Fyrsti þjóðvegur Grænlands byrjar sem mjór fjórhjólaslóði Kristján Már Unnarsson skrifar 11. maí 2020 16:47 Mynd sem fylgir skýrslu um hvernig fyrsti þjóðvegur Grænlands muni líta út, þegar búið verður að byggja hann upp sem bílveg í sex metra breidd. Sveitarfélagið Qeqqata býður vegagerðina út. Mynd/Qeqqata Kommunia. Fyrsti áfangi í lagningu fyrsta þjóðvegar Grænlands, sem kallaður verður Arctic Circle Road, hefur verið boðinn út. Vegna fjárskorts er fyrsti áfangi þó aðeins hugsaður sem mjór fjórhjólaslóði, þriggja metra breiður og 130 kílómetra langur. Samkvæmt frétt KNR eiga framkvæmdir að hefjast í sumar og slóðinn að vera tilbúinn haustið 2021. Svona sjá menn fyrir sér að vegurinn muni hlykkjast um grænlenska náttúru.Mynd/Qeqqata Kommunia. Síðar er gert ráð fyrir að vegurinn verði byggður upp sem tveggja akreina bílvegur, alls 170 kílómetra langur og sex metra breiður. Hann á að liggja milli Sisimiut, næst stærsta bæjar Grænlands, og Kangerlussuaq-flugvallar, sem áður var kenndur við Syðri-Straumfjörð. Miðað er við að fullbúinn verði þjóðvegurinn að mestu malarvegur en einstaka kaflar hans þó malbikaðir. Gert er ráð fyrir að verja 50 milljónum danskra króna til gerðar fjórhjólaslóðans, andvirði um 1,1 milljarðs íslenskra króna. Heildarkostnaður við fullbúinn bílveg er hins vegar áætlaður á bilinu 7-10 milljarðar íslenskra króna. Reisa þarf eina brú og gert ráð fyrir allt að tíu áningarstöðum á leiðinni og 2-3 þjónustuhúsum. Vegurinn mun liggja milli bæjarins Sisimiut og Kangerlussuaq-flugvallar.Kort/Qeqqata Kommunia. Fyrsti áfangi fjórhjólaslóðans verður lagður frá Kangerlussuaq-flugvelli til fjarðar sem kallast Kangerluarsuk Tulleq, og er norðan við Sisimiut, sem er tæplega sexþúsund manna fiskveiðibær. Ráðamenn sveitarfélagsins Qeqqata telja að vegurinn leiði til uppbyggingar í ferðaþjónustu og opni á fiskflutninga með flugi um alþjóðaflugvöllinn. Grænlenska þingið samþykkti fyrstu fjárveitingu til vegagerðarinnar í nóvember en Stöð 2 fjallaði þá um verkefnið: Sjá einnig hér: Grænlenska þingið samþykkti fjárveitingu í fyrsta þjóðveginn Grænland Norðurslóðir Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sjá meira
Fyrsti áfangi í lagningu fyrsta þjóðvegar Grænlands, sem kallaður verður Arctic Circle Road, hefur verið boðinn út. Vegna fjárskorts er fyrsti áfangi þó aðeins hugsaður sem mjór fjórhjólaslóði, þriggja metra breiður og 130 kílómetra langur. Samkvæmt frétt KNR eiga framkvæmdir að hefjast í sumar og slóðinn að vera tilbúinn haustið 2021. Svona sjá menn fyrir sér að vegurinn muni hlykkjast um grænlenska náttúru.Mynd/Qeqqata Kommunia. Síðar er gert ráð fyrir að vegurinn verði byggður upp sem tveggja akreina bílvegur, alls 170 kílómetra langur og sex metra breiður. Hann á að liggja milli Sisimiut, næst stærsta bæjar Grænlands, og Kangerlussuaq-flugvallar, sem áður var kenndur við Syðri-Straumfjörð. Miðað er við að fullbúinn verði þjóðvegurinn að mestu malarvegur en einstaka kaflar hans þó malbikaðir. Gert er ráð fyrir að verja 50 milljónum danskra króna til gerðar fjórhjólaslóðans, andvirði um 1,1 milljarðs íslenskra króna. Heildarkostnaður við fullbúinn bílveg er hins vegar áætlaður á bilinu 7-10 milljarðar íslenskra króna. Reisa þarf eina brú og gert ráð fyrir allt að tíu áningarstöðum á leiðinni og 2-3 þjónustuhúsum. Vegurinn mun liggja milli bæjarins Sisimiut og Kangerlussuaq-flugvallar.Kort/Qeqqata Kommunia. Fyrsti áfangi fjórhjólaslóðans verður lagður frá Kangerlussuaq-flugvelli til fjarðar sem kallast Kangerluarsuk Tulleq, og er norðan við Sisimiut, sem er tæplega sexþúsund manna fiskveiðibær. Ráðamenn sveitarfélagsins Qeqqata telja að vegurinn leiði til uppbyggingar í ferðaþjónustu og opni á fiskflutninga með flugi um alþjóðaflugvöllinn. Grænlenska þingið samþykkti fyrstu fjárveitingu til vegagerðarinnar í nóvember en Stöð 2 fjallaði þá um verkefnið: Sjá einnig hér: Grænlenska þingið samþykkti fjárveitingu í fyrsta þjóðveginn
Grænland Norðurslóðir Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sjá meira