Deila um neyðarlán og skuldir ESB-ríkja Samúel Karl Ólason skrifar 8. apríl 2020 10:20 Fjármálaráðherra ESB funduðu í 16 klukkustundir án niðurstöðu. EPA/STEPHANIE LECOCQ Fjármálaráðherrar Evrópusambandsins funduðu í allan gærdag og í nótt um björgunarpakka fyrir verst stöddu ríki sambandsins. Þeir komust þó ekki að samkomulagi vegna deilna um skilyrði og formaður ráðherraráðsins, sem kallast evruhópurinn, frestaði frekari viðræðum fram á fimmtudag. Fundurinn hafði staðið yfir í sextán tíma þegar honum var frestað. Samkvæmt heimildum Reuters komu deilur á milli ráðherra Ítalíu og Hollands í veg fyrir að samkomulag náðist. Til stóð að ná samkomulagi um neyðarlán til ríkisstjórna og fyrirtækja. Deilurnar sneru þó um skilmála neyðarlána og það að sameina skuldir með útgáfu sérstakra skuldabréfa, samkvæmt frétt Politico. Til stóð að samþykkja þrjár aðgerðir. Ein sneri að því að aðstoða fyrirtæki með því að hið opinbera greiddi hluta launa fólks. Önnur sneri að því að stofna 200 milljarða evra sjóð sem fyrirtæki í ESB gætu leitað til varðandi ódýr lán. Þriðja aðgerðin varðaði sjóð sem aðildarríki gætu leitað til varðandi ódýr lán. Allir fjármálaráðherra ESB hefðu þurft að samþykkja aðgerðirnar en það tókst ekki. Embættismenn frá Ítalíu vildu létta á eða fella niður ýmis skilyrði sem fylgja áðurnefndum lánum til ríkja. Ítalir vildu einnig gefa út sérstök skuldabréf og þar með sameina skuldir ríkja. Hollendingar og Þjóðverjar eru alfarið mótfallnir því og óttast að sitja eftir í súpunni ef skuldsett ríki ESB lenda í frekari vandræðum. Deilur um sameiningu skulda hafa verið áberandi á milli suðrænna ESB-ríkja eins og Spánar og Ítalíu annars vegar og norrænna ríkja eins og Hollands og Þýskalands hins vegar, frá evrukrísunni svokölluðu í upphafi síðasta áratugar. Evrópusambandið Ítalía Holland Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Sjá meira
Fjármálaráðherrar Evrópusambandsins funduðu í allan gærdag og í nótt um björgunarpakka fyrir verst stöddu ríki sambandsins. Þeir komust þó ekki að samkomulagi vegna deilna um skilyrði og formaður ráðherraráðsins, sem kallast evruhópurinn, frestaði frekari viðræðum fram á fimmtudag. Fundurinn hafði staðið yfir í sextán tíma þegar honum var frestað. Samkvæmt heimildum Reuters komu deilur á milli ráðherra Ítalíu og Hollands í veg fyrir að samkomulag náðist. Til stóð að ná samkomulagi um neyðarlán til ríkisstjórna og fyrirtækja. Deilurnar sneru þó um skilmála neyðarlána og það að sameina skuldir með útgáfu sérstakra skuldabréfa, samkvæmt frétt Politico. Til stóð að samþykkja þrjár aðgerðir. Ein sneri að því að aðstoða fyrirtæki með því að hið opinbera greiddi hluta launa fólks. Önnur sneri að því að stofna 200 milljarða evra sjóð sem fyrirtæki í ESB gætu leitað til varðandi ódýr lán. Þriðja aðgerðin varðaði sjóð sem aðildarríki gætu leitað til varðandi ódýr lán. Allir fjármálaráðherra ESB hefðu þurft að samþykkja aðgerðirnar en það tókst ekki. Embættismenn frá Ítalíu vildu létta á eða fella niður ýmis skilyrði sem fylgja áðurnefndum lánum til ríkja. Ítalir vildu einnig gefa út sérstök skuldabréf og þar með sameina skuldir ríkja. Hollendingar og Þjóðverjar eru alfarið mótfallnir því og óttast að sitja eftir í súpunni ef skuldsett ríki ESB lenda í frekari vandræðum. Deilur um sameiningu skulda hafa verið áberandi á milli suðrænna ESB-ríkja eins og Spánar og Ítalíu annars vegar og norrænna ríkja eins og Hollands og Þýskalands hins vegar, frá evrukrísunni svokölluðu í upphafi síðasta áratugar.
Evrópusambandið Ítalía Holland Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Sjá meira