Hugsar sig um hvort að þetta sé rétt en segist þurfa að hlýða Anton Ingi Leifsson skrifar 6. apríl 2020 18:30 Arnór Ingvi fagnar marki með Malmö. vísir/getty Sænska stórliðið Malmö lætur ekki kórónuveirufaraldurinn á sig fá og hefur hafið æfingar af fullum krafti á ný. Þetta segir landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason í Sportinu í dag. Svíþjóð er ekki með eins harðar reglur og gilda til að mynda hér heima og Arnór var nýkominn af æfingu er Henry Birgir Gunnarsson náði tali af Njarðvíkingnum. „Ég var að koma heim af æfingu. Við vorum að byrja aftur að æfa en það var verið að fara yfir hvernig þetta mun vera næstu vikur. Við erum með plan núna hvernig við munum æfa og halda okkur gangandi,“ sagði Arnór Ingvi. „Þeir eru að reyna að koma sér undan því að það verði mikill „kontakt“. Við fáum ekki að fara inn í klefa eða eitt né neitt. Við förum í sturtu heima en við erum byrjaðir að æfa aftur. Við erum að æfa í fullum kontakt og það er mikið „possesion“. Maður hugsar er þetta rétt en við verðum að vera klárir og reynum að gera allt sem við getum til þess að enginn smitist við að koma við eitthvað að óþörfu eða þess háttar. Það er stefnt að því að spila í júní. Við þurfum að vera klárir ef að það kemur að því.“ Í flestum löndum í kringum Svíþjóð er allt mun harðara og það þarf ekki að fara nema yfir brúna; frá Malmö til Kaupmannahafnar þar sem menn mega mest æfa í fimm manna hópum með gott bil á milli manna. Arnór segir að þetta skjóti skökku við. „Mér finnst þetta smá spes en maður er á samningi hér og maður verður að hlýða. Þetta er skrýtið en aftur á móti vill maður fara að æfa og vera á æfingu. Það er heilsan og allir í kringum mann sem skipta þó meira máli,“ en hræðist Arnór að fara á æfingu? „Bæði og. Ég passa mig. Það eru allir með hanska og það er enginn að koma við neitt að óþörfu. Það er regla að við verðum að vera í fullum klæðum. Það er enginn þannig kontakt en það eru allir að passa sig og eru á tánum,“ sagði Arnór. Klippa: Sportið í dag - Arnór Ingvi um stöðuna í Svíþjóð Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sænski boltinn Sportið í dag Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sjá meira
Sænska stórliðið Malmö lætur ekki kórónuveirufaraldurinn á sig fá og hefur hafið æfingar af fullum krafti á ný. Þetta segir landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason í Sportinu í dag. Svíþjóð er ekki með eins harðar reglur og gilda til að mynda hér heima og Arnór var nýkominn af æfingu er Henry Birgir Gunnarsson náði tali af Njarðvíkingnum. „Ég var að koma heim af æfingu. Við vorum að byrja aftur að æfa en það var verið að fara yfir hvernig þetta mun vera næstu vikur. Við erum með plan núna hvernig við munum æfa og halda okkur gangandi,“ sagði Arnór Ingvi. „Þeir eru að reyna að koma sér undan því að það verði mikill „kontakt“. Við fáum ekki að fara inn í klefa eða eitt né neitt. Við förum í sturtu heima en við erum byrjaðir að æfa aftur. Við erum að æfa í fullum kontakt og það er mikið „possesion“. Maður hugsar er þetta rétt en við verðum að vera klárir og reynum að gera allt sem við getum til þess að enginn smitist við að koma við eitthvað að óþörfu eða þess háttar. Það er stefnt að því að spila í júní. Við þurfum að vera klárir ef að það kemur að því.“ Í flestum löndum í kringum Svíþjóð er allt mun harðara og það þarf ekki að fara nema yfir brúna; frá Malmö til Kaupmannahafnar þar sem menn mega mest æfa í fimm manna hópum með gott bil á milli manna. Arnór segir að þetta skjóti skökku við. „Mér finnst þetta smá spes en maður er á samningi hér og maður verður að hlýða. Þetta er skrýtið en aftur á móti vill maður fara að æfa og vera á æfingu. Það er heilsan og allir í kringum mann sem skipta þó meira máli,“ en hræðist Arnór að fara á æfingu? „Bæði og. Ég passa mig. Það eru allir með hanska og það er enginn að koma við neitt að óþörfu. Það er regla að við verðum að vera í fullum klæðum. Það er enginn þannig kontakt en það eru allir að passa sig og eru á tánum,“ sagði Arnór. Klippa: Sportið í dag - Arnór Ingvi um stöðuna í Svíþjóð Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sænski boltinn Sportið í dag Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sjá meira