Oft algjör slembilukka að konurnar séu á lífi Stefán Árni Pálsson skrifar 15. apríl 2020 10:29 Sigþrúður hefur verið í Kvennaathvarfinu í þrettán ár. Þúsundir eru heima hjá sér um þessar mundir. Veikir eða í sóttkví eða hræddir við það að veikjast. Við getum ekki hitt margar í einu, skólarnir eru ekki fúnkerandi sem skildi og börnin því meira heima. Í þessum aðstæðum getur skapast hætta segir Sigrúður Guðmundsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins sem óttast að mikið verði að gera hjá þeim í náinni framtíð. „Eins og ástandið er í samfélaginu í dag þá höfum við miklar áhyggjur af konum og börnum sem eru á ofbeldisheimilum. Þessi einangrun, streita og áhyggjur og að börnin eru minna í skólanum sem hefur kannski verið þeirra griðastaður þá höfum við miklar áhyggjur,“ segir Sigþrúður sem hefur verið framkvæmdarstýra hjá kvennaathvarfinu síðustu þrettán ár segir að eftir hrun hafi húsið svo gott sem alltaf verið fullt og það í langan tíma. Fullt af börnum og konum sem gátu ekki verið heima hjá sér vegna andlegs, líkamlegs og jafnvel kynferðislegs ofbeldis. Ofbeldismaðurinn hefur mikla stjórn „Það kom holskefla inn til okkar og var mikið að gera fyrir og eftir hrun. Það er í eðli heimilisofbeldis að fólk leitar sér ekki aðstoðar á meðan ástandið er sem verst. Þetta er ofbeldi í nánum samböndum og ofbeldismaðurinn og brotaþolinn eru tengd mjög nánum böndum. Ofbeldismaðurinn hefur mjög góða stjórn á því hvernig hlutirnir eru skilgreindir á heimilinu.“ Hún segir að það sé meira en að segja það að taka upp töskurnar og koma öllum krökkunum út og flestir í þeim aðstæðum að eiga ekki í mörg hús að vernda. „Það er voðalega auðvelt fyrir okkur hin að segja fólki að fara frá ofbeldismanni en þegar þú ert að fara frá honum ert þú líka að fara frá eiginmanninum, heimilinu og daglega lífinu og kannski afkomunni, eignunum og öllu því sem þú hefur safnað þér í sarpinn í ár eða áratugi.“ Hún segir að mynstrið sé oft mjög líkt. Stundum heppnar að vera á lífi „Það gerist eitthvað hræðilegt og svo koma hveitibrauðsdagar á eftir þar sem ofbeldismaðurinn lofar öllu fögru og ætlar sér örugglega á því augnabliki að standa við það en svo fer að hlaðast upp spenna og þetta gerist aftur og það er þessi hringur sem veldur því að það er svo erfitt að fara.“ Sigþrúður hefur bæði séð og heyrt af mjög slæmum hlutum. „Maður undrast í raun á því að konan hafi lifað af og stundum er það bara slembilukka að hún hafi lifað af. Þær eru stundum teknar kyrkingartaki þar til að þær missa meðvitund, miklar limlestingar, eða fleygt úr út bíl á ferð eða niður stiga með lítil börn í fanginu. Það getur enginn stjórnað því hvernig slíkt ofbeldi endar,“ segir Sigþrúður og bætir við að andlega ofbeldið sitja oft lengur eftir hjá konum í ofbeldissambandi. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Lögreglumál Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Nokkrir hafa nýtt sér neyðarsvörun Bjarkarhlíðar vegna heimilisofbeldis yfir páskana Nokkrir hafa nýtt sér neyðarsvörun Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis, vegna heimilisofbeldis yfir páskana. Málin eru öll metin alvarleg að sögn verkefnastýru og þeim komið í farveg hjá viðeigandi aðilum. 