Einn besti bridgespilari þjóðarinnar fallinn fyrir Covid-19 Jakob Bjarnar skrifar 5. apríl 2020 23:39 Þau hjónin Mary Pat Frick og Sigurður Sverrisson. Hún féll frá skömmu áður en hann smitaðist af kórónuveirunni sem svo dró hann til dauða eftir harða baráttu. Sigurður Sverrisson flugvirki og afreksmaður í bridge andaðist á Landspítalanum í gær. Sigurður er sá fimmti sem deyr á Íslandi, svo staðfest sé, eftir að hafa veikst af Covid-19-sjúkdóminum. Sigurður hafði barist við sjúkdóminn um nokkurra vikna skeið, var kominn í öndunarvél og síðasta mánudag var honum vart hugað líf. En eins og fyrir eitthvert kraftaverk braggast hann og losnaði úr öndunarvélinni um skeið. En svo færðist sjúkdómurinn aftur í aukana og dró hann að endingu til dauða. Þann besta vantaði Sigurður er fæddur 1953, starfaði lengi í Álverinu í Straumsvík sem kranamaður. Hann fór þá utan til Tulsa í Bandaríkjunum hvar hann nam flugvirkjun. Sigurður Sverrisson er stigahæsti bridgespilari landsins frá upphafi. Sigurður starfaði áratugum saman hjá Icelandair og fór á eftirlaun í byrjun árs. Hann giftist bandarískri konu, Mary Pat Frick, en hún lést 8. mars, eða skömmu áður en Sigurður smitast af kórónuveirunni. Sigurður var áhugmaður um hugaríþróttir, var snjall skákmaður en það var einkum bridge-íþróttin sem átti hug hans allan; þar lét hann til sín taka. Margfaldur Íslandsmeistari og stigahæsti spilari Íslands frá upphafi. Jón Baldursson, einn þekktasti bridge-spilari landsins sagði í viðtali eftir að lið Íslands kom heim sem heimsmeistarar í greininni með Bermuda-skálina, spurður hvort sá góði árangur hafi komið þeim á óvart: „Já, sérstaklega útaf því að þann besta vantaði.“ Þar átti Jón við Sigurð. Barði Hagström-gítarinn og orgaði með Sigurður var mikill húmoristi og áhugamaður um tónlist frá unga aldri. Útvarpsmaðurinn Ásgeir Tómasson var æskuvinur Sigurðar og hann minnist hans á Facebooksíðu sinni með pistli sem sýnir vel tónlistarsmekkinn þann: „Hörmuleg tíðindi bárust í kvöld. Æskufélagi minn af Kleppsveginum, Sigurður Sverrisson, er fallinn frá af völdum COVID-19 sjúkdómsins. Heima hjá Sigga var hálfgildings félagsheimili nokkurra stráka í hverfinu, sem síðar hlaut nafnið Gagnfræðaskólinn við Kleppsveg. Þar var teflt, spilað bridge, reykt filterslaust, hlustað á John Mayall, Cream, Rolling Stones og alls kyns gæðatónlist aðra. Stundum stóð skólastjórinn upp og orgaði nokkra vel valda ópusa á fótstigna orgvél móður hans eða barði Hagström-gítarinn og söng við raust. Nokkrir “nemendur” í gagnfræðaskólanum hans Sigga náðu slíkri leikni við spilaborðið að þeir urðu heimsmeistarar í bridge,“ skrifar Ásgeir meðal annars um þennan æskuvin sinn. Skák Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Andlát Bridge Tengdar fréttir Fimm látnir af völdum COVID-19 Karlmaður á sjötugsaldri lést í dag á Landspítalanum vegna COVID-19. 5. apríl 2020 22:28 Lést af völdum kórónuveirunnar Ágústa Ragnhildur Benediktsdóttir, 78 ára Ísfirðingur, lést þann 1. apríl af völdum Covid-19 sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. 5. apríl 2020 14:08 Þrír lausir úr öndunarvél og á batavegi Þrír sem greindust með COVID-19 og lágu þungt haldnir í öndunarvélum á gjörgæslu Landspítala í Fossvogi eru komnir úr öndunarvél og eru á batavegi. 5. apríl 2020 15:32 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira
