Fer ekki saman að segja fólki upp og nýta hlutabótaúrræði á sama tíma segir forstjóri Vinnumálastofnunar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. apríl 2020 21:00 Forstjóri Vinnumálastofnunar segir alls ekki fara saman að segja upp starfsfólki og nýta hlutabótaúrræði stjórnvalda á uppsagnartímanum. Fyrirtæki sem hugsanlega hafi miskilið þetta eru hvött til að draga uppsagnir til baka. Samtök atvinnulífsins, ASÍ og Vinnumálastofnun hafa í gær og í morgun fundað um álitaefni sem snýr að því hvort gera megi samning um hlutaatvinnuleysisbætur á uppsagnartíma. Dæmi eru um að fyrirtæki, sem hafa sagt upp starfsfólki, nýti hlutabótaúrræðið á uppsagnartímabilinu og dragi þannig úr kostnaði við að greiða uppsagnarfrest. „Við höfum komist að niðurstöðu hérna hjá stofnuninni. Við höfum bara verið að kasta á milli okkar skoðunum, aðilar vinnumarkaðarins og við og niðurstaðan okkar er sú að þetta fari alls ekki saman,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Sjá einnig: Hvetja fyrirtæki sem hafa „misskilið reglurnar“ til að draga uppsagnir til baka Félags- og barnamálaráðherra tekur undir túlkun stofnunarinnar. Samtök atvinnulífsins hafa túlkað lögin með öðrum hætti. Unnur hvetur þau fyrirtæki sem hugsanlega hafi brugðið á þetta ráð til að endurskoða. „Annað hvort að draga uppsagnirnar til baka ef að þau geta og vilja hafa fólk á minnkuðu starfshlutfalli. Eða þá að því miður verða þau kannski að taka skrefið til fulls og segja upp sem er náttúrlega afar leitt en tilgangur þessa ákvæðis, sem er til bráðabyrgða í tvo og hálfan mánuð var að auka möguleika fólks, atvinnurekenda og starfsfólksins til þess að viðhalda sínu ráðningarsambandi, ekki til þess að láta uppsagnarfrestinn líða. Því miður það var bara ekki tilgangurinn,“ segir Unnur. Hafi einhver fyrirtæki misskilið reglurnar eða meðvitað brugðið á þetta ráð muni stofnunin alltaf komast að því þegar fram líða stundir. „Okkar túlkun er þessi og ef að fólk er ósátt við hana þá verður bara að kæra slíka niðurstöðu þegar fyrir liggur stjórnsýsluákvörðun. Ef við þurfum að synja fólki um greiðslur í minnkuðu starfshlutfalli vegna þess að það er einnig á uppsagnarfresti þá er hægt að kæra þá ákvörðun og svo verður bara að sjá til þegar það liggur fyrir.“ Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Hlutabótaleiðin Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Forstjóri Vinnumálastofnunar segir alls ekki fara saman að segja upp starfsfólki og nýta hlutabótaúrræði stjórnvalda á uppsagnartímanum. Fyrirtæki sem hugsanlega hafi miskilið þetta eru hvött til að draga uppsagnir til baka. Samtök atvinnulífsins, ASÍ og Vinnumálastofnun hafa í gær og í morgun fundað um álitaefni sem snýr að því hvort gera megi samning um hlutaatvinnuleysisbætur á uppsagnartíma. Dæmi eru um að fyrirtæki, sem hafa sagt upp starfsfólki, nýti hlutabótaúrræðið á uppsagnartímabilinu og dragi þannig úr kostnaði við að greiða uppsagnarfrest. „Við höfum komist að niðurstöðu hérna hjá stofnuninni. Við höfum bara verið að kasta á milli okkar skoðunum, aðilar vinnumarkaðarins og við og niðurstaðan okkar er sú að þetta fari alls ekki saman,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Sjá einnig: Hvetja fyrirtæki sem hafa „misskilið reglurnar“ til að draga uppsagnir til baka Félags- og barnamálaráðherra tekur undir túlkun stofnunarinnar. Samtök atvinnulífsins hafa túlkað lögin með öðrum hætti. Unnur hvetur þau fyrirtæki sem hugsanlega hafi brugðið á þetta ráð til að endurskoða. „Annað hvort að draga uppsagnirnar til baka ef að þau geta og vilja hafa fólk á minnkuðu starfshlutfalli. Eða þá að því miður verða þau kannski að taka skrefið til fulls og segja upp sem er náttúrlega afar leitt en tilgangur þessa ákvæðis, sem er til bráðabyrgða í tvo og hálfan mánuð var að auka möguleika fólks, atvinnurekenda og starfsfólksins til þess að viðhalda sínu ráðningarsambandi, ekki til þess að láta uppsagnarfrestinn líða. Því miður það var bara ekki tilgangurinn,“ segir Unnur. Hafi einhver fyrirtæki misskilið reglurnar eða meðvitað brugðið á þetta ráð muni stofnunin alltaf komast að því þegar fram líða stundir. „Okkar túlkun er þessi og ef að fólk er ósátt við hana þá verður bara að kæra slíka niðurstöðu þegar fyrir liggur stjórnsýsluákvörðun. Ef við þurfum að synja fólki um greiðslur í minnkuðu starfshlutfalli vegna þess að það er einnig á uppsagnarfresti þá er hægt að kæra þá ákvörðun og svo verður bara að sjá til þegar það liggur fyrir.“
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Hlutabótaleiðin Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira