Óttast aðra bylgju vegna mikils fjölda í sýnatökum Sylvía Hall skrifar 16. maí 2020 10:05 Íbúar neyðast til þess að standa í löngum röðum þar sem fólk virðir fjarlægðarmörk misvel. Vísir/AP Íbúar í kínversku borginni Wuhan óttast að umfangsmiklar sýnatökur í borginni geti valdið annarri bylgju kórónuveirusmita vegna þess fjölda sem kemur saman við sýnatökur. Kórónuveirufaraldurinn sem veldur Covid-19 sjúkdómnum er talinn eiga upptök sín í borginni. Margar sýnatökurnar fara fram utandyra við heilsugæslustöðvar og aðrar sjúkrastofnanir í borginni en gripið hefur verið til aðgerða á ný eftir að hópsýking kom upp síðustu helgi. Var það fyrsta dæmið um slíkt frá því að útgöngubanni var aflétt þann 8. apríl síðastliðinn. Í ljósi þess að nýjustu tilfellin voru greind hjá einstaklingum sem hefðu sýnt lítil sem engin einkenni var gripið til þeirra ráða að bjóða fólki að koma í sýnatökur og grípa þannig fyrr inn í. Almenningur hefur þó áhyggjur af þeim mikla fjölda sem kemur þar saman, og myndast oft langar raðir þar sem sýnatökurnar fara fram sem þeir telja að geti aukið hættuna á smiti milli fólks. „Fólk hefur lýst yfir áhyggjum í hópum á samfélagsmiðlum vegna sýnatakanna, þar sem fólk neyðist til þess að standa oft nálægt hvort öðru, og hvort það fylgi því smithætta,“ segir einn íbúi Wuhan í samtali við Reuters. Hann bætti þó við að einhverjir hefðu dregið slík ummæli til baka af ótta við að það verði túlkað sem andstaða við aðgerðir yfirvalda. Þá hefur það valdið togstreitu hversu margir virða ekki fjarlægðarmörk. Á meðan sumir reyna að viðhalda að minnsta kosti eins metra fjarlægð gefa aðrir því lítinn gaum. Biðlað hefur verið til fleiri heilbrigðisstofnanna í borginni að framkvæma sýnatökur til þess að mæta eftirspurn. Einn læknir sem hefur tekið þátt í sýnatökunum sagði starfsfólk vinna allan sólarhringinn til þess að geta tekið sem flest sýni. Samkvæmt tölum á vef Reuters hefur 82.941 tilfelli verið staðfest í Kína og alls 4.633 látist. Þó er talið að fjöldi látinna gæti verið hærri þar sem einkennalausir eru ekki taldir með. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
Íbúar í kínversku borginni Wuhan óttast að umfangsmiklar sýnatökur í borginni geti valdið annarri bylgju kórónuveirusmita vegna þess fjölda sem kemur saman við sýnatökur. Kórónuveirufaraldurinn sem veldur Covid-19 sjúkdómnum er talinn eiga upptök sín í borginni. Margar sýnatökurnar fara fram utandyra við heilsugæslustöðvar og aðrar sjúkrastofnanir í borginni en gripið hefur verið til aðgerða á ný eftir að hópsýking kom upp síðustu helgi. Var það fyrsta dæmið um slíkt frá því að útgöngubanni var aflétt þann 8. apríl síðastliðinn. Í ljósi þess að nýjustu tilfellin voru greind hjá einstaklingum sem hefðu sýnt lítil sem engin einkenni var gripið til þeirra ráða að bjóða fólki að koma í sýnatökur og grípa þannig fyrr inn í. Almenningur hefur þó áhyggjur af þeim mikla fjölda sem kemur þar saman, og myndast oft langar raðir þar sem sýnatökurnar fara fram sem þeir telja að geti aukið hættuna á smiti milli fólks. „Fólk hefur lýst yfir áhyggjum í hópum á samfélagsmiðlum vegna sýnatakanna, þar sem fólk neyðist til þess að standa oft nálægt hvort öðru, og hvort það fylgi því smithætta,“ segir einn íbúi Wuhan í samtali við Reuters. Hann bætti þó við að einhverjir hefðu dregið slík ummæli til baka af ótta við að það verði túlkað sem andstaða við aðgerðir yfirvalda. Þá hefur það valdið togstreitu hversu margir virða ekki fjarlægðarmörk. Á meðan sumir reyna að viðhalda að minnsta kosti eins metra fjarlægð gefa aðrir því lítinn gaum. Biðlað hefur verið til fleiri heilbrigðisstofnanna í borginni að framkvæma sýnatökur til þess að mæta eftirspurn. Einn læknir sem hefur tekið þátt í sýnatökunum sagði starfsfólk vinna allan sólarhringinn til þess að geta tekið sem flest sýni. Samkvæmt tölum á vef Reuters hefur 82.941 tilfelli verið staðfest í Kína og alls 4.633 látist. Þó er talið að fjöldi látinna gæti verið hærri þar sem einkennalausir eru ekki taldir með.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira