Einn besti bridgespilari þjóðarinnar fallinn fyrir Covid-19 Jakob Bjarnar skrifar 5. apríl 2020 23:39 Þau hjónin Mary Pat Frick og Sigurður Sverrisson. Hún féll frá skömmu áður en hann smitaðist af kórónuveirunni sem svo dró hann til dauða eftir harða baráttu. Sigurður Sverrisson flugvirki og afreksmaður í bridge andaðist á Landspítalanum í gær. Sigurður er sá fimmti sem deyr á Íslandi, svo staðfest sé, eftir að hafa veikst af Covid-19-sjúkdóminum. Sigurður hafði barist við sjúkdóminn um nokkurra vikna skeið, var kominn í öndunarvél og síðasta mánudag var honum vart hugað líf. En eins og fyrir eitthvert kraftaverk braggast hann og losnaði úr öndunarvélinni um skeið. En svo færðist sjúkdómurinn aftur í aukana og dró hann að endingu til dauða. Þann besta vantaði Sigurður er fæddur 1953, starfaði lengi í Álverinu í Straumsvík sem kranamaður. Hann fór þá utan til Tulsa í Bandaríkjunum hvar hann nam flugvirkjun. Sigurður Sverrisson er stigahæsti bridgespilari landsins frá upphafi. Sigurður starfaði áratugum saman hjá Icelandair og fór á eftirlaun í byrjun árs. Hann giftist bandarískri konu, Mary Pat Frick, en hún lést 8. mars, eða skömmu áður en Sigurður smitast af kórónuveirunni. Sigurður var áhugmaður um hugaríþróttir, var snjall skákmaður en það var einkum bridge-íþróttin sem átti hug hans allan; þar lét hann til sín taka. Margfaldur Íslandsmeistari og stigahæsti spilari Íslands frá upphafi. Jón Baldursson, einn þekktasti bridge-spilari landsins sagði í viðtali eftir að lið Íslands kom heim sem heimsmeistarar í greininni með Bermuda-skálina, spurður hvort sá góði árangur hafi komið þeim á óvart: „Já, sérstaklega útaf því að þann besta vantaði.“ Þar átti Jón við Sigurð. Barði Hagström-gítarinn og orgaði með Sigurður var mikill húmoristi og áhugamaður um tónlist frá unga aldri. Útvarpsmaðurinn Ásgeir Tómasson var æskuvinur Sigurðar og hann minnist hans á Facebooksíðu sinni með pistli sem sýnir vel tónlistarsmekkinn þann: „Hörmuleg tíðindi bárust í kvöld. Æskufélagi minn af Kleppsveginum, Sigurður Sverrisson, er fallinn frá af völdum COVID-19 sjúkdómsins. Heima hjá Sigga var hálfgildings félagsheimili nokkurra stráka í hverfinu, sem síðar hlaut nafnið Gagnfræðaskólinn við Kleppsveg. Þar var teflt, spilað bridge, reykt filterslaust, hlustað á John Mayall, Cream, Rolling Stones og alls kyns gæðatónlist aðra. Stundum stóð skólastjórinn upp og orgaði nokkra vel valda ópusa á fótstigna orgvél móður hans eða barði Hagström-gítarinn og söng við raust. Nokkrir “nemendur” í gagnfræðaskólanum hans Sigga náðu slíkri leikni við spilaborðið að þeir urðu heimsmeistarar í bridge,“ skrifar Ásgeir meðal annars um þennan æskuvin sinn. Skák Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Andlát Bridge Tengdar fréttir Fimm látnir af völdum COVID-19 Karlmaður á sjötugsaldri lést í dag á Landspítalanum vegna COVID-19. 5. apríl 2020 22:28 Lést af völdum kórónuveirunnar Ágústa Ragnhildur Benediktsdóttir, 78 ára Ísfirðingur, lést þann 1. apríl af völdum Covid-19 sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. 5. apríl 2020 14:08 Þrír lausir úr öndunarvél og á batavegi Þrír sem greindust með COVID-19 og lágu þungt haldnir í öndunarvélum á gjörgæslu Landspítala í Fossvogi eru komnir úr öndunarvél og eru á batavegi. 