James Bond stjarnan Honor Blackman látin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. apríl 2020 18:13 Honor Blackman á mótmælum vegna skertra réttinda eldriborgara í nóvember 2009. EPA/ANDY RAIN Breska leikkonan Honor Blackman, sem þekktust er fyrir að hafa leikið Pussy Galore í James Bond myndinni Goldfinger, er látin 94 ára að aldri. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins. Fjölskylda hennar sagði í yfirlýsingu að hún hafi látist umkringd fjölskyldum og vinum á heimili sínu í Lewes í Ausur Sussex. Blackman var einnig þekkt fyrir leik sinn sem Cathy Gale í sjónvarpsþáttunum Avengers sem sýndir voru á sjöunda áratugnum þar sem hún lék eitt af aðalhlutverkunum ásamt Patrick Macnee. Parið sló einnig í gegn í Kinky Boots sem gefin var út árið 1964. Í yfirlýsingunni sem fjölskylda hennar gaf út sagði einnig: „Auk þess að hafa verið frábær móðir og amma var Honor gríðarlega hæfileikarík og skapandi leikkona.“ Blackman fæddist í Plaistow í austurhluta Lundúna árið 1925 og gekk hún í Guildhall tónlistar- og leiklistarskólann. Þá var hún einnig þjálfuð í bardagaíþróttum sem tryggði henni hlutverk Pussy Galore, samverkamanns illmennisins Auric Goldfinger í þriðju James Bond kvikmyndinni. „Ég var þegar aðdáandi James Bond en ég bað um að lesa handritið fyrir Goldfinger áður en ég tók við hlutverkinu,“ sagði hún í viðtali. „Þegar ég hafði lesið handritið var ég handviss um að það hentaði mér.“ Þrátt fyrir að Galore hafi snúið við blaðinu og gengið til liðs við Bond í kvikmyndinni eftir að hafa varið með honum nóttinni var persónan opinberlega samkynhneigð í skáldsögu Ian Flemming um Bond. Síðustu ár ævinnar ferðaðist Blackman um Bretland og steig á svið í sýningunni Honor Blackman sem hún sjálf (e. Honor Blackman As Herself) sem fjallaði um feril hennar í skemmtibransanum. Andlát Bíó og sjónvarp James Bond Bretland Mest lesið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Lífið Omam gerir góðverk Lífið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Menning Púlsinn 15.ágúst 2014 Harmageddon Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Breska leikkonan Honor Blackman, sem þekktust er fyrir að hafa leikið Pussy Galore í James Bond myndinni Goldfinger, er látin 94 ára að aldri. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins. Fjölskylda hennar sagði í yfirlýsingu að hún hafi látist umkringd fjölskyldum og vinum á heimili sínu í Lewes í Ausur Sussex. Blackman var einnig þekkt fyrir leik sinn sem Cathy Gale í sjónvarpsþáttunum Avengers sem sýndir voru á sjöunda áratugnum þar sem hún lék eitt af aðalhlutverkunum ásamt Patrick Macnee. Parið sló einnig í gegn í Kinky Boots sem gefin var út árið 1964. Í yfirlýsingunni sem fjölskylda hennar gaf út sagði einnig: „Auk þess að hafa verið frábær móðir og amma var Honor gríðarlega hæfileikarík og skapandi leikkona.“ Blackman fæddist í Plaistow í austurhluta Lundúna árið 1925 og gekk hún í Guildhall tónlistar- og leiklistarskólann. Þá var hún einnig þjálfuð í bardagaíþróttum sem tryggði henni hlutverk Pussy Galore, samverkamanns illmennisins Auric Goldfinger í þriðju James Bond kvikmyndinni. „Ég var þegar aðdáandi James Bond en ég bað um að lesa handritið fyrir Goldfinger áður en ég tók við hlutverkinu,“ sagði hún í viðtali. „Þegar ég hafði lesið handritið var ég handviss um að það hentaði mér.“ Þrátt fyrir að Galore hafi snúið við blaðinu og gengið til liðs við Bond í kvikmyndinni eftir að hafa varið með honum nóttinni var persónan opinberlega samkynhneigð í skáldsögu Ian Flemming um Bond. Síðustu ár ævinnar ferðaðist Blackman um Bretland og steig á svið í sýningunni Honor Blackman sem hún sjálf (e. Honor Blackman As Herself) sem fjallaði um feril hennar í skemmtibransanum.
Andlát Bíó og sjónvarp James Bond Bretland Mest lesið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Lífið Omam gerir góðverk Lífið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Menning Púlsinn 15.ágúst 2014 Harmageddon Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“