12. apríl 2020 16:18 Fleiri gerendur heimilisofbeldis leita sér aðstoðar: Hræddir við að misstíga sig Fleiri ný mál koma nú inn á borð Heimilisfriðar, meðferðarúrræðis fyrir gerendur heimilisofbeldis. Þá leitar fólk, sem áður hefur verið í meðferð, sér aðstoðar í auknum mæli – hrætt við að misstíga sig. 8. apríl 2020 19:00 Heimilisofbeldi er dauðans alvara Í árferði þar sem er aukið álag er alltaf hætta á því að brestir sem við erum að fást við hafi tilhnegingu til að aukast. Þetta getur átt við margt í okkar fari eins og áfengis og vímuefnaneyslu, matarvenjur (slæma matarsiði), og margt annað mætti telja. 8. apríl 2020 14:30 Lamdi konuna sína úti á götu Íbúar í lítilli götu í Vesturbænum í Reykjavík urðu vitni að því um kvöldmatarleytið í gær þegar ung kona kom hlaupandi undan manni sínum, óttaslegin og grátandi. 7. apríl 2020 11:30 Tvö andlát rannsökuð sem sakamál: Aukin hætta á heimilisofbeldi á tímum COVID-19 Tveir karlmenn eru í haldi lögreglu vegna láts konu um sextugt í heimahúsi í Hafnarfirði í nótt. Þriðji karlmaðurinn er í gæsluvarðhaldi í tengslum við lát konu í Sandgerði fyrir rúmri viku. 6. apríl 2020 19:35 Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira
Þúsundir eru heima hjá sér um þessar mundir. Veikir eða í sóttkví eða hræddir við það að veikjast. Við getum ekki hitt margar í einu, skólarnir eru ekki fúnkerandi sem skildi og börnin því meira heima. Í þessum aðstæðum getur skapast hætta segir Sigrúður Guðmundsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins sem óttast að mikið verði að gera hjá þeim í náinni framtíð. „Eins og ástandið er í samfélaginu í dag þá höfum við miklar áhyggjur af konum og börnum sem eru á ofbeldisheimilum. Þessi einangrun, streita og áhyggjur og að börnin eru minna í skólanum sem hefur kannski verið þeirra griðastaður þá höfum við miklar áhyggjur,“ segir Sigþrúður sem hefur verið framkvæmdarstýra hjá kvennaathvarfinu síðustu þrettán ár segir að eftir hrun hafi húsið svo gott sem alltaf verið fullt og það í langan tíma. Fullt af börnum og konum sem gátu ekki verið heima hjá sér vegna andlegs, líkamlegs og jafnvel kynferðislegs ofbeldis. Ofbeldismaðurinn hefur mikla stjórn „Það kom holskefla inn til okkar og var mikið að gera fyrir og eftir hrun. Það er í eðli heimilisofbeldis að fólk leitar sér ekki aðstoðar á meðan ástandið er sem verst. Þetta er ofbeldi í nánum samböndum og ofbeldismaðurinn og brotaþolinn eru tengd mjög nánum böndum. Ofbeldismaðurinn hefur mjög góða stjórn á því hvernig hlutirnir eru skilgreindir á heimilinu.“ Hún segir að það sé meira en að segja það að taka upp töskurnar og koma öllum krökkunum út og flestir í þeim aðstæðum að eiga ekki í mörg hús að vernda. „Það er voðalega auðvelt fyrir okkur hin að segja fólki að fara frá ofbeldismanni en þegar þú ert að fara frá honum ert þú líka að fara frá eiginmanninum, heimilinu og daglega lífinu og kannski afkomunni, eignunum og öllu því sem þú hefur safnað þér í sarpinn í ár eða áratugi.“ Hún segir að mynstrið sé oft mjög líkt. Stundum heppnar að vera á lífi „Það gerist eitthvað hræðilegt og svo koma hveitibrauðsdagar á eftir þar sem ofbeldismaðurinn lofar öllu fögru og ætlar sér örugglega á því augnabliki að standa við það en svo fer að hlaðast upp spenna og þetta gerist aftur og það er þessi hringur sem veldur því að það er svo erfitt að fara.