Nágrannar árásarmannsins í Nova Scotia segjast hafa látið lögreglu vita að hann væri hættulegur Andri Eysteinsson skrifar 13. maí 2020 23:02 Frá minnisvarða um lögreglukonuna Heidi Stevenson á sem var ein 22 sem létust í árás Wortman Getty/ Tim Krochak Nágrannar Gabriels Wortman, mannsins sem varð 22 að bana í Kanada í apríl, segjast hafa tilkynnt Wortman til lögreglu vegna ofbeldishneigðar og byssueignar hans og segja lögregluna ekki sinnt útköllunum nógu vel. Guardian greinir frá. Gabriel Wortman, 51 árs gamall kanadískur ríkisborgari gekk berserksgang á milli bæjanna Portapique og Enfield í Nova Scotia í Kanada 18. til 19. apríl síðastliðinn. Wortman sem var klæddur í lögreglubúning og ók bíl sem útbúinn hafði verið til þess að líkjast lögreglubíl kveikti elda og myrti alls tuttugu og tvo. Í fyrstu myrti hann fólk sem Wortman hafði einhverja tengingu við en með tímanum urðu drápin handahófskennd. Á meðal hinna látnu var lögreglukonan Heidi Stevenson. Um er að ræða versta fjöldamorð í nútímasögu Kanada. Síðan að morðin voru framin hefur lögregla í Novia Scotia yfirheyrt ættingja, vini og nágranna Wortman með það að markmiði að komast að því hvers vegna Wortman framdi voðaverkin. Fyrrum nágrannakona Wortman segir í viðtali við kanadíska miðla að Wortman hafi beitt kærustu sína ofbeldi árið 2013 og hafi nágrannar kallað til lögreglu. „Ég hringdi í lögregluna og sagði þeim að hann væri ofbeldisfullur og ætti stórt safn ólöglegra skotvopna,“ sagði Brenda Forbes og bætti við að Wortman hefði sjálfur sýnt Forbes hjónunum safnið. „Lögreglan sagðist lítið geta gert. Þeir gætu fylgst með honum en lítið annað væri í stöðunni,“ sagði Forbes. Forbes hjónin segjast þá hafa flutt í burtu frá Nova Scotia að mestu leyti af ótta við hegðum og ofbeldishneigð árásarmannsins Wortman. Kanada Tengdar fréttir Flúði kærasta sinn skömmu áður en hann skaut 22 til bana Maðurinn sem framdi mannskæðustu árás í sögu Kanada um síðustu helgi réðst á kærustu sína áður en hann hélt út og skaut 22 til bana. 24. apríl 2020 18:01 „Martröð í helvíti“: Lögreglan í Kanada gagnrýnd fyrir að gefa ekki út viðvörun Forsvarsmenn lögreglunnar í Kanada segja að undirbúningur fyrir viðvörun til almennings hafi staðið yfir þegar Gabriel Wortman var skotinn til bana um helgina. Hann hafði þá skotið minnst 22 til bana á rúmum þrettán klukkustundum og á mjög stóru svæði í mannskæðustu árás landsins. 22. apríl 2020 23:25 Mannskæðasta árás Kanada: Eldar sem árásarmaðurinn kveikti gera rannsakendum erfitt fyrir Lögreglan í Kanada segir minnst átján vera látna eftir árásirnar á Nova Scotia í Kanada um helgina. 20. apríl 2020 20:36 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Nágrannar Gabriels Wortman, mannsins sem varð 22 að bana í Kanada í apríl, segjast hafa tilkynnt Wortman til lögreglu vegna ofbeldishneigðar og byssueignar hans og segja lögregluna ekki sinnt útköllunum nógu vel. Guardian greinir frá. Gabriel Wortman, 51 árs gamall kanadískur ríkisborgari gekk berserksgang á milli bæjanna Portapique og Enfield í Nova Scotia í Kanada 18. til 19. apríl síðastliðinn. Wortman sem var klæddur í lögreglubúning og ók bíl sem útbúinn hafði verið til þess að líkjast lögreglubíl kveikti elda og myrti alls tuttugu og tvo. Í fyrstu myrti hann fólk sem Wortman hafði einhverja tengingu við en með tímanum urðu drápin handahófskennd. Á meðal hinna látnu var lögreglukonan Heidi Stevenson. Um er að ræða versta fjöldamorð í nútímasögu Kanada. Síðan að morðin voru framin hefur lögregla í Novia Scotia yfirheyrt ættingja, vini og nágranna Wortman með það að markmiði að komast að því hvers vegna Wortman framdi voðaverkin. Fyrrum nágrannakona Wortman segir í viðtali við kanadíska miðla að Wortman hafi beitt kærustu sína ofbeldi árið 2013 og hafi nágrannar kallað til lögreglu. „Ég hringdi í lögregluna og sagði þeim að hann væri ofbeldisfullur og ætti stórt safn ólöglegra skotvopna,“ sagði Brenda Forbes og bætti við að Wortman hefði sjálfur sýnt Forbes hjónunum safnið. „Lögreglan sagðist lítið geta gert. Þeir gætu fylgst með honum en lítið annað væri í stöðunni,“ sagði Forbes. Forbes hjónin segjast þá hafa flutt í burtu frá Nova Scotia að mestu leyti af ótta við hegðum og ofbeldishneigð árásarmannsins Wortman.
Kanada Tengdar fréttir Flúði kærasta sinn skömmu áður en hann skaut 22 til bana Maðurinn sem framdi mannskæðustu árás í sögu Kanada um síðustu helgi réðst á kærustu sína áður en hann hélt út og skaut 22 til bana. 24. apríl 2020 18:01 „Martröð í helvíti“: Lögreglan í Kanada gagnrýnd fyrir að gefa ekki út viðvörun Forsvarsmenn lögreglunnar í Kanada segja að undirbúningur fyrir viðvörun til almennings hafi staðið yfir þegar Gabriel Wortman var skotinn til bana um helgina. Hann hafði þá skotið minnst 22 til bana á rúmum þrettán klukkustundum og á mjög stóru svæði í mannskæðustu árás landsins. 22. apríl 2020 23:25 Mannskæðasta árás Kanada: Eldar sem árásarmaðurinn kveikti gera rannsakendum erfitt fyrir Lögreglan í Kanada segir minnst átján vera látna eftir árásirnar á Nova Scotia í Kanada um helgina. 20. apríl 2020 20:36 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Flúði kærasta sinn skömmu áður en hann skaut 22 til bana Maðurinn sem framdi mannskæðustu árás í sögu Kanada um síðustu helgi réðst á kærustu sína áður en hann hélt út og skaut 22 til bana. 24. apríl 2020 18:01
„Martröð í helvíti“: Lögreglan í Kanada gagnrýnd fyrir að gefa ekki út viðvörun Forsvarsmenn lögreglunnar í Kanada segja að undirbúningur fyrir viðvörun til almennings hafi staðið yfir þegar Gabriel Wortman var skotinn til bana um helgina. Hann hafði þá skotið minnst 22 til bana á rúmum þrettán klukkustundum og á mjög stóru svæði í mannskæðustu árás landsins. 22. apríl 2020 23:25
Mannskæðasta árás Kanada: Eldar sem árásarmaðurinn kveikti gera rannsakendum erfitt fyrir Lögreglan í Kanada segir minnst átján vera látna eftir árásirnar á Nova Scotia í Kanada um helgina. 20. apríl 2020 20:36