40% stúdenta við HÍ ekki komnir með vinnu í sumar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. apríl 2020 12:32 Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti Stúdentaráðs. Vísir/Baldur Hrafnkell 40% stúdenta við Háskóla Íslands eru ekki komnir með vinnu í sumar samkvæmt könnun Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Þá segjast um 11% ekki telja sig geta mætt útgjöldum næstu mánaðamót og tæp 20% óttast að missa húsnæði sitt. Forseti Stúdentaráðs segir það skýlausa kröfu ráðsins að stúdentum verði veittur réttur til atvinnuleysisbóta. Þetta er meðal niðurstaðna tveggja kannana sem Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur á síðustu vikum sent út til allra stúdenta HÍ og tóku yfir þúsund stúdentar þátt í hvorri könnun. Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti Stúdentaráðs, segir niðurstöðurnar gefa vísbendingar um mikla vanlíðan og töluvert atvinnuleysi meðal stúdenta í sumar. „Stúdentar eru ekki að geta nýtt sér nein úrræði stjórnvalda sem hafa komið fram með fjárhagslegri aðstoð. Hlutabótaleiðin er ekki að gagnast mörgum og þeir eru að missa vinnuna og svo eru 40% stúdenta líka ekki komnir með vinnu í sumar en eru ennþá að leita að vinnu. Þannig að þetta sýnir í rauninni bara frekar erfitt ástand, fjárhagslega og á vinnumarkaði, fyrir stúdenta eins og okkur grunaði,“ segir Jóna Þórey. Stúdentaráð hefur sett fram nokkrar kröfur til hins opinbera til að mæta þessari erfiðu stöðu sem blasi við stúdentum. „Stúdentar þurfa náttúrlega réttindi til atvinnuleysisbóta til að grípa þá af því að þeir hafa ekki þann rétt núna í sumar og við erum líka með alls konar aðrar útfærslur og hugmyndir til þess að reyna að koma í veg fyrir þetta atvinnuleysi sem að virðist stefna í meðal stúdenta,“ segir Jóna Þórey. Gera ýmsar tillögur Kröfur og tillögur stúdenta beinast bæði að ríki og sveitarfélögum. „Bæði kannski að sveitarfélög og ríki ráðist í sameiginlegt átak um fjölgun þekkingardrifinna sumarstarfa, ríkisstofnanir geti sótt um sérstakt fjármagn til ráðninga á sumarnemum þannig að mótframlag ríkisins komi til í gegnum Vinnumálastofnun, nemendum bjóðist styrkur eða laun fyrir að vinna að eigin nýsköpunarverkefnum, við viljum að húsaleigubætur verði hækkaðar tímabundið,“ nefnir Jóna Þórey sem dæmi. Þá leggur Stúdentaráð áherslu á að fjármagn til Háskólans verði tryggt. Hún segir ákvörðun stjórnvalda um aukið fjármagn til Nýsköpunarsjóðs námsmanna vera jákvætt skref, en meira þurfi til. „Þessar auka hundrað milljónir til Nýsköpunarsjóðs námsmanna munu grípa um það bil 110 manns sem að er bara mjög lítill hluti. En það er auðvitað jákvætt að sjá að þarna var vilji alla veganna sýndur að einhverju leyti í verki en þetta var ekki næstum því þær aðgerðir sem að við erum að biðja um eða það öryggi sem að við erum í rauninni að biðja um að stúdentum verði veitt,“ segir Jóna Þórey. „Það verður best gert með því að tryggja þeim rétt til atvinnuleysisbóta, ég held að það sé alveg á hreinu.“ Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
40% stúdenta við Háskóla Íslands eru ekki komnir með vinnu í sumar samkvæmt könnun Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Þá segjast um 11% ekki telja sig geta mætt útgjöldum næstu mánaðamót og tæp 20% óttast að missa húsnæði sitt. Forseti Stúdentaráðs segir það skýlausa kröfu ráðsins að stúdentum verði veittur réttur til atvinnuleysisbóta. Þetta er meðal niðurstaðna tveggja kannana sem Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur á síðustu vikum sent út til allra stúdenta HÍ og tóku yfir þúsund stúdentar þátt í hvorri könnun. Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti Stúdentaráðs, segir niðurstöðurnar gefa vísbendingar um mikla vanlíðan og töluvert atvinnuleysi meðal stúdenta í sumar. „Stúdentar eru ekki að geta nýtt sér nein úrræði stjórnvalda sem hafa komið fram með fjárhagslegri aðstoð. Hlutabótaleiðin er ekki að gagnast mörgum og þeir eru að missa vinnuna og svo eru 40% stúdenta líka ekki komnir með vinnu í sumar en eru ennþá að leita að vinnu. Þannig að þetta sýnir í rauninni bara frekar erfitt ástand, fjárhagslega og á vinnumarkaði, fyrir stúdenta eins og okkur grunaði,“ segir Jóna Þórey. Stúdentaráð hefur sett fram nokkrar kröfur til hins opinbera til að mæta þessari erfiðu stöðu sem blasi við stúdentum. „Stúdentar þurfa náttúrlega réttindi til atvinnuleysisbóta til að grípa þá af því að þeir hafa ekki þann rétt núna í sumar og við erum líka með alls konar aðrar útfærslur og hugmyndir til þess að reyna að koma í veg fyrir þetta atvinnuleysi sem að virðist stefna í meðal stúdenta,“ segir Jóna Þórey. Gera ýmsar tillögur Kröfur og tillögur stúdenta beinast bæði að ríki og sveitarfélögum. „Bæði kannski að sveitarfélög og ríki ráðist í sameiginlegt átak um fjölgun þekkingardrifinna sumarstarfa, ríkisstofnanir geti sótt um sérstakt fjármagn til ráðninga á sumarnemum þannig að mótframlag ríkisins komi til í gegnum Vinnumálastofnun, nemendum bjóðist styrkur eða laun fyrir að vinna að eigin nýsköpunarverkefnum, við viljum að húsaleigubætur verði hækkaðar tímabundið,“ nefnir Jóna Þórey sem dæmi. Þá leggur Stúdentaráð áherslu á að fjármagn til Háskólans verði tryggt. Hún segir ákvörðun stjórnvalda um aukið fjármagn til Nýsköpunarsjóðs námsmanna vera jákvætt skref, en meira þurfi til. „Þessar auka hundrað milljónir til Nýsköpunarsjóðs námsmanna munu grípa um það bil 110 manns sem að er bara mjög lítill hluti. En það er auðvitað jákvætt að sjá að þarna var vilji alla veganna sýndur að einhverju leyti í verki en þetta var ekki næstum því þær aðgerðir sem að við erum að biðja um eða það öryggi sem að við erum í rauninni að biðja um að stúdentum verði veitt,“ segir Jóna Þórey. „Það verður best gert með því að tryggja þeim rétt til atvinnuleysisbóta, ég held að það sé alveg á hreinu.“
Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent