Syndir í Costco-sundlaug í bílskúrnum Anton Ingi Leifsson skrifar 7. apríl 2020 19:00 Guðlaug Edda í fullu fjöri í bílskúrnum í dag. vísir/vilhelm Guðlaug Edda Hannesdóttir þríþrautarkona þarf að fara öðruvísi leiðir vegna samkomubannsins sem nú stendur yfir. Þríþraut samanstendur af hlaupi, sundi og hjólreiðum í sömu íþróttagreininni og því mæðir mikið á Guðlaugu Eddu. Hún er ein fremsta íþróttakona landsins en hún getur nú ekki farið í sund né líkamsrækt til þess að hlaupa eða synda. Því þarf hún að fara nýjar leiðir í baráttunni um að komast á Ólympíuleikana í Tókýo næsta sumar. Henry Birgir Gunnarsson og Sportið í dag kíktu á þessa frábæru íþróttakonu í dag. „Það eru allar sundlaugar og líkamsræktarstöðvar lokaðar. Ég þurfti að finna leiðir til þess að æfa og ég þarf að æfa sund, hjól og hlaup. Þá var að vera sniðug og finna einhverjar lausnir,“ sagði Guðlaug. „Ég á trainer sem ég get sett upp hjólið á og hjólað í rauninni á staðnum. Svo hlakka ég til að veðrið verði betra og þá getur maður farið út. Þríþraut eru þrjár íþróttir saman í einni og það er rosalega mikið af æfingum. Í stærstu vikunum æfi ég um 30 klukkutíma á viku. Þá er ekki tekið inn hvíld. Bara pjúra æfingartími. Þetta er rosalega mikið af æfingum og mér finnst það skemmtilegt en þetta er krefjandi þegar aðstæður eru erfiðar eins og núna.“ Guðlaug Edda Hannesdóttir þríþrautarkappi æfir í bílskúrnum heima fyrir Ólympíuleikana. Henry Birgir kom við snemma hjá Guðlaugu en þá var hún hins vegar búin að æfa einu sinni í dag. „Klassískur dagur er að vakna klukkan sjö, fá sér morgunmat, gera teygjur og lesa alla fjölmiðla og samfélagsmiðla. Svo er það fyrsta æfing dagsins. Ég byrja oft á því að hjóla og hjólaæfing er einn og hálfur til fjórir tímar. Ég fæ mér prótein eftir hjólið og kolvetni og reyni að hvíla mig áður en næsta æfing tekur við. Þá er það kannski hlaup í klukkutíma og svo enda ég á styrk eða sundi þegar það er hægt.“ Hún segir að erfiðasta við samkomubannið sé að komast ekki í sundlaugar landsins og því þurfti hún að finna lausnir. „Ég er búin að vera leita að einhverju sem ég hef reynt að synda í. Það virkar ekki að synda í baðkari og ég reyndi heita pottinn heima í garðinum en það virkaði ekki. Ég fór í Costco og fann uppblásna sundlaug sem var nógu stór fyrir mig til þess að passa í og keypti hana á átta þúsund krónur. Við settum hana upp í bílskúrnum hjá mömmu og pabba svo ég er kominn með sundlaug í bílskúrinn.“ Allt innslagið má sjá hér að neðan um þessa mögnuðu íþróttakonu. Klippa: Sportið í dag - Guðlaug Edda fer öðruvísi leiðir Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Þríþraut Sportið í dag Costco Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Sjá meira
Guðlaug Edda Hannesdóttir þríþrautarkona þarf að fara öðruvísi leiðir vegna samkomubannsins sem nú stendur yfir. Þríþraut samanstendur af hlaupi, sundi og hjólreiðum í sömu íþróttagreininni og því mæðir mikið á Guðlaugu Eddu. Hún er ein fremsta íþróttakona landsins en hún getur nú ekki farið í sund né líkamsrækt til þess að hlaupa eða synda. Því þarf hún að fara nýjar leiðir í baráttunni um að komast á Ólympíuleikana í Tókýo næsta sumar. Henry Birgir Gunnarsson og Sportið í dag kíktu á þessa frábæru íþróttakonu í dag. „Það eru allar sundlaugar og líkamsræktarstöðvar lokaðar. Ég þurfti að finna leiðir til þess að æfa og ég þarf að æfa sund, hjól og hlaup. Þá var að vera sniðug og finna einhverjar lausnir,“ sagði Guðlaug. „Ég á trainer sem ég get sett upp hjólið á og hjólað í rauninni á staðnum. Svo hlakka ég til að veðrið verði betra og þá getur maður farið út. Þríþraut eru þrjár íþróttir saman í einni og það er rosalega mikið af æfingum. Í stærstu vikunum æfi ég um 30 klukkutíma á viku. Þá er ekki tekið inn hvíld. Bara pjúra æfingartími. Þetta er rosalega mikið af æfingum og mér finnst það skemmtilegt en þetta er krefjandi þegar aðstæður eru erfiðar eins og núna.“ Guðlaug Edda Hannesdóttir þríþrautarkappi æfir í bílskúrnum heima fyrir Ólympíuleikana. Henry Birgir kom við snemma hjá Guðlaugu en þá var hún hins vegar búin að æfa einu sinni í dag. „Klassískur dagur er að vakna klukkan sjö, fá sér morgunmat, gera teygjur og lesa alla fjölmiðla og samfélagsmiðla. Svo er það fyrsta æfing dagsins. Ég byrja oft á því að hjóla og hjólaæfing er einn og hálfur til fjórir tímar. Ég fæ mér prótein eftir hjólið og kolvetni og reyni að hvíla mig áður en næsta æfing tekur við. Þá er það kannski hlaup í klukkutíma og svo enda ég á styrk eða sundi þegar það er hægt.“ Hún segir að erfiðasta við samkomubannið sé að komast ekki í sundlaugar landsins og því þurfti hún að finna lausnir. „Ég er búin að vera leita að einhverju sem ég hef reynt að synda í. Það virkar ekki að synda í baðkari og ég reyndi heita pottinn heima í garðinum en það virkaði ekki. Ég fór í Costco og fann uppblásna sundlaug sem var nógu stór fyrir mig til þess að passa í og keypti hana á átta þúsund krónur. Við settum hana upp í bílskúrnum hjá mömmu og pabba svo ég er kominn með sundlaug í bílskúrinn.“ Allt innslagið má sjá hér að neðan um þessa mögnuðu íþróttakonu. Klippa: Sportið í dag - Guðlaug Edda fer öðruvísi leiðir Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Þríþraut Sportið í dag Costco Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Sjá meira