Fyrsta staðfesta tilfelli kórónuveirunnar í Jemen Sylvía Hall skrifar 10. apríl 2020 21:05 Hörmundarástand er í Jemen, skortur er á mat og öllum nauðsynjum og milljónir lifa við hungurmörk Vísir/Getty Karlmaður um sextugt hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 sjúkdómnum í Jemen. Um er að ræða fyrsta staðfesta tilfellið í ríkinu, sem stendur illa eftir fimm ára borgarastríð. Alþjóðlegu hjálparsamtökin Oxfam segja það vera áfall að smit sé staðfest í ríkinu og kallaði Alþjóðlega björgunarnefndin (IRC) þetta verstu mögulegu sviðsmyndina. Nú þegar séu aðstæður slæmar og milljónir treysti á mataraðstoð. Aðeins helmingur spítala í landinu eru nothæfir og eru aðrir sjúkdómar á borð við kóleru, malaríu og beinbrunasótt algengir í landinu. Því muni útbreiðsla kórónuveirunnar aðeins gera illt verra. Maðurinn sem greindist með veiruna er í stöðugu ástandi og er í einangrun á farsóttarheimili. Höfnin þar sem maðurinn starfaði var lokuð af og aðrir starfsmenn settir í sóttkví. Lisa Grande, yfirmaður mannúðaraðstoðar hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði afleiðingarnar geta orðið hörmulegar. „Við erum búin að óttast þetta í vikur og nú er þetta búið að gerast,“ sagði Grande um smitið. Ástandið í ríkinu sé slæmt eftir stríðsátök undanfarinna ára og fólkið sé mjög viðkvæmt fyrir slíkum smitsjúkdómum. Vopnahléi var lýst yfir í gær af hersveitum sem leiddar eru af sádi-arabískum herafla og barist hafa við sveitir Húta í Jemen. Vopnahléið er til stuðnings áformum Sameinuðu þjóðanna sem hafa stefnt að því að binda enda á stríðið sem hófst í mars árið 2015. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jemen Tengdar fréttir Lýsa yfir vopnahléi í Jemen Hersveitir sem leiddar eru af sádiarabískum herafla og barist hafa við sveitir Húta í Jemen hafa lýst yfir vopnahlé í ríkinu. 9. apríl 2020 09:14 COVID-19: Óttast að þrjár milljónir láti lífið í þróunarríkjunum Barnaheill – Save the Children hefur hrundið af stað umfangsmesta fjáröflunarátaki í hundrað ára sögu samtakanna til þess að styðja við börn og fjölskyldur þeirra í COVID-19 heimsfaraldrinum. 7. apríl 2020 16:05 Óttast faraldur beinbrunasóttar í Jemen Fulltrúar Barnaheilla – Save the Children óttast að beinbrunasótt í Jemen geti verið upphaf faraldurs en rúmlega 52 þúsund tilfelli hafa verið skráð í landinu og staðfest eru 192 dauðsföll af völdum sóttarinnar. Af þeim sem hafa látist eru 78 börn. 28. janúar 2020 14:30 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Sjá meira
Karlmaður um sextugt hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 sjúkdómnum í Jemen. Um er að ræða fyrsta staðfesta tilfellið í ríkinu, sem stendur illa eftir fimm ára borgarastríð. Alþjóðlegu hjálparsamtökin Oxfam segja það vera áfall að smit sé staðfest í ríkinu og kallaði Alþjóðlega björgunarnefndin (IRC) þetta verstu mögulegu sviðsmyndina. Nú þegar séu aðstæður slæmar og milljónir treysti á mataraðstoð. Aðeins helmingur spítala í landinu eru nothæfir og eru aðrir sjúkdómar á borð við kóleru, malaríu og beinbrunasótt algengir í landinu. Því muni útbreiðsla kórónuveirunnar aðeins gera illt verra. Maðurinn sem greindist með veiruna er í stöðugu ástandi og er í einangrun á farsóttarheimili. Höfnin þar sem maðurinn starfaði var lokuð af og aðrir starfsmenn settir í sóttkví. Lisa Grande, yfirmaður mannúðaraðstoðar hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði afleiðingarnar geta orðið hörmulegar. „Við erum búin að óttast þetta í vikur og nú er þetta búið að gerast,“ sagði Grande um smitið. Ástandið í ríkinu sé slæmt eftir stríðsátök undanfarinna ára og fólkið sé mjög viðkvæmt fyrir slíkum smitsjúkdómum. Vopnahléi var lýst yfir í gær af hersveitum sem leiddar eru af sádi-arabískum herafla og barist hafa við sveitir Húta í Jemen. Vopnahléið er til stuðnings áformum Sameinuðu þjóðanna sem hafa stefnt að því að binda enda á stríðið sem hófst í mars árið 2015.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jemen Tengdar fréttir Lýsa yfir vopnahléi í Jemen Hersveitir sem leiddar eru af sádiarabískum herafla og barist hafa við sveitir Húta í Jemen hafa lýst yfir vopnahlé í ríkinu. 9. apríl 2020 09:14 COVID-19: Óttast að þrjár milljónir láti lífið í þróunarríkjunum Barnaheill – Save the Children hefur hrundið af stað umfangsmesta fjáröflunarátaki í hundrað ára sögu samtakanna til þess að styðja við börn og fjölskyldur þeirra í COVID-19 heimsfaraldrinum. 7. apríl 2020 16:05 Óttast faraldur beinbrunasóttar í Jemen Fulltrúar Barnaheilla – Save the Children óttast að beinbrunasótt í Jemen geti verið upphaf faraldurs en rúmlega 52 þúsund tilfelli hafa verið skráð í landinu og staðfest eru 192 dauðsföll af völdum sóttarinnar. Af þeim sem hafa látist eru 78 börn. 28. janúar 2020 14:30 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Sjá meira
Lýsa yfir vopnahléi í Jemen Hersveitir sem leiddar eru af sádiarabískum herafla og barist hafa við sveitir Húta í Jemen hafa lýst yfir vopnahlé í ríkinu. 9. apríl 2020 09:14
COVID-19: Óttast að þrjár milljónir láti lífið í þróunarríkjunum Barnaheill – Save the Children hefur hrundið af stað umfangsmesta fjáröflunarátaki í hundrað ára sögu samtakanna til þess að styðja við börn og fjölskyldur þeirra í COVID-19 heimsfaraldrinum. 7. apríl 2020 16:05
Óttast faraldur beinbrunasóttar í Jemen Fulltrúar Barnaheilla – Save the Children óttast að beinbrunasótt í Jemen geti verið upphaf faraldurs en rúmlega 52 þúsund tilfelli hafa verið skráð í landinu og staðfest eru 192 dauðsföll af völdum sóttarinnar. Af þeim sem hafa látist eru 78 börn. 28. janúar 2020 14:30