Tilraunalyf vekur vonir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. apríl 2020 10:26 Niðurstöður tilraunameðferðar með lyfið Remdesivir gefa vonarglætu um að það geti hjálpað í baráttunni gegn kórónuveirunni. EPA/Sebastiao Moreira Tveir af hverjum þremur sem veikst hafa alvarlega af völdum Covid-19 sýna batamerki eftir að hafa hlotið meðferð með tilraunalyfinu Remdesivir sem framleitt er af bandaríska lyfjafyrirtækinu Gilead. Lyfið var gefið sjúklingum sem lágu á sjúkrahúsum í öllum heims hornum, í Evrópu, Kanada, Bandaríkjunum og Japan. Allir fengju sjúklingarnir tíu daga skammt af lyfinu í æð en sjúklingarnir sem tóku þátt voru 61 talsins. Niðurstöður tilraunarinnar voru birtar í læknavísindaritinu New England Journal of Medicine í gær. Sjúklingarnir sem tóku þátt í tilrauninni hlutu mismunandi meðferðir samhliða tilraunalyfinu á meðan á ferlinu stóð en ekki var gert grein á milli mismunandi meðferða í greininni. Þá voru gögn átta sjúklinga ekki birt en í tilfelli eins sjúklingsins var gerð villa í tilrauninni. Lyfið var gefið sjúklingunum í æð en þrjátíu þeirra voru í öndunarvélum við upphaf meðferðarinnar og fjórir í vélum sem aðstoða við blóðflæði. Átján dögum eftir að meðferð lauk hafði súrefnisinntaka 36 sjúklinga, þar af sautján þeirra 30 sem voru í öndunarvél batnað. Það gerir um 68 prósent þeirra sem tóku þátt í tilrauninni. Sjúklingar sem höfðu tekið þátt og voru útskrifaðir af sjúkrahúsi voru 25 talsins en sjö sjúklinganna létust. Tólf sjúklingar, um 23 prósent þátttakenda, fengu alvarlegar aukaverkanir þar á meðal nýrnabilun eða lifraskemmdir. Þrátt fyrir þetta segir höfundur greinarinnar að niðurstöður rannsóknarinnar veki vonir. Erfitt sé þó að túlka þær þar sem ekki sé samanburðarhópur til staðar eins og almennt á við með lyfjatilraunir auk þess sem sjúklingahópurinn hafi verið mjög fámennur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Tengdar fréttir Vilja prófa fitusýrublöndu Kerecis á Landspítalanum sem hefur gefið góða raun gegn Covid-19 á Ítalíu Íslenska fyrirtækið Kerecis ætlar að prófa veirudrepandi lækningavöru á Covid-sjúklingum Landspítalans. Lyfið hefur verið prófað með góðum árangri á sjötíu sjúklingum á Ítalíu. 10. apríl 2020 19:05 Landspítali búinn að ráða 135 úr bakvarðasveit Landspítalinn hefur gert ráðningarsamninga við 135 einstaklinga úr bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar. 8. apríl 2020 16:09 Starfsfólk COVID-deilda tekur þátt í dansáskorun Starfsfólk á nýoppnaðri COVID-deild Sjúkrahússins á Akureyri, starfsfólk COVID-19 gagnasöfnunarteymisins á Egilsstöðum og starfsfólk smitsjúkdómadeildar Landspítalans tóku öll þátt í dansáskorunn í dag til að lyfta sér upp þrátt fyrir erfiðar aðstæður. 6. apríl 2020 22:51 Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Fleiri fréttir Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Sjá meira