Sigurður Sverrisson flugvirki og afreksmaður í bridge andaðist á Landspítalanum í gær. Sigurður er sá fimmti sem deyr á Íslandi, svo staðfest sé, eftir að hafa veikst af Covid-19-sjúkdóminum. Sigurður hafði barist við sjúkdóminn um nokkurra vikna skeið, var kominn í öndunarvél og síðasta mánudag var honum vart hugað líf. En eins og fyrir eitthvert kraftaverk braggast hann og losnaði úr öndunarvélinni um skeið. En svo færðist sjúkdómurinn aftur í aukana og dró hann að endingu til dauða. Þann besta vantaði Sigurður er fæddur 1953, starfaði lengi í Álverinu í Straumsvík sem kranamaður. Hann fór þá utan til Tulsa í Bandaríkjunum hvar hann nam flugvirkjun. Sigurður Sverrisson er stigahæsti bridgespilari landsins frá upphafi. Sigurður starfaði áratugum saman hjá Icelandair og fór á eftirlaun í byrjun árs. Hann giftist bandarískri konu, Mary Pat Frick, en hún lést 8. mars, eða skömmu áður en Sigurður smitast af kórónuveirunni. Sigurður var áhugmaður um hugaríþróttir, var snjall skákmaður en það var einkum bridge-íþróttin sem átti hug hans allan; þar lét hann til sín taka. Margfaldur Íslandsmeistari og stigahæsti spilari Íslands frá upphafi. Jón Baldursson, einn þekktasti bridge-spilari landsins sagði í viðtali eftir að lið Íslands kom heim sem heimsmeistarar í greininni með Bermuda-skálina, spurður hvort sá góði árangur hafi komið þeim á óvart: „Já, sérstaklega útaf því að þann besta vantaði.“ Þar átti Jón við Sigurð. Barði Hagström-gítarinn og orgaði með Sigurður var mikill húmoristi og áhugamaður um tónlist frá unga aldri. Útvarpsmaðurinn Ásgeir Tómasson var æskuvinur Sigurðar og hann minnist hans á Facebooksíðu sinni með pistli sem sýnir vel tónlistarsmekkinn þann: „Hörmuleg tíðindi bárust í kvöld. Æskufélagi minn af Kleppsveginum, Sigurður Sverrisson, er fallinn frá af völdum COVID-19 sjúkdómsins. Heima hjá Sigga var hálfgildings félagsheimili nokkurra stráka í hverfinu, sem síðar hlaut nafnið Gagnfræðaskólinn við Kleppsveg. Þar var teflt, spilað bridge, reykt filterslaust, hlustað á John Mayall, Cream, Rolling Stones og alls kyns gæðatónlist aðra. Stundum stóð skólastjórinn upp og orgaði nokkra vel valda ópusa á fótstigna orgvél móður hans eða barði Hagström-gítarinn og söng við raust. Nokkrir “nemendur” í gagnfræðaskólanum hans Sigga náðu slíkri leikni við spilaborðið að þeir urðu heimsmeistarar í bridge,“ skrifar Ásgeir meðal annars um þennan æskuvin sinn.
Skák Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Andlát Bridge Tengdar fréttir Fimm látnir af völdum COVID-19 Karlmaður á sjötugsaldri lést í dag á Landspítalanum vegna COVID-19. 5. apríl 2020 22:28 Lést af völdum kórónuveirunnar Ágústa Ragnhildur Benediktsdóttir, 78 ára Ísfirðingur, lést þann 1. apríl af völdum Covid-19 sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. 5. apríl 2020 14:08 Þrír lausir úr öndunarvél og á batavegi Þrír sem greindust með COVID-19 og lágu þungt haldnir í öndunarvélum á gjörgæslu Landspítala í Fossvogi eru komnir úr öndunarvél og eru á batavegi. 5. apríl 2020 15:32 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira
Fimm látnir af völdum COVID-19 Karlmaður á sjötugsaldri lést í dag á Landspítalanum vegna COVID-19. 5. apríl 2020 22:28
Lést af völdum kórónuveirunnar Ágústa Ragnhildur Benediktsdóttir, 78 ára Ísfirðingur, lést þann 1. apríl af völdum Covid-19 sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. 5. apríl 2020 14:08
Þrír lausir úr öndunarvél og á batavegi Þrír sem greindust með COVID-19 og lágu þungt haldnir í öndunarvélum á gjörgæslu Landspítala í Fossvogi eru komnir úr öndunarvél og eru á batavegi. 5. apríl 2020 15:32