“ Sigþrúður hefur bæði séð og heyrt af mjög slæmum hlutum. „Maður undrast í raun á því að konan hafi lifað af og stundum er það bara slembilukka að hún hafi lifað af. Þær eru stundum teknar kyrkingartaki þar til að þær missa meðvitund, miklar limlestingar, eða fleygt úr út bíl á ferð eða niður stiga með lítil börn í fanginu. Það getur enginn stjórnað því hvernig slíkt ofbeldi endar,“ segir Sigþrúður og bætir við að andlega ofbeldið sitja oft lengur eftir hjá konum í ofbeldissambandi. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Lögreglumál Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Nokkrir hafa nýtt sér neyðarsvörun Bjarkarhlíðar vegna heimilisofbeldis yfir páskana Nokkrir hafa nýtt sér neyðarsvörun Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis, vegna heimilisofbeldis yfir páskana. Málin eru öll metin alvarleg að sögn verkefnastýru og þeim komið í farveg hjá viðeigandi aðilum. 12. apríl 2020 16:18 Fleiri gerendur heimilisofbeldis leita sér aðstoðar: Hræddir við að misstíga sig Fleiri ný mál koma nú inn á borð Heimilisfriðar, meðferðarúrræðis fyrir gerendur heimilisofbeldis. Þá leitar fólk, sem áður hefur verið í meðferð, sér aðstoðar í auknum mæli – hrætt við að misstíga sig. 8. apríl 2020 19:00 Heimilisofbeldi er dauðans alvara Í árferði þar sem er aukið álag er alltaf hætta á því að brestir sem við erum að fást við hafi tilhnegingu til að aukast. Þetta getur átt við margt í okkar fari eins og áfengis og vímuefnaneyslu, matarvenjur (slæma matarsiði), og margt annað mætti telja. 8. apríl 2020 14:30 Lamdi konuna sína úti á götu Íbúar í lítilli götu í Vesturbænum í Reykjavík urðu vitni að því um kvöldmatarleytið í gær þegar ung kona kom hlaupandi undan manni sínum, óttaslegin og grátandi. 7. apríl 2020 11:30 Tvö andlát rannsökuð sem sakamál: Aukin hætta á heimilisofbeldi á tímum COVID-19 Tveir karlmenn eru í haldi lögreglu vegna láts konu um sextugt í heimahúsi í Hafnarfirði í nótt. Þriðji karlmaðurinn er í gæsluvarðhaldi í tengslum við lát konu í Sandgerði fyrir rúmri viku. 6. apríl 2020 19:35 Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira
Nokkrir hafa nýtt sér neyðarsvörun Bjarkarhlíðar vegna heimilisofbeldis yfir páskana Nokkrir hafa nýtt sér neyðarsvörun Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis, vegna heimilisofbeldis yfir páskana. Málin eru öll metin alvarleg að sögn verkefnastýru og þeim komið í farveg hjá viðeigandi aðilum. 12. apríl 2020 16:18
Fleiri gerendur heimilisofbeldis leita sér aðstoðar: Hræddir við að misstíga sig Fleiri ný mál koma nú inn á borð Heimilisfriðar, meðferðarúrræðis fyrir gerendur heimilisofbeldis. Þá leitar fólk, sem áður hefur verið í meðferð, sér aðstoðar í auknum mæli – hrætt við að misstíga sig. 8. apríl 2020 19:00
Heimilisofbeldi er dauðans alvara Í árferði þar sem er aukið álag er alltaf hætta á því að brestir sem við erum að fást við hafi tilhnegingu til að aukast. Þetta getur átt við margt í okkar fari eins og áfengis og vímuefnaneyslu, matarvenjur (slæma matarsiði), og margt annað mætti telja. 8. apríl 2020 14:30
Lamdi konuna sína úti á götu Íbúar í lítilli götu í Vesturbænum í Reykjavík urðu vitni að því um kvöldmatarleytið í gær þegar ung kona kom hlaupandi undan manni sínum, óttaslegin og grátandi. 7. apríl 2020 11:30
Tvö andlát rannsökuð sem sakamál: Aukin hætta á heimilisofbeldi á tímum COVID-19 Tveir karlmenn eru í haldi lögreglu vegna láts konu um sextugt í heimahúsi í Hafnarfirði í nótt. Þriðji karlmaðurinn er í gæsluvarðhaldi í tengslum við lát konu í Sandgerði fyrir rúmri viku. 6. apríl 2020 19:35