Tveir af hverjum þremur sem veikst hafa alvarlega af völdum Covid-19 sýna batamerki eftir að hafa hlotið meðferð með tilraunalyfinu Remdesivir sem framleitt er af bandaríska lyfjafyrirtækinu Gilead. Lyfið var gefið sjúklingum sem lágu á sjúkrahúsum í öllum heims hornum, í Evrópu, Kanada, Bandaríkjunum og Japan. Allir fengju sjúklingarnir tíu daga skammt af lyfinu í æð en sjúklingarnir sem tóku þátt voru 61 talsins. Niðurstöður tilraunarinnar voru birtar í læknavísindaritinu New England Journal of Medicine í gær. Sjúklingarnir sem tóku þátt í tilrauninni hlutu mismunandi meðferðir samhliða tilraunalyfinu á meðan á ferlinu stóð en ekki var gert grein á milli mismunandi meðferða í greininni. Þá voru gögn átta sjúklinga ekki birt en í tilfelli eins sjúklingsins var gerð villa í tilrauninni. Lyfið var gefið sjúklingunum í æð en þrjátíu þeirra voru í öndunarvélum við upphaf meðferðarinnar og fjórir í vélum sem aðstoða við blóðflæði. Átján dögum eftir að meðferð lauk hafði súrefnisinntaka 36 sjúklinga, þar af sautján þeirra 30 sem voru í öndunarvél batnað. Það gerir um 68 prósent þeirra sem tóku þátt í tilrauninni. Sjúklingar sem höfðu tekið þátt og voru útskrifaðir af sjúkrahúsi voru 25 talsins en sjö sjúklinganna létust. Tólf sjúklingar, um 23 prósent þátttakenda, fengu alvarlegar aukaverkanir þar á meðal nýrnabilun eða lifraskemmdir. Þrátt fyrir þetta segir höfundur greinarinnar að niðurstöður rannsóknarinnar veki vonir. Erfitt sé þó að túlka þær þar sem ekki sé samanburðarhópur til staðar eins og almennt á við með lyfjatilraunir auk þess sem sjúklingahópurinn hafi verið mjög fámennur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Tengdar fréttir Vilja prófa fitusýrublöndu Kerecis á Landspítalanum sem hefur gefið góða raun gegn Covid-19 á Ítalíu Íslenska fyrirtækið Kerecis ætlar að prófa veirudrepandi lækningavöru á Covid-sjúklingum Landspítalans. Lyfið hefur verið prófað með góðum árangri á sjötíu sjúklingum á Ítalíu. 10. apríl 2020 19:05 Landspítali búinn að ráða 135 úr bakvarðasveit Landspítalinn hefur gert ráðningarsamninga við 135 einstaklinga úr bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar. 8. apríl 2020 16:09 Starfsfólk COVID-deilda tekur þátt í dansáskorun Starfsfólk á nýoppnaðri COVID-deild Sjúkrahússins á Akureyri, starfsfólk COVID-19 gagnasöfnunarteymisins á Egilsstöðum og starfsfólk smitsjúkdómadeildar Landspítalans tóku öll þátt í dansáskorunn í dag til að lyfta sér upp þrátt fyrir erfiðar aðstæður. 6. apríl 2020 22:51 Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Fleiri fréttir Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Sjá meira
Vilja prófa fitusýrublöndu Kerecis á Landspítalanum sem hefur gefið góða raun gegn Covid-19 á Ítalíu Íslenska fyrirtækið Kerecis ætlar að prófa veirudrepandi lækningavöru á Covid-sjúklingum Landspítalans. Lyfið hefur verið prófað með góðum árangri á sjötíu sjúklingum á Ítalíu. 10. apríl 2020 19:05
Landspítali búinn að ráða 135 úr bakvarðasveit Landspítalinn hefur gert ráðningarsamninga við 135 einstaklinga úr bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar. 8. apríl 2020 16:09
Starfsfólk COVID-deilda tekur þátt í dansáskorun Starfsfólk á nýoppnaðri COVID-deild Sjúkrahússins á Akureyri, starfsfólk COVID-19 gagnasöfnunarteymisins á Egilsstöðum og starfsfólk smitsjúkdómadeildar Landspítalans tóku öll þátt í dansáskorunn í dag til að lyfta sér upp þrátt fyrir erfiðar aðstæður. 6. apríl 2020 22:51