla á krossgötum“ mun ég ræða nánar hvaða breytingar þarf að gera í framhaldsskólunum. Höfundur er skólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Ólafur Haukur Johnson Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Umræða um framhaldsskólann hefur ekki verið fyrirferðarmikil að undanförnu þótt þar bíði umfangsmiklar breytingar sem hrinda þarf í framkvæmd. Vegna tækniframfara munu flest störf taka stórstígum breytingum á næstu árum og áratugum. Því er talið að ungt fólk í dag muni þurfa á róttækri endurmenntun að halda einu sinni til þrisvar um ævina. Margir munu á þeim tímamótum skipta um „aðalstarf.“ Það kallar á breytta kennsluhætti og námsframboð í dag til að auðvelda endurmenntun síðar. Mikilvægt er að Ísland sýni framsýni og djörfung við að endurhugsa nám á þessu skólastigi svo við komumst í röð best menntuðu þjóða veraldar. Vægi sjálfsnáms og stýrðs sjálfsnáms með notkun nýjustu kennslustofuforrita mun vaxa en vægi hefðbundinnar kennslu mun minnka. Mikilvægt er því fyrir kennara að fylgist vel með þróuninni og taka virkan þátt í þeim breytingum sem fram undan eru. Þeir sem ekki gera það munu lenda í vanda um leið og þeir skaða nemendur og nauðsynlega framþróun. Ljóst er að nám mun breytast úr námi sem byggir á staðreyndasöfnun með þeim hætti sem verið hefur yfir í að fremur verði horft á kunnáttu og getu til upplýsingaöflunar auk útsjónarsemi við að leysa ýmis vandamál. Vegna fyrirsjáanlegra breytinga á þjóðfélaginu þarf að hugsa framhaldsskólanám þannig að það verði byggt á traustum kjarna sem hægt er að nýta fyrir háskólanám jafnt á sviði raungreina og félagsvísinda svo dæmi séu nefnd. Jafnframt þarf framhaldsskólanám að vera góður grunnur undir endurmenntun á báðum þessum sviðum eftir áratugi. Þegar í dag erum við farin að sjá þjóðfélagið breytast úr framleiðsluþjóðfélagi síðustu áratuga í nýsköpunarþjóðfélag framtíðarinnar. Af þessari breytingu þarf nám í framhaldsskóla að taka mið. Nám í framhaldsskóla þarf einnig að undirbúa nemendur betur en verið hefur undir mikilvægustu þætti lífs í nútíma þjóðfélagi. Þannig þarf námið ekki aðeins að undirbúa fólk undir háskólanám og starf á vinnumarkaði heldur einnig og ekki síður að hjálpa fólki að finna hamingjuna með því að undirbúa það undir þátttöku í farsælum samskiptum og samböndum, rekstur heimilis, barneignir, barnauppeldi, fjármálalæsi, málefnalega þátttöku í rökræðum, fræðslu um gildi góðs svefns og holls mataræðis fyrir heilbrigt langlífi, svo fátt eitt sé nefnt. Þessum síðustu atriðum, jafn mikilvæg og þau eru, er allt of lítið sinnt í skólum í dag. Það er ótrúlegt svo ekki sé meira sagt. Endurskipuleggja þarf nám í framhaldsskólum með þá hugsun að leiðarljósi að nýta tíma nemenda betur en nú er gert og hafa í huga að nám verður alltaf að vera áhugavert og skemmtilegt. Enginn lærir leiðinlega hluti í illa skipulögðu námi. Líkamsklukka ungs fólks er önnur en þeirra sem eldri eru, þeirra sem skipuleggja nám og sjá um kennslu. Stjórnendur og kennarar verða að átta sig á að þeirra þarfir eiga ekki að stýra skipulagi skólanna. Þar eiga þarfir nemenda að vera í fyrirrúmi, alltaf. Þannig á ekki að hugsa um að hefja kennslu í framhaldsskólum fyrr en mun seinna en gert er núna, jafnvel ekki fyrr en kl. 9.30 – 10.00 að morgni. Síðast en ekki síst. Nám í framhaldsskóla þarf að byggja skipulega upp sjálfstraust nemenda svo þeir verði sterkir, sjálfstæðir og hamingjusamir þátttakendur í nútíma þjóðfélagi. Þessum þætti hefur verið of lítið sinnt í flestum framhaldsskólum til þessa. Þar þarf að verða breyting á. Í öðrum hluta um „framhaldsskóla á krossgötum“ mun ég ræða nánar hvaða breytingar þarf að gera í framhaldsskólunum. Höfundur er skólastjóri.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun