Launafrost til 2023 Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. maí 2020 22:21 Icelandair á nú í kjaraviðræðum við FFÍ. Vísir/Vilhelm Í tillögum sem lagðar voru fram af Icelandair í kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands í gær er farið fram á 18 til 35 prósenta launaskerðingu flugfreyja og flugþjóna hjá félaginu. Þetta kemur fram í athugasemdum FFÍ við tillögurnar sem fréttastofa hefur undir höndum. Samkvæmt tillögunum getur FFÍ ekki samið um launahækkun fyrr en í fyrsta lagi í október árið 2023. Kjarasamningurinn sem lagður er til myndi gilda frá 15. maí næstkomandi, til loka ársins 2025. Þá er í tillögum Icelandair ákvæði sem gefur félaginu heimild til þess að opna samninga og hefja viðræður að nýju, skili félagið ekki hagnaði árið 2023. Í athugasemdum FFÍ við tillögur Icelandair segir: „Ef gert er ráð fyrir hóflegri verðbólgu (2,5% á ári) á tímabilinu 1.1.2019 -31.12.2023 þýðir þetta c.a. 13% kaupmáttarrýrnun.“ Þá er gerð talsverð breyting á ákvæðum um vakta- og hvíldartíma flugfreyja og flugþjóna. Eins og er eiga félagsmenn FFÍ rétt á einu og hálfu helgarfríi á mánuði, en samkvæmt nýjust tillögum Icelandair yrði aðeins um að ræða eitt helgarfrí á mánuði. Þá eru tillögur Icelandair settar í samhengi við Lífskjarasamninginn í athugasemdum Flugfreyjufélagsins. „Lífskjarasamningurinn kveður á um 90.000 kr. launahækkun ásamt minni vinnuskyldu á tímabilinu 2019-2022. Ekki hefur verið samið á almennum markaði vegna 2023-2025. Lífskjarasamningurinn kveður á um lágmarkstekjutryggingu 368.000 kr. árið 2022. Föst laun flugfreyju á D-línu á fyrsta ári verða 289.999kr. árið 2022,“ segir í athugasemdum FFÍ. Icelandair Kjaramál Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Fleiri fréttir Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Sjá meira
Í tillögum sem lagðar voru fram af Icelandair í kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands í gær er farið fram á 18 til 35 prósenta launaskerðingu flugfreyja og flugþjóna hjá félaginu. Þetta kemur fram í athugasemdum FFÍ við tillögurnar sem fréttastofa hefur undir höndum. Samkvæmt tillögunum getur FFÍ ekki samið um launahækkun fyrr en í fyrsta lagi í október árið 2023. Kjarasamningurinn sem lagður er til myndi gilda frá 15. maí næstkomandi, til loka ársins 2025. Þá er í tillögum Icelandair ákvæði sem gefur félaginu heimild til þess að opna samninga og hefja viðræður að nýju, skili félagið ekki hagnaði árið 2023. Í athugasemdum FFÍ við tillögur Icelandair segir: „Ef gert er ráð fyrir hóflegri verðbólgu (2,5% á ári) á tímabilinu 1.1.2019 -31.12.2023 þýðir þetta c.a. 13% kaupmáttarrýrnun.“ Þá er gerð talsverð breyting á ákvæðum um vakta- og hvíldartíma flugfreyja og flugþjóna. Eins og er eiga félagsmenn FFÍ rétt á einu og hálfu helgarfríi á mánuði, en samkvæmt nýjust tillögum Icelandair yrði aðeins um að ræða eitt helgarfrí á mánuði. Þá eru tillögur Icelandair settar í samhengi við Lífskjarasamninginn í athugasemdum Flugfreyjufélagsins. „Lífskjarasamningurinn kveður á um 90.000 kr. launahækkun ásamt minni vinnuskyldu á tímabilinu 2019-2022. Ekki hefur verið samið á almennum markaði vegna 2023-2025. Lífskjarasamningurinn kveður á um lágmarkstekjutryggingu 368.000 kr. árið 2022. Föst laun flugfreyju á D-línu á fyrsta ári verða 289.999kr. árið 2022,“ segir í athugasemdum FFÍ.
Icelandair Kjaramál Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Fleiri fréttir Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Sjá meira