5. apríl 2020 15:32 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Sigurður Sverrisson flugvirki og afreksmaður í bridge andaðist á Landspítalanum í gær. Sigurður er sá fimmti sem deyr á Íslandi, svo staðfest sé, eftir að hafa veikst af Covid-19-sjúkdóminum. Sigurður hafði barist við sjúkdóminn um nokkurra vikna skeið, var kominn í öndunarvél og síðasta mánudag var honum vart hugað líf. En eins og fyrir eitthvert kraftaverk braggast hann og losnaði úr öndunarvélinni um skeið. En svo færðist sjúkdómurinn aftur í aukana og dró hann að endingu til dauða. Þann besta vantaði Sigurður er fæddur 1953, starfaði lengi í Álverinu í Straumsvík sem kranamaður. Hann fór þá utan til Tulsa í Bandaríkjunum hvar hann nam flugvirkjun. Sigurður Sverrisson er stigahæsti bridgespilari landsins frá upphafi. Sigurður starfaði áratugum saman hjá Icelandair og fór á eftirlaun í byrjun árs. Hann giftist bandarískri konu, Mary Pat Frick, en hún lést 8. mars, eða skömmu áður en Sigurður smitast af kórónuveirunni. Sigurður var áhugmaður um hugaríþróttir, var snjall skákmaður en það var einkum bridge-íþróttin sem átti hug hans allan; þar lét hann til sín taka. Margfaldur Íslandsmeistari og stigahæsti spilari Íslands frá upphafi. Jón Baldursson, einn þekktasti bridge-spilari landsins sagði í viðtali eftir að lið Íslands kom heim sem heimsmeistarar í greininni með Bermuda-skálina, spurður hvort sá góði árangur hafi komið þeim á óvart: „Já, sérstaklega útaf því að þann besta vantaði.“ Þar átti Jón við Sigurð. Barði Hagström-gítarinn og orgaði með Sigurður var mikill húmoristi og áhugamaður um tónlist frá unga aldri. Útvarpsmaðurinn Ásgeir Tómasson var æskuvinur Sigurðar og hann minnist hans á Facebooksíðu sinni með pistli sem sýnir vel tónlistarsmekkinn þann: „Hörmuleg tíðindi bárust í kvöld. Æskufélagi minn af Kleppsveginum, Sigurður Sverrisson, er fallinn frá af völdum COVID-19 sjúkdómsins. Heima hjá Sigga var hálfgildings félagsheimili nokkurra stráka í hverfinu, sem síðar hlaut nafnið Gagnfræðaskólinn við Kleppsveg. Þar var teflt, spilað bridge, reykt filterslaust, hlustað á John Mayall, Cream, Rolling Stones og alls kyns gæðatónlist aðra. Stundum stóð skólastjórinn upp og orgaði nokkra vel valda ópusa á fótstigna orgvél móður hans eða barði Hagström-gítarinn og söng við raust. Nokkrir “nemendur” í gagnfræðaskólanum hans Sigga náðu slíkri leikni við spilaborðið að þeir urðu heimsmeistarar í bridge,“ skrifar Ásgeir meðal annars um þennan æskuvin sinn.
Skák Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Andlát Bridge Tengdar fréttir Fimm látnir af völdum COVID-19 Karlmaður á sjötugsaldri lést í dag á Landspítalanum vegna COVID-19. 5. apríl 2020 22:28 Lést af völdum kórónuveirunnar Ágústa Ragnhildur Benediktsdóttir, 78 ára Ísfirðingur, lést þann 1. apríl af völdum Covid-19 sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. 5. apríl 2020 14:08 Þrír lausir úr öndunarvél og á batavegi Þrír sem greindust með COVID-19 og lágu þungt haldnir í öndunarvélum á gjörgæslu Landspítala í Fossvogi eru komnir úr öndunarvél og eru á batavegi. 5. apríl 2020 15:32 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Fimm látnir af völdum COVID-19 Karlmaður á sjötugsaldri lést í dag á Landspítalanum vegna COVID-19. 5. apríl 2020 22:28
Lést af völdum kórónuveirunnar Ágústa Ragnhildur Benediktsdóttir, 78 ára Ísfirðingur, lést þann 1. apríl af völdum Covid-19 sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. 5. apríl 2020 14:08
Þrír lausir úr öndunarvél og á batavegi Þrír sem greindust með COVID-19 og lágu þungt haldnir í öndunarvélum á gjörgæslu Landspítala í Fossvogi eru komnir úr öndunarvél og eru á batavegi. 5. apríl 2020 15:32